Skoðunarhandbók ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.
Samantektir og tilkynningar
Sérstakar tímabundnar tilkynningar, svokallaðar öryggistilkynningar, ætluðum skoðunarstofum um tímabundin öryggisvandamál í einstökum ökutækjum eða búnaði þeirra.
Reglur um skráningu og breytingu ökutækisflokka, notkunarflokka og veigamikilla breytinga á ökutækjum má sjá í skráningareglum ökutækja.
Tilvísanir til þeirra laga, reglugerða og reglna sem gilda um gerð og búnað ökutækja, skoðun, skráningu og annað er viðkemur skoðunarstarfsemi.
Leiðbeiningaskjöl og ítarefni fyrir reglubundnar skoðanir er að finna undir þeirri verklagbók.
Efni kaflans
16.02.2023 - Skoðun á eldsneytisþrýstigeymum fyrir metangas
Vegna sprengingar á metangeymi í bifreið þann 13. febrúar 2023 er áríðandi að herða eftirlit með geymum af þessu tagi.
Samkvæmt skoðunarhandbók hefur verið gerð krafa um að viðurkenningarmerkingar og gildistímamerkingar á þrýstigeymum af þessu tagi séu skoðaðar við skoðun. Upplýsingarnar eiga að koma fram á geymunum og skal þeim komið þannig fyrir að auðvelt sé fyrir eftirlitsaðila að sjá þær eftir ísetningu. Sérstaklega mikilvægt hefur verið að skoða gildistímamerkingar í öllum reglubundnum skoðunum en tiltekið að viðurkenningarmerkingar skuli skoðaðar við almennar skoðanir ef ástæða þykir til (s.s. vísbendingar um að skipt hafi verið um geymi). Ef þessar merkingar vantar skal dæma 2 á þau atriði.
Í nýrri skoðunarhandbók (sem kemur til framkvæmda 1. mars 2023) er í atriði 6.1.3 dæmt á allar gerðir eldsneytisgeyma og leiðslna. Ein dæming er í 1, þegar frágangur er ófullnægjandi og hætta er á skemmdum (en engar skemmdir orðið ennþá), en annars er dæmt í 2 á ýmis frávik en alvarlegustu frávikin eru nú dæmd í 3, þar á meðal ef styrkleikaskemmdir sjást á geymi, gildistími er útrunninn (eða upplýsingar vantar eða ófullnægjandi) eða viðurkenningarmerkingar vantar eða ófullnægjandi.
Á ökutækjaskrá eru nú tæplega 2.300* bifreiðir í umferð sem ganga fyrir metani að hluta eða í heild. Metanbreytingum hérlendis var að mestu hætt um miðjan síðasta áratug og var nokkur hundruð bílum breytt. Einhver sambærilegur fjöldi metanbíla hefur einnig verið fluttur inn, bæði hafa það verið bílar sem komu þannig frá framleiðanda (eða voru viðurkenndir af framleiðanda) og líka bílar sem breytt hafði verið erlendis. Þar sem gildistími þrýstigeyma er yfirleitt aldrei meiri en 15 ár er ljóst að komið er að endurnýjun margra þeirra (nær undantekningarlaust þarf að skipta um geymi, þeir hafa bara þennan líftíma).
Því er beint til skoðunarstofa að við reglubundna skoðun verði þrýstigeymar fyrir metan skoðaðir sérstaklega vel, m.a. að lesa upplýsingar um gildistíma og skoða vel hvort styrkleikamissi sé að finna í geymum (sérstaklega í kringum festingar eða á þeim svæðum sem liggja upp við aðra hluta ökutækisins). Einnig að kynna sér vel þær upplýsingar og kröfur sem tilteknar eru í skoðunaratriði 6.1.3 Eldsneytisgeymar og leiðslur.
*Í fyrstu útgáfu tilkynningarinnar var fjöldinn 600 en er í raun nær 2.300.
18.08.2022 - Mögulegur galli í dráttarstól vörubifreiða
Mögulegur galli í dráttarstólum vörubifreiða af gerðinni JOST JSK 40 sem er mjög algengur dráttarstóll. Hinn meinti galli varðar tvöfalda læsingu fyrir pinna festivagns í dráttarstólnum.Tvívegis og á sínum hvorum bílnum hefur vagn losnað aftur úr á ferð, og eiga ökutækin það sameiginlegt að vera Mercedes og með þessa gerð dráttarstóls. Ætla má að einhver bilun hafi orðið í læsingarbúnaði dráttarstólsins, sem veldur ofangreindu, frekar en að búnaðurinn sé gallaður eða uppfylli ekki kröfur.
Efni kaflans
Skoðun bifhjóla
Samantekt á kröfum sem gerðar eru til bifhjóla auk sérstakra áhersluatriða við skoðun. Sjá einnig yfirlit ökutækisflokka bifhjóla.
K0: Auðkenni
Skráningarmerki (Atriði 0.1)
Staðsetning skráningarmerkis skal vera aftan á ökutæki þannig að ytri brúnir skráningarmerkis fari ekki út fyrir breidd ökutækisins. Skráningarmerki skal vera hornrétt á lengdarása ökutækisins og má halla allt að 30° upp og allt að 5° niður þegar ökutækið er óhlaðið, sjá mynd K0.1.
Skortur hefur verið á dæmingum á þennan lið og beinir Samgöngustofa því til skoðunarstofa að skoða vel hvort átt hafi verið við skráningarmerki, það uppfylli skilyrði um sýnileika, o.s.frv.
Mynd K0.1. Lóðrétt staðsetning skráningarmerkis.
Skráningarmerki þarf að vera sýnilegt 30° til beggja hliða, sjá mynd K0-2.
Mynd K0.2. Láréttur sýnileiki skráningarmerkis.
K1: Hemlabúnaður
Þegar framkvæma á hemlapróf á bifhjóli þarf annað hvort að mæla hemlun í þar til gerðum bremsuprófara eða að mæla hemlun í akstri.
Mæling á hemlun í akstri (Atriði 1.2.2.3)
Ef mæla á hemlun í akstri er hemlaklukka notuð. Einnig er hægt að útbúa sérstakt mælisvæði þar sem vegalengd hraðaminnkunar frá tilteknum hraða niður í núll er mæld. Út frá vegalengd og upphafshraða er hemlunin reiknuð. Þetta er gert á eftirfarandi hátt:
Prófun skal fara fram á malbikuðu, steyptu eða hellulögðu opnu svæði þar sem hámarkshraði er a.m.k. 30 km/klst. Yfirborð skal vera þurrt.
Merkingar eru settar á götuna þar sem hemlun hefst (og þar þarf ökutækið að geta náð hraðanum 30 km/klst) ásamt viðeigandi merkingu þar sem bifhjólið á að vera stöðvað miðað við hvaða hemill hjólsins er notaður (sjá töflur K1.1 og K1.2).
Skoðunarmaður eða ökumaður bifhjólsins ekur hjólinu á 30 km/klst (8,33 m/s) skv. mæli bifhjólsins eða skv. staðsetningartæki (GPS) skoðunarstofu, og beitir hemlum frá því merki sem hemlun hefst.
Þegar bifhjól hefur stöðvast sést innan hvaða marka (merkinga) hemlunarvegalengd hjólsins er, sbr. töflur K1.1 og K1.2.
Hemlapróf er endurtekið fyrir aðra hemla bifhjólsins eftir því sem við á (framhemla eða afturhemla/samtengda hemla).
Hemlun viðkomandi hemla lesnir úr töflum K1.1 og K1.2 og dæmt eftir því sem við á.
Tafla K1.1. Jafngildi hemlunarvegalengda (d) og hemlunar (a) m.t.t. dæminga í skoðunarhandbók, útg 20 frá 2017.
