Fara beint í efnið

Skoðunarhandbók ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. nóvember 2024 -

Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.

    Verklagsbók fyrir reglubundnar skoðanir o.fl.

    Í verklagsbókinni er lýst allri framkvæmd aðalskoðunar ásamt skoðun á ástandi í skráningarskoðun, breytingaskoðun og endurskoðun­um þeirra. Lýsing á skoðunar­aðferðum, verklýsingar og dæmingar einstakra skoðunaratriða.

    Skoðunaratriðin og dæmingar þeirra ásamt stuttri lýsingu á skoðunaraðferðum, verklýsingum, athugasemdum og túlkunum er að finna í pdf-skjali. Ítarlegri leiðbeiningar um kröfur, mæliaðferðir, skoðunaraðferðir og skráningu einstakra ökutækja, öktækjaflokka eða einstakra hluta ökutækja, er svo að finna þessum köflum.

    Efni kaflans

    Ljós og glit - áskilin og leyfð

    Upplýsingar um ljós, glitaugu og glitmerkingar er að finna í sérstöku pdf-skjali:

    Í skjalinu eru teknar saman gildandi kröfur um áskilinn og leyfðan ljósabúnað. Skjalið tók formlega gildi 1. mars 2024.

    Vakin er athygli á því að í skjalinu sjást bæði ljósker og glitmerkingar sem ekki hafa verið tilgreind í reglugerð um gerð og búnað ökutækja áður og nöfnum einhverra hefur verið breytt. Upplýsingar í skjalinu eru í samræmi við gildandi Evrópureglur en einhvers ósamræmis hefur gætt milli þeirra reglna og reglugerðar um gerð og búnað ökutækja síðustu ár. Af þeim sökum skulu skoðunarstofur ekki gera athugasemd á vottorð við fyrirkomulag eða notkun (nú) óheimils ljósabúnaðar (ljóskera, glitaugna eða glitmerkinga) á atvinnubifreiðum, sem vafi hefur leikið á heimildum fyrir til þessa, fyrr en eftir 01.01.2025. Áríðandi er þó að eigendum (umráðendum) sé bent á ósamræmið og þeir hvattir til að bæta úr fyrir lok árs 2024.


    Stilling aðalljósa og lögun geisla

    Mæling á stillingu ljósa á við um eftirfarandi ökutækisflokka:

    Undirbúningur mælingar

    Athugað hvort los er að finna í ljóskeri. Hreyfill ætti að vera í hægagangi og allar dyr lokaðar. Ökumaður má sitja í bifreið.

    Mæling stillingar

    Evrópsk aðalljósker - mæld við lágan geisla

    Skoðun með ljósaskoðunartækjum með ljós fyrir lágljós tendruð.
    Stilling skal að öllu jöfnu vera í samræmi við stilligildi framleiðanda (oft merkt með miða í vélarrúmi). Ef slíkar merkingar eru ekki til staðar eða hæð bifreiðarinnar hefur verið breytt þarf að taka tillit til efri og neðri marka ljósgeisla.

    Mæling (óháð ljósaskoðunartæki) er gerð þannig:

    • Efri mörk: Lágljósgeisli skal ekki lýsa lengra en 80 m fram á akbrautina og ekki hafa minni niðurvísun en 1%. Viðmiðunarlína ljósaskoðunartækis er stillt miðað við það og má geislinn ekki lýsa ofan við hana. Ef hæð ljóskers (ljósmiðju) er meiri en 80 cm verður niðurvísunin að vera meiri (80 m og 80 cm þýðir 80/80=1% niðurvísun, 80 m og 90 cm hæð þýðir 90/80=1,1% o.s.frv.).

    • Neðri mörk: Lágljósgeisli skal lýsa að lágmarki 40 m fram á akbrautina. Viðmiðunarlína ljósaskoðunartækis er stillt miðað við það (hæð tækis í cm / 40 m = niðurvísun í %) og þá má ljósgeislinn ekki lýsa fyrir neðan hana.

    Sérstök háljósker / amerísk aðalljósker - mæld við háljósgeisla

    Skoðun með ljósaskoðunartækjum með ljós fyrir háljós tendruð.Háljósgeisli skal lýsa veginn a.m.k. 100 m fram fyrir ökutækið og ekki hærra en beint fram (lárétt).

    Mæling (óháð ljósaskoðunartæki) er gerð þannig:

    • Efri mörk:Miðja háljósgeisla skal ekki lýsa ofar en beint fram. Viðmiðunarlína ljósaskoðunartækis er stillt miðað við það (á enga niðurvísun) og má miðja geislans ekki lýsa ofan við hana.

    • Neðri mörk: Miðja háljósgeisla skal lýsa að lágmarki 100 m fram á akbrautina. Viðmiðunarlína ljósaskoðunartækis er stillt miðað við það (hæð tækis í cm / 100 m = niðurvísun í %) og þá má miðja ljósgeislans ekki lýsa fyrir neðan hana.

    Hliðarstefna geislans

    Hliðarstefna athuguð á spjaldi ljósaskoðunartækisins um leið og athugun á stillingu fer fram. Evrópskur lágljósgeisli skal fylgja viðmiðunarlínum á spjaldinu og miðja háljósgeisla skal lýsa á mitt spjaldið.

    Lögun geislans

    Skoðun með ljósaskoðunartækjum. Ljósaskoðunartækið er sett upp að ljóskerum ökutækisins. Athugað hvort evrópskur lágljósgeisli sé eðlilega lagaður og háljósgeisli myndi hringlaga geisla sem er þéttastur í miðjunni.


    Bannákvæði er varða ljósabúnað

    Litur og litun ljósflata

    Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja eru settar fram kröfur um lit ljósa. Það túlkast þannig að viðkomandi litur skuli vera á ljósinu þegar það logar, ekki endilega á ljósfletinum (glerinu) þegar slökkt er á ljósinu. Síðustu ár hefur það færst í vöxt að ljósflötur hefur annan lit en hið lýsandi ljós (þannig útbúið af framleiðendum ökutækja). Sem dæmi má nefna gler stefnuljósa, sem gjarnan eru nú hvítmött eða rauðmött, en ljósið er gult vegna þess að undir er gul himna (sem sést ekki í gegnum matta glerið) eða gul pera er í ljóskerinu (sem sést ekki heldur). Slíkur frágangur framleiðenda túlkast í lagi.

    Óheimilt að hylja ljós

    Óheimilt er að hylja ljós þannig að ljósstyrkur skerðist, þó má grjótgrind skerða ljósstyrk óverulega samkvæmt reglugerð. Að öðru leyti er óheimilt að hylja ljós, svo sem með litun ljósflata eða með lituðum hlífum. Hið sama á við um glitaugu.

    Óleyfilegur ljósabúnaður og glit

    Í reglugerð um gerð og búnað segir að óheimilt sé að nota önnur ljósker eða glitaugu en þau sem boðin eru eða heimiluð í henni eða öðrum reglum sem ráðuneytið setur.

    Sem dæmi um ljósabúnað sem ekki er heimilaður samkvæmt reglugerð:

    • Óheimilt er að hafa stigbrettaljós (sílsaljós) sem ekki uppfylla ákvæði um hliðarljós.

    • Óheimilt er að hafa aðgreiningarljós á fólksbifreiðum (þó má vörubifreið með aðgreiningarljós sem breytt er yfir í húsbifreið hafa þau áfram).

    • Óheimilt er að hafa breiddarljós á bifreiðum sem ná ekki breidd yfir 1,80 metra.

    Um leið og dæmt er á þennan óleyfilega ljósabúnað skal benda eigendum (umráðendum) á að þennan ljósabúnað á að fjarlægja, ekki nægir að aftengja hann því allur ljósa og merkjabúnaður sem er til staðar í ökutækjum á að vera í lagi og virkni fullnægjandi.


    Ljósaraftengi (raftengi fyrir eftirvagn)

    Bifreið sem hefur tengibúnað fyrir eftirvagn skal búin raftengi sem uppfyllir eftirfarandi kröfur:

    • Fyrir 12 volta rafkerfi eftirvagns: Samkvæmt ISO staðli 1724 (7-póla) eða ISO staðli 11446 (áður DIN V 72570) (13-póla).

    • Fyrir 24 volta rafkerfi eftirvagns: Samkvæmt ISO staðli 1185 (7-póla) eða ISO staðli 12098 (13-póla).

    Hið sama gildir um eftirvagninn, tengi hans þarf að samræmast raftengi bifreiðarinnar.

    12V tengi samkvæmt ISO 1724 12 N (7 póla) og ISO 11446 (áður DIN V 72570) (13 póla)

    Til eru tvær útfærslur af 7-póla 12V tengjum samkvæmt ISO stöðlum, annars vegar gerð N (normal) í ISO 1724 (áskilda tengið) og hins vegar gerð S (supplemental) í ISO 3732 sem er 7-póla viðbótartengi. Í viðbótartenginu bætast við tengingar sem ekki eru í hinu tenginu (t.d. stöðugur straumur til eftirvagns). Tengin eru svipuð útlits, en passa þó ekki saman, og er N tengið jafnan í svörtu húsi en S tengið í hvítu húsi.