Flokkar bifhjóla | Hemlunarvegalengd d (m) | Samsvarar hemlun a (m/s2) |
---|---|---|
Þungt bifhjól (D2) | 7,7 ± 0,32 | 5,0 ± 0,2 |
Þungt bifhjól (D3) | 12,9 ± 0,92 | 3,0 ± 0,2 |
Þungt bifhjól framan (D2) | 11,0 ± 0,67 | 3,5 ± 0,2 |
Þungt bifhjól aftan / samtengdir hemlar (D2) | 12,9 ± 0,92 | 3,0 ± 0,2 |
Létt bifhjól (D2) | 9,6 ± 0,51 | 4,0 ± 0,2 |
Létt bifhjól (D3) | 12,9 ± 0,92 | 3,0 ± 0,2 |
Létt bifhjól aftan / samtengdir hemlar (D2) | 19,3 ± 2,14 | 2,0 ± 0,2 |
Tafla K1.2. Jafngildi hemlunarvegalengda (d) og hemlunar (a) m.t.t. dæminga í verklagsbók reglubundinna skoðana (ný bók). Hemlun afturhemla einna og sér (eða samtengds hemlakerfis sem virkjað er með hemlafetli fyrir afturhemil) skal ná a.m.k. 25% hemlum m.v. heildarþyngd (verður að reikna sérstaklega eða lesa milli línanna).
Flokkur | D2 vegal (d) | D2 hemlun (a) | D3 vegal (d) | D3 hemlun (a) |
L1e | 9,2 m | 42% | 18,4 m | 21% |
L2e, L6e | 9,6 m | 40% | 19,3 m | 20% |
L3e | 7,7 m | 50% | 15,4 m | 25% |
L4e | 8,4 m | 46% | 16,8 m | 23% |
L5e, L7e | 8,8 m | 44% | 17,5 m | 22% |
Til útskýringa á samhengi hemlunarvegalengdar (d) og hemlunar (a), þá er eftirfarandi jafna notuð (reiknað er með að núningsstuðull (µ) milli yfirborðs og hjólbarða sé u.þ.b. 0,9 og upphafshraði (v) sé 8,33 m/s): d = v2 / (2 x µ x a)
K4: Ljósker, glitaugu og rafbúnaður
Mæling á stillingu aðalljósa (Atriði 4.1.1)
Skoðun með ljósaskoðunartækjum með ljós fyrir lágljós tendruð. Setið skal á bifhjólinu á meðan á mælingu á ljósastillingu fer fram.Mæling miðast við eftirfarandi efri og neðri mörk (en þó má nota stilligildi framleiðanda ef merkt á eða við ljósker):
Efri mörk: Ljósker skal ekki lýsa lengra en 80 m fram á akbrautina og ekki hafa minni niðurvísun en 1%. Viðmiðunarlína ljósaskoðunartækis er stillt miðað við það og má geislinn ekki lýsa ofan við hana. Ef hæð ljóskers er meiri en 80 cm verður niðurvísunin að vera meiri (80 m og 80 cm þýðir 80/80=1% niðurvísun, 80 m og 90 cm hæð þýðir 90/80=1,1% o.s.frv.).
Neðri mörk: Ljós skal lýsa að lágmarki 40 m fram á akbrautina. Viðmiðunarlína ljósaskoðunartækis er stillt miðað við það (hæð tækis í cm / 40 m = niðurvísun %) og þá má ljósgeislinn ekki lýsa fyrir neðan hana.
Mismunandi er eftir ljósaskoðunartækjum hvernig viðmiðunarlína er stillt.
Afturljós og tilfærsla þeirra
Í einhverjum tilvikum hefur skráningarmerki bifhjóla verið fært og komið fyrir við hlið afturhjóls (framar/innar á bifhjólinu í stað þess að vera aftast eða aftaná). Ljós aftan á bifhjólinu eru þá færð líka og komið fyrir á sama stað hjá skráningarmerkinu. Að öllum líkindum uppfylla hvorki ljóskerin eftir tilfærslu ekki lengur kröfur um sýnileika eða dreifingu, né skráningarmerkið kröfu um staðsetningu og læsileika.
Sé eitt afturvísandi stöðuljós (og hemlajós) skal það staðsett aftan á ökutæki og vera sýnilegt í 80° til beggja átta (lárétt) og 15° upp og niður (lóðrétt), sjá mynd 1 (2009/67/EC). Ef afturvísandi stöðuljós eru tvö, skal innvísandi sýnileiki vera a.m.k. 45°. Sjá mynd K4.1.
Mynd K4.1. Stöðu- og hemlaljós og sýnileiki þeirra.
Stefnuljósker (Atriði 4.4)
Einnig er algengt að sjá bifhjól með önnur stefnuljós en þau sem upprunalega komu með en þá skal athuga hvort fjarlægð ljóskera sé uppfyllt.
Létt bifhjól: Bil milli framvísandi stefnuljóskera skal vera a.m.k. 220 mm og bil milli afturvísandi stefnuljóskera skal vera a.m.k. 140 mm.
Þungt bifhjól: Bil milli framvísandi stefnuljóskera skal vera a.m.k. 300 mm og bil milli afturvísandi stefnuljóskera skal vera a.m.k. 240 mm. Ljós frá stefnuljóskeri skal vera sýnilegt a.m.k. 20° innan við ljóskerið.
Sýnileiki stefnuljósa á að vera eins og sýnt er á mynd K4.2.
Mynd K4.2. Stefnuljós og sýnileiki þeirra (2009/67/EC).
K5: Ásar, fjöðrun, felgur, hjólbarðar
Hjólbarðar (Atriði 5.2.3)
Áríðandi er að skoða hjólabarða vel með tilliti til misslits og skemmda. Krafa er um lágmarksmynstur 1,6 mm á aðalmynstri allan ársins hring (og má hvergi fara niður fyrir það).
K6: Undirvagn og viðfestur búnaður
Hjólhlífar (Atriði 6.2.10)
Hjól bifhjóls skulu vera búin hjólhlífum í flokki I samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Algengt er að sjá bifhjól þar sem skermuninni hefur verð breytt, ásamt því að staðsetning skráningarmerkis og ljóskera er önnur en upphaflega. Setið skal á bifhjóli þegar hjól- og aurhlífar eru mældar.
Um hjólhlíf í flokki I gildir (sjá mynd K6.1):
Hún skal ná yfir breidd sóla hjólbarðans 30° fram fyrir og 50° aftur fyrir lóðrétt þverplan gegnum hjólmiðjuna. Þó þarf hjólhlíf bifhjóls ekki að ná lengra fram en að lóðréttu þverplani gegnum hjólmiðju
Á bilinu frá 30° framan við að 50° aftan við lóðrétt þverplan gegnum hjólmiðju skulu brúnir hjólhlífar sveigjast inn á við að hjólmiðju. Brúnirnar skulu þannig gerðar að dýpt hjólhlífar verði a.m.k. 30 mm mælt upp á við í lóðréttu plani gegnum hjólmiðju. Sjá myndir hér að aftan. Dýpt þversniðsins má smáminnka þannig að 30° framan við og 50° aftan við lóðrétt þverplan sé dýptin orðin 0. Sjá mynd
Að aftanverðu skal hjólhlífin a.m.k. ná niður að láréttu plani 150 mm yfir hjólmiðju. Á þessu bili má hlífin mjókka, en skal a.m.k. ná yfir innri helming hjólbarðans 150 mm ofan við hjólmiðju.
Fjarlægð frá ytri brún hjólhlífar að hjólmiðju má ekki vera meiri en þvermál hjólbarða á bilinu frá 30° framan við og 50° aftan við lóðrétt þverplan gegnum hjólmiðju.
Mynd K6.1. Skermun hjólhlífa í flokki I.
Hættulegir útstæðir hlutir (Atriði 6.2.1)
Ökumenn bifhjóla eru margir hverjir að breyta hjólum sínum og bæta á allskyns aukahlutum. Dæma skal á hluti sem standa út frá yfirbyggingu og/eða hluti sem auka hættu á meiðslum, t.d. hlutir með hvössum brúnum, oddhvassir bifhjólastýrisendar og fóthvíluendar o.s.frv.
Drifskaft og hjöruliðir (Atriði 6.1.7)
Í nýrri skoðunarhandbók er þetta atriði notað til að dæma á slit eða los í drifskafti og hjöruliðum bifhjóla.
Drifbúnaður (t.d. reim- og tannhjóladrif) (Atriði 6.1.7)
Lítið hefur verið dæmt á keðjur, tannhjól, drifreimar og reimahjól á bifhjólum í gegnum tíðina vegna skorts á dæmingum. Í nýrri handbók er tekið á þessu í atriði 6.1.7 Gírbúnaður og aflrás út í hjól (gat áður helst fallið undir atriði 706 og 709). Í þessu atriði er líka dæmt á það þegar keðju- eða reimahlíf er laus, brotin, vantar eða skemmd með áhrifum á örugga notkun.
Á myndum K6.2-4 er gerð tilraun til að lýsa sliti og skemmdum í tannhjólum sem nota má til viðmiðunar við dæmingar.
Mynd K6.2. Slitin tannhjól
Mynd K6.3. Slitin og skemmd tannhjól.
Mynd K6.4. Slitin tannhjól og keðja. Svona hreyfing er merki um að tannhjól og keðja séu slitin.
Fríhlaup keðju skal mælt þegar að bifhjólið er á miðjustandi, þ.e. með afturhjólið hangandi. Togað skal í keðjuna í báðar áttir og mæla skal fríhlaupið (útslagið) á miðjum neðri hluta keðjunna. Þetta fríhlaup er yfirleitt á bilinu 20-35 mm (hjól með stutt fjöðrunarsvið eru með minna fríhlaup en hjól með mikið fjöðrunarsvið), sjá mynd K6.5.
Mynd K6.5. Fríhlaup keðju.
Þegar bifhjólið er lestað þannig að miðja fram og afturtannhjólsins séu í lóðréttri línu, skal fríhlaupið vera um 12 mm.Hvað varðar drifreimar og reimahjól sem eru slitin eða morkin, skal nota sambærilega aðferðir.
Standari, halli bifhjóls (Atriði 6.2.11)
Standari skal geta haldið bifhjóli stöðugu á hallandi yfirborði eins og lýst er á mynd K6.6 og í töflu K6.1. Af þeim má ráða að helst þarfa að hafa tvennt í huga til að meta þetta:
Að hjólið hallist hæfilega mikið á hliðarstandara, a.m.k. 2-3° meira en uppgefinn hliðarhalli samkvæmt töflunni (svo það geti staðið stöðugt þegar standarinn vísar upp í hallann).
Að hjólið renni ekki auðveldlega fram af miðjustandara á láréttum fleti (sem myndi þá þýða að það gæti ekki staðið stöðugt með framhalla niður).
Mynd K6.6. Krafa er um að bifhjól geti haldist stöðug þegar þeim er stillt upp á standaranum á hallandi yfirborði (sjá töflu K6.1 um gráðuhalla yfirborðanna). Á myndunum lengst til vinstri og í miðju er sýndur hliðarhalli og á myndunum lengst til hægri er sýndur framhalli (upp á efri mynd og niður á neðri mynd).
Tafla K6.1. Gráðuhalli yfirborðanna, sbr. mynd K6.6.
Halli | Hliðarstandari | Hliðarstandari | Miðjustandari | Miðjustandari |
---|---|---|---|---|
Létt bifhjól | Bifhjól | Létt bifhjól | Bifhjól | |
Hliðarhalli | 5% | 6% | 6% | 8% |
Framhalli upp | 5% | 6% | 6% | 8% |
Framhalli niður | 6% | 8% | 12% | 14% |
K7: Hraðatakmörkun léttra bifhjóla
Hraðatakmörkun (Atriði 7.10)
Framkvæmd skoðunar á hvort hraðatakmörkun léttra bifhjóla sé virk er gerð samkvæmt lýsingu í leiðbeiningaskjali um hraðamæli.
K8: Umhverfis- og mengunarmál
Hljóðstyrkur (hávaðamengun) (Atriði 8.1.1)
Hávaðamengun er mæld ef ástæða þykir til, sjá leiðbeiningaskjal um framkvæmd mælingar á hávaðamengun. Gott er að nýta tækifærið til mælinga sem oftast, bæði til að skoðunarmenn geti betur gert sér grein fyrir því hvenær ástæða gæti verið til dæmingar og til að viðhalda góðri þjálfun í mælingum á hávaða. Hljóðmengun má ekki fara yfir eftirfarandi mörk:
Létt bifhjól (L1e, L2e), dæmt ef:
Hljóðstyrkur >73 dB (eftir 01.07.1990).
Bifhjól (L3e-L7e), dæmt ef:
Hljóðstyrkur >100 dB (eftir 01.07.1990)
Hljóðstyrkur >105 dB (fyrir 30.06.1990)
Lög og reglur
Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð ESB um gerð og búnað bifhjóla nr. 168/2013/ESB.
Efni kaflans
Skoðun dráttarvéla og eftirvagna þeirra
Samantekt á kröfum um dráttarvélar og eftirvagna þeirra, auk sérstakra áhersluatriða við skoðun. Sjá einnig yfirlit ökutækisflokka dráttarvéla og eftirvagna þeirra.
Dráttarvélar og eftirvagnar þeirra sem skráðar eru í umferð (í notkunarflokk 180) ber að skoða reglubundinni skoðun frá 01.01.2022.
K1: Hemlabúnaður
Krafa um hemla í dráttarvélum og eftirvögnum þeirra
Dráttarvél skal búin aksturshemli og stöðuhemli. Ökumaður skal geta beitt bæði aksturs- og stöðuhemli úr sæti sínu. Einnig gildir:
Um aksturshemil: Ökumaður skal geta beitt aksturshemli án þess að taka hendur af stýri. Aksturshemill skal virka á bæði hjól á a.m.k. einum ási. Ef dráttarvél er búin aðskildum hemlafetlum fyrir hvort hjól á sama ási, og ekki er sérstakur fetill fyrir hemla beggja hjóla, skal vera hægt að tengja fetlana saman.
Um stöðuhemil: Stöðuhemill má vera læsibúnaður í aflrás sem festir drifhjól dráttarvélarinnar.
Eftirvagn dráttarvélar skal búinn aksturshemli og stöðuhemili. Einnig gildir:
Við rof á tengibúnaði (loft eða vökvaflæði stöðvast) þá á sjálfvirk hemlun að eiga sér stað. Á öllum vögnum með vökvahemlum á stöðuhemill að fara sjálfvirkt á þegar vökvaslanga er ekki tengd.
Stjórnbúnaður fyrir stöðuhemil þarf einnig að vera á vagninum.
Eftirvagnar dráttarvéla skulu búnir hemlum eins og lýst er í töflu 3.
Tafla 3. Kröfur til hemla eftirvagna dráttarvéla miðað við ökutækjaflokk.
Ökutækjaflokkur | Nánari flokkun | Búnaður | Kröfur |
---|---|---|---|
R1 | Enginn stakur ás með burðargetu >750 kg. | Án hemla | Ef hemlar eru til staðar þá eru kröfur samkvæmt R2. |
"" | Ás/ásar með burðargetu >750 kg. | Með hemlum | Ýtihemlar eða hemlar samkvæmt R2. |
R2 | --- | Með hemlum | Ýtihemlar eða hemlar samkvæmt R3. |
R3 | --- | Með hemlum | Samtengdir, hálf-samtengdir eða ýtihemlar. |
R4 | --- | Með hemlum | Samtengdir, hálf-samtengdir eða ýtihemlar. |
S1 | Enginn stakur ás með burðargetu >750 kg. | Án hemla | Ef hemlar eru til staðar þá eru kröfur samkvæmt S2. |
"" | Ás/ásar með burðargetu >750 kg. | Með hemlum | Hemlabúnaður samkvæmt S2. |
S2 | --- | Með hemlum | Samtengdir, hálf-samtengdir eða ýtihemlar. |
Öðrum kröfum til hemla dráttarvéla og eftirvagna þeirra er lýst í töflu 4. Þessar upplýsingar nýtast þegar hemlaprófun dráttarvéla er möguleg (sjá hemlaprófun neðar) og við hemlaprófun eftirvagna.
Tafla 4. Kröfur til hemla og hemlunar dráttarvéla og eftirvagna þeirra miðað við undirflokka (sbr. tilskipun ESB um kröfur til hemla dráttarvéla).