    Svo er það 13-póla útfærslan samkvæmt ISO 11446 (áður DIN V 72570) sem í eru allar nauðsynlegar tengingar.Myndir og tengingar 12V 7-póla og 13-póla tengja má sjá í töflu 1. Við skoðun er einungis prófuð virkni ljósapóla ljósaraftengjanna tveggja.

    ljosaraftengiiso1724x

    Mynd 1a. Tengi 12V 7-póla: innstungan í bílnum, séð utanfrá

    ljosaraftengiiso1725b

    Mynd 1b. Tengi 12V 7-póla: innstungan í bílnum, bakhlið

    ljosaraftengiiso11446x

    Mynd 1c. Tengi 12V 13-póla: innstungan í bílnum, séð utan frá

    ljosaraftengiiso11446b

    Mynd 1d. Tengi 12V 13-póla: innstungan í bílnum, bakhlið

    Tafla 1. Tengi 12V 7-póla ljósaraftengis samkvæmt ISO 1724 12 N (og ISO 3732 12 S viðbótartengis) og 13-póla ljósaraftengis samkvæmt ISO 11446 (áður DIN V 72570).

    Tengipóll

    ISO 1724 12 N

    ISO 3732 12 S

    ISO 11446 (DIN V 72570)

    1

    Vinstri: Stefnuljós.

    Bakkljós.

    Vinstri: Stefnuljós.

    2

    Þokuafturljós.

    Óráðstafað.

    Þokuafturljós.

    3

    Jörð.

    Jörð fyrir póla 1-5.

    Jörð fyrir póla 1-8.

    4

    Hægri: Stefnuljós.

    12V stöðug frá rafkerfi bifreiðar.

    Hægri: Stefnuljós.

    5

    Hægri: Stöðuljós, hliðarljós og breiddarljós. Númersljós.

    Óráðstafað.

    Hægri: Stöðuljós, hliðarljós og breiddarljós. Númersljós.

    6

    Hemlaljós.

    12V frá straumlás (hleðslulögn fyrir rafgeymi eftirvagns).

    Hemlaljós.

    7

    Vinstri: Stöðuljós, hliðarljós og breiddarljós. Númersljós.

    Jörð fyrir pól 6.

    Vinstri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.

    8

    ---

    ---

    Bakkljós.

    9

    ---

    ---

    12V stöðug frá rafkerfi bifreiðar.

    10

    ---

    ---

    12V frá straumlás (hleðslulögn fyrir rafgeymi eftirvagns).

    11

    ---

    ---

    Jörð fyrir pól 10.

    12

    ---

    ---

    Óráðstafað.

    13

    ---

    ---

    Jörð fyrir pól 9.

    24V tengi samkvæmt ISO 1185 24 N (7-póla) og ISO 12098 (15 póla)

    Til eru tvær útfærslur af 7-póla 24V tengjum samkvæmt ISO stöðlum, annars vegar gerð N (normal) í ISO 1185 (áskilda tengið) og hins vegar gerð S (supplemental) í ISO 3731 sem er 7-póla viðbótartengi. Í viðbótartenginu bætast við tengingar sem ekki eru í hinu tenginu (t.d. stöðugur straumur til eftirvagns). Tengin eru svipuð útlits, en passa þó ekki saman, og er N tengið jafnan í svörtu húsi en S tengið í hvítu húsi.

    Svo er það 15-póla útfærslan samkvæmt ISO 12098 sem í eru allar nauðsynlegar tengingar.

    Myndir og tengingar 24V 7-póla og 15-póla tengja má sjá í töflu 2. Við skoðun er einungis prófuð virkni ljósapóla ljósaraftengjanna tveggja.

    k104

    Mynd 2a. Tengi 24V 7-póla: innstungan í bílnum, séð utanfrá

    ljosaraftengiiso1185b

    Mynd 2b. Tengi 24V 7-póla: innstungan í bílnum, bakhlið

    ljosaraftengiiso12098x

    Mynd 2c. Tengi 24V 15-póla: innstungan í bílnum, séð utan frá

    ljosaraftengiiso12098b (1)

    Mynd 2d. Tengi 24V 15-póla: innstungan í bílnum, bakhlið

    Tafla 2. Tengi 24V 7-póla ljósaraftengis samkvæmt ISO 1185 24 N (og ISO 3731 24 S viðbótartengis) og 15-póla ljósaraftengis samkvæmt ISO 12098.

    Tengipóll

    ISO 1185 24 N

    ISO 3731 24 S

    ISO 12098 (24V)

    1

    Jörð.

    Jörð.

    Vinstri: Stefnuljós.

    2

    Vinstri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.

    Óráðstafað.

    Hægri: Stefnuljós.

    3

    Vinstri: Stefnuljós.

    Bakkljós.

    Þokuafturljós.

    4

    Hemlaljós.

    24V stöðug frá rafkerfi bifreiðar.

    Jörð fyrir póla 1-13.

    5

    Hægri: Stefnuljós.