Ökutækjaflokkur | Tæknilegur hámarks hönn.hraði | Kröfur |
---|---|---|
Dráttarvél í hraðaflokki b | >40 km/klst | ABS (tekur gildi 01.01.2021) |
Dráttarvél í hraðaflokki b | >60 km/klst | ABS (frá 2018) |
Dráttarvél í hraðaflokki b | >40 km/klst | Hemlun >50% eða meira |
Dráttarvél í hraðaflokki b | >60 km/klst | Hemlun >50% eða meira |
Dráttarvél í hraðaflokki a/b | >30 km/klst | Hemlun >30% eða meira (ef dráttarvél er undir 1.500 kg í heildarþyngd) annars 50% |
Dráttarvél í hraðaflokki b | >40 km/klst | Öryggishemill (e. secondary braking system) á að virkja hemlunarkerfi eftirvagns, virknin á að stigmagnast |
Dráttarvél í hraðaflokki b | >40 km/klst | Sjálfvirk samtenging á hemlafetlum |
Eftirvagn dráttarvélar | Allir | Sjálfvirk tenging á vagnbremsum >12km/klst |
Dráttarvél og eftirvagn dráttarvélar í hraðaflokki b | >40 km/klst | Sjálfvirkar útíherslur (handvirkar fyrir alla aðra eftirvagna) |
Dráttarvél í hraðaflokki b | >30 km/klst | Öll hjól eiga að hemla, langlæsing millikassa heimil |
Dráttarvélar og eftirvagnar þeirra | Allir | Stöðuhemilskerfi >18%, tvöfalt hemlakerfi (e. two line) með sjálfvirkri hemlun við rof á leiðslu |
Eftirvagnar með samanlagða burðargetu ása frá 750 kg til 3500 kg | >40 km/klst | Lágmarkskröfur: ýtihemill |
Eftirvagn dráttarvélar | >40 km/klst | Hemlar eiga að virka á öll hjól, Kröfur um ALB ventil (hleðslustýrður hemlaloki) |
Eftirvagn dráttarvélar með samanlagða burðargetu ása >3.500 kg | >60 km/klst | ABS |
Eftirvagn dráttavélar með hemla | Allir | Stöðuhemill sem þarf að halda ökutæki í >18% halla (rg. 822/2004) |
Eftirvagn með samanlagða burðargetu ása >3.500 kg með samtengdum eða að hluta til samtengdum hemlum | Allir | Tvöfalt hemlakerfi (e. two line) með sjálfvirkri hemlun (>13,5%) við leiðslurof |
Hemlaprófun dráttarvéla
Dráttarvél með fjórhjóladrifi er almennt ekki hægt að prófa í hemlaprófa. Ástæðan er sú að drifbúnaður hennar er alla jafna samtengdur öllum hjólum og leyfir hann ekki mismunandi snúning einstakra ása eða hjóla nema að mjög litlu leyti (líka þótt dráttarvélin sé ekki í gangi). Í staðinn verður að leggja áherslu á skoðun hemlahluta eins og hægt er.
Dráttarvélar með eingöngu drifi að aftan er alla jafna hægt að hemlaprófa og er framkvæmdin eins og um bifreiða með vökvahemla væri að ræða.
Hemlaprófun eftirvagna dráttarvéla
Eftirvagn dráttarvélar er hemlaprófaður með sama hætti eins og um hefðbundinn eftirvagn bifreiðar væri að ræða. Þar sem vagnarnir eru almennt með vökvahemlakerfi er ekki möguleiki á að framreikna hemlun til að meta hemlunargetu og því er annað hvort mælt með því að slíkir eftirvagnar komi hlaðnir í skoðun eða álag sé hermt í hemlaprófara.
K2: Stýrisbúnaður
Dráttarvél getur verið búin stjórnbúnaði sem virkar einungis á framhjól, einungis á afturhjól eða samtímis á fram- og afturhjól. Dráttarvélar geta verið búnar vökvastýrðum stýrisbúnaði milli stjórnbúnaðar og stýris. Einnig geta dráttarvélar verið búnar stýrisbúnaði með rafdrifnum stýrisbúnaði milli stjórnbúnaðar og stýris, en einungis ef kerfið er tvírása kerfi. Þó þarf að vera hægt að stýra dráttarvélinni þrátt fyrir að einhver hluti í rafmagnsstýringunni bili. Jafnframt er rétt að nefna, til fróðleiks, að sérstakar kröfur eru gerðar til stýribúnaðar á hraðskreiðum dráttarvélum (e. fast tractors) (sbr. tilskipun ESB um öryggisbúnað dráttarvéla).
Við skoðun á stýrisliðum skal horft til þessara útfærslna og stýrisliðir allra stýrðra hjóla skoðaðir.
K3: Útsýn, rúður, þurrkur, speglar
Viðmiðunarpunktur vegna mælinga á sjónsviði
Í textanum hér á eftir getur þurft að meta sjónsvið út úr dráttarvél ef ástæða þykir til. Í því sambandi er notast við viðmiðunarpunkt "V" sem grundvöll ákvörðunar á útsýni og þurrkfleti, sjá mynd 1.
Mynd 1. "V" er viðmiðunarpunktur (e. reference point) sem notast við ákvörðun á útsýn og þurrkfleti. Viðmiðunarpunkturinn er 270 mm aftan við miðja frambrún ökumannssætis og 700 mm ofan við álagslausa setu sætis í miðstillingu.
Sjónsvið ökumanns
Aðeins mega vera 2 stólpar í sjónvinkli ökumanns fram á við, mest 700 mm breiðir. Einn stólpi má vera 1.500 mm breiður sitt hvoru megin við sjónvinkil en þá má aðeins vera einn 700 mm breiður stólpi til viðbótar (á sjónsvæði B) eða hámark 2 stólpar 1.200 mm breiðir (á sjónsvæði A), sbr. mynd 2.
Notuð er formúlan b ≤ a/10+65 til að reikna hámarksbreidd stólpa ("b") miðað við lárétta fjarlægð að honum ("a"). Til breiddarinnar teljast gluggalistar, dyrakarmur og annað ógegnsætt efni.
Mynd 2. Í sjónsviði dráttarvélar mega ekki vera fleiri en 6 stólpar í sjónsviði ökumanns. Sjónarhorn á að vera 44° (sem er 9,5 m breitt í fjarlægð R=12 m).
Ökumaður þarf að geta séð í hluta beggja framhjóla.
Ekki mega vera aðskotahlutir í sjónsviði ökumanns. Baksýnisspeglar teljast ekki vera hindrun á útsýni ef ekki er hægt að koma þeim fyrir á betri máta. Aukaspeglar (ekki áskildir) mega teljast til aðskotahluta í sjónsviði ökumanns.
Rúðuþurrkur og þurrkflötur
Dráttarvél sem búin er yfirbyggingu (húsi) með framrúðu skal vera búin vélknúnum þurrkum sem hreinsa flöt á framrúðu (sbr. tilskipun ESB um viðurkenningu dráttarvéla).
Lágmarks ganghraði á rúðuþurrkum er 20 slög/mín.
Breidd sjónvinkils fyrir þurrkur er 8 m í fjarlægð R=12, sbr. mynd 2. Dæmi um stærð flatarins miðað við mismunandi fjarlægð framrúðu frá viðmiðunarpunkti eru sýnt í töflu 5.
Tafla 5. Dæmi um lágmarksbreidd og lágmarkshæð þurrkflatar á framrúðu miðað við fjarlægð framrúðu frá viðmiðunarpunkti (V).
Fjarlægð framrúðu frá viðmiðunarpunkti (V) | Lágmarksbreidd þurrkflatar | Lágmarkshæð þurrkflatar |
---|---|---|
50 cm | 33 cm | 14 cm |
60 cm | 41 cm | 17 cm |
70 cm | 48 cm | 19 cm |
80 cm | 54 cm | 23 cm |
90 cm | 61 cm | 25 cm |
100 cm | 68 cm | 29 cm |
110 cm | 75 cm | 30 cm |
120 cm | 82 cm | 35 cm |
150 cm | 102 cm | 43 cm |
Speglar í dráttarvél til aksturs á opinberum vegum
Dráttarvél skal búin a.m.k. einum spegli í flokki I. Ef dráttarvélin dregur eftirvagn sem hindrar baksýn skal hún búin viðbótar baksýnisspeglum á báðum hliðum. Speglarnir skulu gera ökumanni kleift að sjá beggja vegna aftur með ækinu og sýna nægjanlega stórt svæði til þess að veita ökumanni fullnægjandi útsýn.
K4: Ljós, glit og rafbúnaður
Dráttarvél - áskilin ljósker og glitaugu
Aðalljósker: Tvö lágljósker sem mega vera í allt að 1500 mm hæð yfir akbraut og eru óbundin af lágmarksbili milli þeirra.
Stefnuljósker (og hættuljósker): Tvö framvísandi og tvö afturvísandi sem mega vera sambyggð í einu ljóskeri á hvorri hlið. Hliðarstefnuljósker eru einnig heimil.
Stöðuljósker: Tvö framvísandi og tvö afturvísandi.
Númersljósker: Eitt eða fleiri.