    Óráðstafað.

    Vinstri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.

    6

    Hægri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.

    24V frá straumlás bifreiðar.

    Hægri: Stöðuljós, hliðarljós, breiddarljós. Númersljós.

    7

    Þokuafturljós.

    Þokuafturljós.

    Hemlaljós.

    8

    ---

    Bakkljós.

    9

    ---

    ---

    24V stöðug frá rafkerfi bifreiðar.

    10

    ---

    ---

    Losun ýtihemla / Læsing stýrðs áss / Melding um hemlaslit.

    11

    ---

    ---

    Stýrikerfi spólvarnar / Bilun í stöðuhemli vagns.

    12

    ---

    ---

    Lyftiás.

    13

    ---

    ---

    Jörð fyrir póla 14-15.

    14

    ---

    ---

    Gagnalína CAN-High.

    15

    ---

    ---

    Gagnalína CAN-Low.


    Rafmagnsleiðslur

    Fara þarf með gát við könnun ástands og öryggis leiðslna og sérstaklega við skoðun háspennukerfis rafknúinna ökutækja og blendingsökutækja. Þessar háspennuleiðslur eru litakóðar í appelsínugulum lit.

    Fara þarf með sérstakri gát þegar rafknúin ökutæki og blendingsökutæki eru prófuð þar sem háspenna getur verið til staðar á nokkrum stöðum í kringum ökutæki þar með talið í geymsluþéttum og rafgeymum.

    Í blendingsökutækjum getur kviknað á vélinni án viðvörunar þegar kveikt er á rafbúnaði eða rafgeymaspenna minnkar.

    Að sjálfsögðu er ekki þörf á því að fjarlægja hlífðarplötur eða hluti innréttinga til að sjá rafmagnsleiðslur. Skoðun krefst þess að ástand, staða og öryggi allra sýnilegra leiðsla séu tekin til skoðunar. Skoðuni er almennt takmörkuð við þá hluta sem hægt er að sjá án þess að taka þá í sundur og byggist á hugmyndinni um að hlífðarplötur séu aðeins fjarlægðar þar sem ekki er mögulegt að skoða mikilvæg öryggisatriði. Vanalega á þetta ekki við um leiðslur sem eru á bak við hlífðarplötur nema það sé ástæða til þess að gruna að leiðslur séu mjög gallaðar/skemmdar.


    Rafgeymar

    Ef rafgeymir er aðeins festur með leiðslum (festing á plús og mínus pól) telst hann ekki vera öruggur. Rafgeymir skal vera tryggilega festur og byrgður eða honum þannig fyrir komið að ekki sé hætta á skammhlaupi geymisins við eðlilega notkun ökutækis.

    Ef það er ekki mögulegt athuga með ástand rafgeymis og leka úr honum á að reyna eftir fremsta megni að skoða staðinn þar sem rafgeymi er komið fyrir til að fá staðfestingu á því að leki sé ekki til staðar.

    Fara þarf með gát þegar skoða þarf ástand og öryggi rafleiðslna og háspennukerfi blendingsökutækja og rafknúinna ökutækja. Þessar háspennuleiðslur eru litakóðaðar með appelsínugulum lit.


    Kröfur til mælitækja

    Kröfum til allra skoðunartækja er lýst í skjali kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu, þar með talið mælitækja. Við skoðun þeirra atriða sem lýst er í þessu skjali eru eftirfarandi mælitæki notuð:

    • Handverkfæri: Ýmsar lengdarmælingar (málband, skífmál o.þ.h.).

    • Ljósaskoðunartæki: Fyrir bifreiðir, bifhjól og dráttarvélar.

    • Prófari fyrir raftengi: Fyrir ljósaraftengi.

    Lýsingar á mælingum í skjalinu eru almennar (ekki leiðbeiningar fyrir einstakar gerðir mælitækja) og gengið út frá því að skoðunarstofur útbúi eigin notkunarleiðbeiningar fyrir mælitækin sem þær nota.


    Lög og reglur

    Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Staðall ISO 1724 Ökutæki - Raftengi dráttartækis og eftirvagns - 7-pinna tengi gerð 12 N (normal) fyrir ökutæki á 12 V spennu.

    • Staðall ISO 11446 Ökutæki - Raftengi dráttartækis og eftirvagns - 13-pinna tengi fyrir ökutæki á 12 V spennu (staðall í tveimur hlutum).

    • Staðall ISO 1185 Ökutæki - Raftengi dráttartækis og eftirvagns - 7-pinna tengi gerð 24 N (normal) fyrir ökutæki á 24 V spennu.

    • Staðall ISO 12098 Ökutæki - Raftengi dráttartækis og eftirvagns - 15-pinna tengi fyrir ökutæki á 24 V spennu.