Afturvísandi glitaugu sem mega vera í allt að 1500 mm hæð yfir akbraut ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækisins.
Dráttarvél - leyfð ljósker og glitaugu
Aðalljósker: Tvö eða fjögur ljósker fyrir háljós. Tveimur viðbótarljóskerum fyrir lágljós sem mega vera í allt að 2,8 m hæð yfir akbraut (stilla mest 30 m framan við), samtengd afturvísandi stöðuljóskerum en mega ekki vera samtengd áskildum ljóskerum fyrir lágljós.
Bakkljósker: Eitt eða tvö.
Breiddarljósker: Tvö framvísandi og tvö afturvísandi ef breidd dráttarvélar er meiri en 2,1 m.
Hemlaljósker: Tvö og eitt fyrri miðju.
Hliðarljósker
Leitarljósker: Eitt sem ekki þarf að vera tengt stöðuljóskerum.
Stefnuljósker: Tvö framvísandi og/eða tvö afturvísandi til viðbótar áskildum stefnuljóskerum.
Stöðuljósker: Tvö afturvísandi til viðbótar áskildum stöðuljóskerum.
Varúðarljósker: Eitt eða fleiri.
Vinnuljósker: Eitt eða fleiri sem ekki þurfa að vera tengd stöðuljóskerum.
Þokuafturljósker: Eitt eða tvö.
Þokuljósker: Tvö.
Afturvísandi glitaugu til viðbótar áskildum glitaugum, hliðar- og framvísandi glitaugu
Eftirvagn dráttarvélar - áskilin og leyfð ljósker og glitaugu
Sömu ákvæði gilda um eftirvagna dráttarvélar og um eftirvagna bifreiðar af sömu leyfðu heildarþyngd og stærð.
K5: Ásar, fjöðrun, felgur, hjólbarðar
Leyfileg burðargeta ása dráttarvéla og eftirvagna þeirra
Til fróðleiks má sjá í töflu 6 upplýsingar um leyfða ásþyngd dráttarvéla og eftirvagna þeirra miðað fjölda ása og hvort þeir eru drifásar eða driflausir.
Tafla 6. Leyfð ásþyngd dráttarvéla og eftirvagna þeirra (sjá skýringar á bókstöfum fyrir neðan töfluna).
Ökutækjaflokkur | Fjöldi ása | Heildarþyngd (tonn) | Heildarþyngd á drifása (tonn) | Heildarþyngd á driflausa ása (tonn) |
---|---|---|---|---|
T1, T2, T4.1, T4.2 | 2 | 18 (hlaðin) | 11,5 | 10 |
T1, T2, T4.1, T4.2 | 3 | 24 (hlaðin) | 11,5 (d) | 10 |
T1 | 4 eða fleiri | 32 (hlaðin) (c) | 11,5 (d) | 10 |
T3 | 2 eða 3 | 0,6 (óhlaðin) | (a) | (a) |
T4.3 | 2, 3 eða 4 | 10 (hlaðin) | (a) | (a) |
C | (á ekki við) | 32 | (á ekki við) | (á ekki við) |
R | 1 | (á ekki við) | 11,5 | 01 |
R | 2 | 18 (hlaðinn) | 11,5 | (b) |
R | 3 | 24 (hlaðinn) | 11,5 | (b) |
R | 4 eða fleiri | 32 (hlaðinn) | 11,5 | (b) |
S | 1 | (á ekki við) | 11,5 | 10 |
S | 2 | 18 (hlaðinn) | 11,5 | (b) |
S | 3 | 24 (hlaðinn) | 11,5 | (b) |
S | 4 eða fleiri | 32 (hlaðinn) | 11,5 | (b) |
(a) Ekki þarf að setja þyngdartakmarkanir á á öxla fyrir ökutækjaflokkana T3 og T4.3 þar sem þeir hafa skilgreindar þyngdartakmamarkanir á bæði hlöðnu og óhlöðnu ökutæki, t.d. heildarþyngd fer ekki yfir öxulþyngd.
(b) Öxulþyngdir í samræmi við tilskipun ESB um stærð og þyngd, viðauka I punktum 3.1 til 3.3.
(c) Þar sem driföxull er með tvöföldum hjólum og loftfjöðrun eða fjöðrun sem telst sambærileg samkvæmt skilgreiningu í viðauka II í tilskipun ESB um stærð og þyngd ökutækja, eða þar sem hver driföxull er með tvöföldum hjólum og heildarþungi hvers öxuls er ekki yfir 9,5 tonn.
(d) Öxulþyngdir í samræmi við tilskipun ESB um stærð og þyngd, viðauka I punkti 3.5.
Kröfur til hjólbarða dráttarvéla og eftirvagna þeirra
Hjólbarðar dráttarvéla og eftirvagna þeirra skulu vera gerð til notkunar í almennri umferð og mega ekki vera merkt „Sekunda“, „For Farm Use Only“, „TA“ (Traction Animal), „Bis 30“ (hraði upp að 30 km/klst) eða „Caravan“ (stöðuhýsi eða sambærilegt).
Hjólbarðar fyrir hægfara ökutæki geta verið merkt „Landbrugsdæk“, „Implementdæk“, „Reifen für Landwirtschaft“ eða sambærilegt og eru þeir ekki samþykktir á ökutækjum sem nota á í almennri umferð.
Mynstursdýpt hjólbarða á ökutækjum með hámarkshönnunarhraða yfir 40 km/klst skal vera að lágmarki 1,6 mm.
Hjólbarðar dráttarvéla og eftirvagna þeirra skulu bera nafn framleiðanda ásamt upplýsingum um stærð, burðargetuflokk og hraðamerkingu (sjá töflu 7).
Tafla 7. Hraðamerkingar á hjólbörðum dráttarvéla og eftirvagna þeirra tákna hámarkshraða við mestu hleðslu.
Hraðamerking | Hámarkshraði |
A2 | 10 km/klst |
A4 | 20 km/klst |
A6 | 30 km/klst |
A8 | 40 km/klst |
B | 50 km/klst |
D | 65 km/klst |
Einnig er að finna á hjólbarðanum upplýsingar um það hvort hjólbarðarnir henti á drifása eða ekki, sjá mynd 3.
Mynd 3. Burðargetumerking og hraðamerking ásamt upplýsingum um hvort hjólbarðinn sé hannaður fyrir drifás (efra merkið) eða ódriftengdan ás (neðra merkið). Hjólbarði getur verið hannaður fyrir hvoru tveggja og ber þá bæði merkin.
K6: Undirvagn, grind, yfirbygging, innrými, áfestur búnaður
Tengibúnaður dráttarvéla
Það gilda kröfur um D- og S-gildi á tengibúnaði dráttarvéla (sbr. tilskipun ESB um öryggisbúnað dráttarvéla, viðauka XXXIV), ásamt því að ákveðin hæð þarf að vera á tengibúnaði frá jörðu.
Beisli tengivagns þarf að geta sveigt út í 60° til hvorrar handar, sveigt 20° upp og niður og á tengivagni þarf að vera 90° snúningsveifla og 20° snúningsveifla á hengivagni.
S-gildið er ákveðið af framleiðanda og má að hámarki vera 3.000 kg, þó getur það verið allt að 4000 kg ef um kúlutengi dráttarvélar er að ræða.
Einnig gildir að 20% heildarþyngdar ökutækisins að lágmarki þarf að hvíla á framhjólum.
Tengibúnaður skal vera að framan á dráttarvél fyrir stöng eða reipi.
Útfærsla á tengibúnaði dráttarvéla
Á myndum 5-7 má sjá nokkrar gerðir tengibúnaðar á dráttarvélum til fróðleiks.
Mynd 4. Dráttartengi og þrítengi. (1) Efsti hlekkur. (2) Lyftuhlekkur. (3). Vökvahlekkur með hæðarstillingu. (4) Hæðarstillingarbolti. (5 og 6) Hliðartakmarkari. (7) Lyftiarmar.
Mynd 5. Lyftiarmahlekkur. Virkni lyftiarmabúnaðar er mismunandi eftir framleiðendum, á myndinni vinstra megin er handfang og klemma en hægra megin bara handfang.
Mynd 6. Evróputengi, láspinnabúnaður. (1) Láspinni. (2) Lásskinna.
Mynd 7. Tegundir tengja. (1) Inntakstengi. (2) Krókur. (3) 80 mm kúlutengi. (4) Lyftiarmar.
Mat á sliti í tengibúnaði
Ekki eru til mikið af leiðbeiningum um mat á sliti tengibúnaðarhluta á dráttarvélum. Þó er hægt að leggja mat á slit í þeim útfærslum sem eiga lokast við tengingu, svo sem króks, sjá mynd 8.
Mynd 8. Mat á sliti í tengibúnaði. Á myndinni er sýndur krókur og hvernig hann lokast. Bilið "X" ætti ekki að vera meira en 15 mm (eða meira en viðmið framleiðanda ef þau eru fyrir hendi).
Skermun hjólhlífa á dráttarvélum
Fram- og afturhjól dráttarvélar skulu búin hjólhlífum. Dráttarvél í flokki Tb verður að hafa aurhlífar sem getur verið hluti af yfirbyggingu, aurhlífar o.s.frv.
Hjólhlíf afturhjóls skal vera innan við hjólið og ná a.m.k. út yfir hluta hjólbarðans. Bil milli hjóls og hjólhlífar skal gefa nægjanlegt rúm fyrir keðjur eða spyrnur. Auhlífarnar þurfa að hylja að minnsta kosti 2/3 af breidd hjólbarðans. Aurhlífin á að hylja að minnsta kosti 90° af ummáli hjólbarðans, sjá mynd 9.
Hjólhlíf við afturhjól skal ná nógu langt fram til að ekki sé hætta á að fætur ökumanns snerti hjólin í akstri.
Hjólhlíf framhjóls skal þekja alla breidd hjólbarðans. Hún skal ná a.m.k. frá lóðréttu þverplani gegnum hjólmiðju aftur að láréttu þverplani gegnum hjólmiðju.
Mynd 9. Skermun hjóla á dráttarvél í flokki Tb.
Skermun hjólhlífa á eftirvögnum dráttarvéla
Eftirfarandi kröfur gilda, sjá líka mynd 10:
Eftirvagn R1 b: Sömu ákvæði gilda og um fólksbifreið.
Eftirvagn R2 b: Sömu ákvæði gilda og um eftirvagn I.
Eftirvagn R3 b: Sömu ákvæði gilda og um hópbifreið II.
Eftirvagn R4 b: Sömu ákvæði gilda og um eftirvagn III.
Mynd 10. Skermun hjóla á eftirvögnum dráttarvéla í flokki Rb.
K7: Annar búnaður (öryggis, takmörkun, mælar o.fl.)
Bakkhljóðmerkisbúnaður
Sömu ákvæði gilda til að nota bakkhljóðmerkisbúnað í dráttarvélum og um sendi- og vörubifreiðir í sama þyngdarflokki (ökutækja í flokki N).
Þjófavörn
Dráttarvélar með útskiptanlegan dráttarbúnað sem eru með þyngdarhlutfallið jafnt eða meira en 3 (heildarþyngd / eigin þyngd) þurfa að hafa búnað sem kemur í veg fyrir stuld (sbr. tilskipun ESB um öryggisbúnað dráttarvéla, viðauka XVIII).
Fyrir dráttarvélar í flokkum T og C þarf að vera hægt að læsa ökumannsrými ásamt því að ekki á að vera hægt að gangsetja ökutækið nema með lykli.
Fyrir eftirvagna í flokkum S og R þarf að vera læst hús yfir tengibúnað, hægt að læsa hjólum með klemmu og hægt að læsa stöðuhemli með lás.
Lög og reglur
Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007.
Reglugerð ESB um viðurkenningu dráttarvéla nr. 167/2013/ESB.
Reglugerð ESB um kröfur til hemla dráttarvéla nr. 2015/68/ESB.
Reglugerð ESB um öryggisbúnað dráttarvéla nr. 2015/208/ESB.
Tilskipun ESB um stærð og þyngd ökutækja nr. 1996/53/ESB.
Efni kaflans
Gildistaka
Verklagið var birt hér 1. júní 2024. Um er að ræða aukinn og endurbættan texta frá því sem finnst í verklagsbók reglubundinna skoðana (undir kafla 0 um almenn atriði). Unnið skal eftir verklaginu sem hér er lýst frá og með 1. janúar 2025 (frestað frá 1. nóvember 2024) og verður þá elda verklag fjarlægt.
Ástæða og áhrif tæringar
Ryð og tæring
Ryð er heiti yfir efnasamsetningu járns (Fe) og súrefnis (O) og verður til þegar jónir þessara efna tengjast saman. Ryð er stökkt efni sem molnar við hnjask. Það getur verið gult, rauðleitt, brúnleitt eða dökkt á lit. Í umfjöllun hér á eftir er orðið tæring notað jöfnum höndum yfir sama fyrirbæri.
Hlutir úr járni eyðast smám saman vegna ryðs og eru því oft ryðvarðir eða húðaðir með einhverjum efnum til að hindra að súrefni komist að málminum. Ryðmyndun verður þegar óvarið járn kemst í snertingu við súrefni því þá streyma rafeindir frá járninu þannig að járnfrumeindirnar verða plúshlaðnar (Fe 2+ eða Fe 3+) en frumeindir súrefnisins (O2-) verða mínushlaðnar.
Áhrif tæringar
Þegar málmur hefur orðið fyrir tæringu þá missir hann styrk sinn og er þá talað um styrkleikamissi. Áhrif tæringar á öryggi ökutækisins fer eftir umfangi hennar og staðsetningum. Lítið ryð á mikilvægum hluta burðarvirkis ökutækis getur gert ökutækið óöruggt þar sem það hefur áhrif á samfellu burðarvirkisins, þ.e. styrkleiki þess sem heildar skerðist. Á hinn bóginn getur mikið ryð á óverulegum hlutum ekki haft nein eða óveruleg áhrif á öryggi ökutækisins.
Tæring verður að annmarka
Tæring flokkast sem annmarki ef umfang hennar eða staðsetning gerir það að verkum að:
ökutækið getur ekki staðist það álag sem það verður fyrir við hefðbundna notkun og lestun þess,
styrkur ökutækisins hefur minnkað þannig að það veitir ekki tilætlaða vernd við árekstur, og/eða
ökutækið er hættulegt fyrir bílstjóra, farþega eða aðra vegfarendur.
Meta skal tæringu á svæði, ásamt viðgerð, með tilliti til staðsetningar og hlutverks svæðisins/hlutarins í tengslum öryggi ökutækisins. Ef ryð eða tæring hefur einungis áhrif á útlit ökutækisins, telst það ekki sem annmarki hvað varðar styrk (en hafa verður í huga að myndi það t.d. skarpar brúnir gæti það flokkast sem hættulegur útstæður hlutur). Þessu er lýst nánar í næstu köflum.
Aðferðir við skoðun og dæmingar
Sjá neðar nánari útskýringar á því hvernig tæring stigmagnast, hvernig álagsberandi íhlutir ökutækis og festingar eru skilgreind og hvað eru þekjandi hlutir.
Verkfæri og efni
Verkfæri og efni sem nota ætti við skoðanir á ryði og styrkleikamissi og skemmdum:
Ryðhamar: Er almennt með tveimur hausum, öðrum kúptum og hinum oddmjóum.
Skafa: Flöt málningarskafa til að hreinsa ryðvörn og þessháttar.
Vírbursti: Hentugur til að skafa burt óhreinindi og viðlíka.
Málband: Til að meta stærð ryðflata o.fl.
Ryðvarnarefni: Í sprautubrúsa til að ryðverja að nýju svæði sem skoðuð hafa verið.
Aðferðir við skoðun
Aðferðum og verkfærum er beitt á þennan hátt:
Hvenær á að skoða: Um leið og grunur vaknar. Þetta þýðir að séu einhverjar vísbendingar um ryð eða styrkleikamissi þá er farið skima eftir því. Það þarf því ekki að vera komið gat á viðkomandi hlut, vísbendingar gætu verið ryð annars staðar, t.d. í yfirbyggingu eða hurðum, aldur ökutækisins gæti gefið vísbendingu, óhófleg (nýleg) ryðvörn, og fleira.
Staða ökutækisins við skoðun: Á gólfi og lyftu í miðstöðu. Styrkleikamissir að innanverðu (fólksrými, farmrými, vélarhús) eru skoðuð á gólfi, en að utanverðu (hjólskálar, sílsar, grind og undirvagn) á lyftu í miðstöðu (ef til staðar) annars á gólfi og úr gryfju.
Sjónskoðun: Þar sem mikil tæring er vel sýnileg er sjónræn skoðun venjulega fullnægjandi, sést í göt.
Skoðun með átaki: Á undirvagnssvæðum sem eru viðkvæm fyrir tæringu, svo sem festingarpunktum stýris og fjöðrunar og helstu burðarhlutum (s.s. grindarbitum, berandi hlutum sjálfberandi yfirbygginga) er hægt að athuga hvort tæring sé til staðar með því að þrýsta þumli á svæðið (eða með því að banka með ryðhamri eða öðrum viðeigandi verkfærum). Þrýst er á berandi hluta með fingri og athugað hvort hann lætur undan þrýstingi eða jafnvel molnar og gat myndast.
Skoðun með ryðhamri: Með því að banka með ryðhamri. Tveir endar eru á hamrinum, kúptur og oddmjór. Sá kúpti er fyrir efnisþynnri málmfleti þar sem dæma má eftir hljóðinu (heill málmur gefur frá sér óm sem er svipaður allsstaðar á fletinum en skemmdir hlutir gefa frá sér dempað hljóð eða holhljóð). Sá oddmjói er fyrir efnisþykkari hluti og á staði sem erfitt er að komast að (athugað er hvort hægt sé að banka í gegnum hlutinn eða vart verði alvarlegra misfellna). Banka má harðar í efnismeiri málmhluta en þá sem eru efnisminni og forðast þarf að beita óþarfa krafti sem gætu valdið skemmdum. Þegar þessi aðferð er notuð skal gæta þess að forðast skemmdir á hlífum, ryðvörn eða málningarvinnu.
Skoðun með ryðbursta: Beita má vírbursta eða sköfu til að fjarlægja ryðflögur, óhreinindi og viðlíka. Eðlilegt telst að ryðverja á ný þau svæði sem svona hafa verið hreinsuð ef þau eru vanalega ryðvarin (með ryðvarnarefni úr sprautubrúsa).
Skoðun með sköfu: Heimilt er að skafa ryðvarnarhúð og lyfta gólfmottum sé það gerlegt og nauðsynlegt. Sköfu ber að nota með varúð og að lokinni skoðun er æskilegt að ryðvarnarhúð sé endurnýjuð (með sprautubrúsa).
Mikil sýnileg pyttatæring: Þá ætti að huga sérstaklega að saumsuðu og punktsuðu. Hún ryðgar oft innan frá og getur leitt til þess að samsetningar losna að lokum í sundur. Þegar í ljós kemur að slíkar samsetningar eru orðnar óöruggar vegna tæringar verður að gera við þær.
Styrkleikamissir finnst
Þegar eftirfarandi styrkleikamissir (skemmd) sést eða finnst er mögulega tilefni til dæmingar, það fer eftir umfanginu (sjá neðar):
gegnumtæring sést
svæði lætur undan þrýstingi þegar þrýst er á með fingri (eða molnar og myndast gat)
svæði gefur eftir þegar bankað er á (eða molnar eða sundrast)
svæði eða hluti er aflagaður af völdum styrkleikamissis (mikil pyttatæring sést sem þynnt hefur efnið eða rökstuddur grunur um tæringu efnis innanfrá)
sprunga sést í íhlut eða á festingarsvæði, eða ófullnægjandi viðgerð hefur farið fram
Umfang mælt og metið
Umfang skemmdar (styrkleikamissis) er metinn þannig (frá 1. janúar 2025):
Á festingarsvæði: Umfang skemmdar er metið sem hlutfall (%) af festingarsvæðinu (eins og stærð þess er skilgreind hverju sinni).
Í lengd burðarhluta: Lengd skemmdar í cm samsvarar styrkleikamissis í % (10 cm skemmd samsvarar þannig 10% styrkleikamissi). Lagðar eru saman allar skemmdir á burðarhlutanum.
Í þversniði burðarhluta: Þversnið skemmdar er borið saman við þversnið þess hlutar sem skoðaður er. Hlutfall (%) skemmdar segir til um styrkleikamissi hlutarins.
Á þekjandi hluta: Flatarmál skemmdar er metið sem hlutfall (%) af flatarmáli þekjandi hlutarins (sem rammaður er inn af burðarhlutum).
Dæmingar miðað við staðsetningu og umfang
Að teknu tilliti til staðsetningar og hlutverks svæðisins/hlutarins sem hefur ofangreindan styrkleikamissi (eða skemmdir), og í tengslum öryggi ökutækisins, þá gilda eftirfarandi reglur um dæmingar (frá 1. janúar 2025):
Í álagsberandi íhlutum og á festingarsvæðum þeirra í burðarhlutum (innan við 30 cm fjarlægð frá festingu) er dæming 2 ef styrkleikamissir er yfir 0% (strax orðin dæming ef styrkleikamissis verður vart).
Í burðarhlutum er dæming 2 ef styrkleikamissir er yfir 20%. Hér er átt við þá hluta sem eru ekki festingarsvæði álagsberandi íhluta (þau falla undir fyrri punkt).
Í festingarsvæðum þekjandi hluta (innan við 10 cm fjarlægð frá festingum sem hafa hlutverk) er dæming 2 ef styrkleikamissir er yfir 30%.
Í þekjandi hlutum er dæming 2 ef skemmd er yfir 40%.
Í öllum tilvikum getur dæming orðið 3 ef hætta er á ferðum vegna styrkleikamissis (hefur alvarleg áhrif á styrk). Viðeigandi forsendur dæminga er annars að finna í sérhverju skoðunaratriði.
Þrjú stig tæringar
Umfang tæringar getur verið allt frá léttri yfirborðstæringu yfir í pyttatæringu og loks gegnumtæring eða heildar niðurbrot málmsins. Almennt á sér stað tæringarmyndun og afleiddur styrkleikamissir á svæðum sem halda raka, vegna uppsöfnunar á óhreinindum á vegum og leðju. Áhrif tæringar á öryggi ökutækisins fer eftir umfangi hennar og staðsetningu og er meiri á berandi hluta en þá hluta sem eru ekki berandi (sjá kafla um þá neðar).
Yfirborðstæring (stig 1)
Létt duftkennd tæring á yfirborði málmhluta er kölluð yfirborðstæring. Yfirborðstæring getur átt sér stað á eða á bak við hvaða íhlut sem er, sérstaklega ef hlífðarhúðin er rispuð eða skemmd (s.s. málning eða ryðvörn). Á myndinni sést að eftir að ryðhúð hefur verið fjarlægð (með sköfu eða vírbursta) kemur í ljós að yfirborð málmsins er slétt og hreint.
Pyttatæring (stig 2)
Ef yfirborðstæring er látin vera eftirlitslaus getur hún þróast yfir í pyttatæringu, annað hvort á berum málmi eða undir málningu (pyttir eða holur í málminn sem ná ekki í gegn). Þetta á sér stað vegna þess að tæringarmyndunin felur í sér aukningu á rúmmáli sem veldur tæringargötum. Í pyttatæringu fer ryðið að grafa sig ofan í málminn. Á myndinni sést að eftir að ryðhúð hefur verið fjarlægð (með sköfu eða vírbursta) koma í ljós pyttir/holur í málminum sem ná þó ekki í gegn.
Gegnumtæring (stig 3)
Lokastig tæringarferlisins orsakast af miklu hlutfalli oxaðs málms í upprunalega málminum. Þetta leiðir til eins eða fleiri tæringargata eða hreinlega að hluti málmsins er horfinn. Viðgerð felst ætíð því að tærði hluturinn (eða sá hluti hans sem hefur misst styrk) er endurnýjaður eða hann styrktur á varanlegan hátt. Á myndinni sést að eftir að ryðhúð hefur verið fjarlægð (með sköfu eða vírbursta) kemur í ljós að yfirborð málmsins er mjög hrjúft og götótt.
Álagsberandi íhlutir ökutækis og festingar
Tilteknir íhlutir ökutækis eru sérstaklega mikilvægir er kemur að öryggi ökutækisins og sérstaklega þarf að skoða með styrkleikamissi í huga. Þetta eru álagsberandi íhlutir ökutækisins sem eru athugaðir og jafnvel prófaðir við skoðun og tilheyra eftirfarandi köflum í skoðunaratriðahluta handbókarinnar:
Kafla 1 um hemlabúnað (höfuðdæla, þrýstiloftsgeymar, hemlarör og vélrænir íhlutir hemla)
Kafla 2 um stýrisbúnað (stýrisvél, stýrisliðir og aflstýribúnaður)
Kafla 5 um ása, hjól og fjöðrun (ásar, felgur, höggdeyfar, höggdeyfafestingar, hjólspyrnur, armar og stífur)
Kafla 7 um öryggisbúnað (öryggisbeltafestingar)
Hið sama á við um
festingarsvæði þessara íhluta við ökutækið (burðarhluta) sem skilgreint er að nái 30 cm út fyrir festingarstað þeirra.
Sem dæmi má taka öryggisbelti sem fest er niður í innri síls, þá þarf að skoða ytri sílsann, dyrastafinn, gólfflötinn og alla þá burðarhluta sem eru innan 30 cm fjarlægðar frá festingunni.
Burðarhlutar ökutækis
Burðarhlutar ökutækis er hvers kyns burðarvirki eða hluti þess, sem ef það gæfi sig, myndi valda því að aksturshæfni ökutækisins yrði verulega ógnað eða myndi draga verulega úr öryggi farþega við árekstur. Burðarhlutar eru því ekki allt burðarvirki ökutækisins heldur skilgreindir hlutar þess. Þeir tilheyra eftirfarandi köflum í skoðunaratriðahluta handbókarinnar:
Kafla 6 um undirvagn, grind, yfirbyggingu, innrými og áfastan búnað
Kafla 9 um viðbótarkröfur til hópbifreiða o.fl. (gangar hópbifreiða, svæði fyrir standandi farþega, tröppur og þrep hópbifreiða)
Á eftirfarandi myndum eru tilgreindir þeir hlutar burðarvirkis algengustu útfærslu bifreiða sem falla undir það að vera burðarhlutar ökutækis. Um aðrar útfærslur ökutækja gildir það sama og ber að byggja mat á því hvað telst til burðarhluta á þessum upplýsingum.
Bifreið með sjálfberandi yfirbyggingu, í hana festast aðrir hlutar eins og hjólabúnaður, stýrisbúnaður og hreyfill. Á myndinni eru burðarhlutar grálitaðir (atriðin talin upp af myndinni rangsælis, byrjað efst):
Efri hluti A-styrktarbita (rúðu- og þakrammi) (upper 'A' post reinforcement).
Gormaturnar (festingar fyrir fjaðrabúnað) (strut tower)
Styrktarbitar framhliða (front wing support)
Undirgrind (hjólabiti, formaðir bitar) (subframe)
Framendabitar (formaðir bitar) (front chassis legs)
Neðri hluti A-styrktarbita (lower 'A' post reinforcement)
Gólfbitar (fyrir sætisfestingar) (seat cross reinforcement)
Sílsar (sá hluti sem gegnir hlutverki styrktarbita) (sill reinforcement)
B-styrktarbitar ('B' post reinforcement)
Afturendabitar (hjólabiti, formaðir bitar) (rear chassis legs)
Bifreið með sjálfberandi yfirbyggingu (séð neðanfrá). Á myndinni eru burðarhlutar grálitaðir (atriðin talin upp af myndinni rangsælis, byrjað vinstra megin efst), sumir endurteknir frá myndinni að ofan:
Gormaturnar (festingar fyrir fjaðrabúnað) (strut tower)
Framgrindarbitar (formaðir langbitar) (front chassis members)
Sílsar (innri hluti) (inner sill)
Afturendabitar (formaðir bitar) (rear chassis legs)
Festingar fyrir fjaðrabúnað (rear suspension mounts)
B-styrktarbitar ('B' post reinforcement)
Neðri hluti A-styrktarbita (lower 'A' post reinforcement)
Styrktarbitar framhliða (front wing support)
Á ökutæki með sjálfberandi yfirbyggingu eru ofangreindar burðareiningar samofnar öðrum flötum yfirbyggingarinnar (til dæmis gólffleti og þakfleti) sem teljast ekki til burðarhluta. Þessir fletir eru óaðskiljanlegur hluti yfirbyggingarinnar og má ekki fjarlægja eða breyta þeim (eða skipta út fyrir burðarminni einingar). Sé svo gert telst það annmarki og dæmt eins og annmarki á burðarhluta.
Grind í bifreið sem aðrir hlutar bifreiðarinnar festast á, svo sem fólksrými hennar, fjaðrabúnaður og hreyfill. Á myndinni eru burðarhlutar grálitaðir (atriðin talin upp af myndinni rangsælis, byrjað vinstra megin):
Festingar fyrir fjaðrabúnað (front suspension mounts)
Ekki burðarhluti (til skýringar): Þverbiti undir gírkassa (gearbox cross member)
Festingar fyrir fjaðrabúnað (rear suspension mounts)
Langbitar grindarinnar (longitudinal chassis member)
Ekki burðarhluti (til skýringar): Hliðarbiti (side sill)
Ekki burðarhluti (til skýringar): Festing hliðarbita (outrigger)
Festingar fyrir stýrisbúnað (steering box mount)
Á þessari mynd er samskonar grind nema á blaðfjöðrum (eða sambærilegum) og festingar fyrir fjaðrabúnað öðruvísi útfærð.
Athygli er vakin á því að grindarbitum (og sílsum) er stundum lokað með burðarlausum hlífum. Tilgangur þeirra er oftast vegna útlits eða til að draga úr líkum á að raki eða leðja setjist að í þeim. Þessar hlífar geta tærst að hluta eða öllu leyti. Ekki eru gerðar athugasemdir við það en um leið er tilefni til að skoða vandlega hvort styrkleikamissis er farið að gæta í viðkomandi bitum.
Þekjandi hlutar ökutækis
Hvers kyns burðarvirki, fletir eða íhlutir sem hafa ekki strax áhrif á stjórnhæfni ökutækis ef þeir gæfu sig teljast ekki til burðarhluta ökutækis og kallast þeir þekjandi hlutar. Þá er að finna í eftirfarandi köflum í skoðunaratriðahluta handbókarinnar:
Kafla 6 um undirvagn, grind, yfirbyggingu, innrými og áfastan búnað.
Venjulega myndi yfirborðstæring eða pyttatæring í þessum hlutum ökutækis ekki gera það óöruggt. Gegnumtæring í þessum íhlutum er þó venjulega annað hvort hættuleg fólki í eða nálægt ökutækinu vegna skarpra brúna þess eða vegna þess að útblástursgufur geta borist inn í ökutækið. Í slíkum tilvikum myndi þessi tegund af tæringu gera ökutækið óöruggt.
Á myndinni sjást þeir fletir bifreiðar með sjálfberandi yfirbyggingu sem falla undir þessa skilgreiningu. Um aðrar útfærslur ökutækja gildir það sama og ber að byggja mat á því hvað telst til þekjandi hluta á þessum upplýsingum:
Bretti og stuðarar (1)
Þakflötur (2)
Húdd, skottlok og hurðir (3)
Gólffletir (milli burðarbita)
Hjólskálar
Til burðarhluta teljast þó
festingasvæði sem skilgreind eru að nái 10 cm umhverfis festingar sem hafa eitthvert hlutverk. Þau dæmast þá sem slík. Þetta á til dæmis við svæði umhverfis lamir og læsingar sem er að finna á hurðum og lokum/hlífum.
Viðgerðir á styrkleikamissi
Viðgerð á berandi hlutum verða ætíð að felast í því að tærði hluturinn (eða sá hluti hans sem hefur misst styrk) er endurnýjaður eða hann styrktur á varanlegan hátt (með suðu eða sambærilegri aðferð) svo að fyrri styrk sé náð á ný. Miðað skal við að suður séu samfelldar svo eðlilegum styrk sé náð.
Einhverjir framleiðendur hafa mælt með og heimilað viðgerðaraðferðir sem felast í MIG-lóðun, hnoðun með viðbótarlímingu eða blöndu af þessu tvennu með notkun annarra samsetningaraðferða. Slíkar viðgerðir teljast ásættanlegar nema þær séu augljóslega ófullnægjandi.
Eftirfarandi viðgerðaraðferðir teljast ófullnægjandi:
lóðun (hvort sem er með gasi eða bara hita)
samlímning (ein og sér)
trefjaefni notuð í stað upprunlegs efnis
fylliefni (þau hafa engan styrk)
Kröfur til mælitækja
Kröfum til allra skoðunartækja er lýst í skjali kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu, þar með talið mælitækja. Við skoðun þeirra atriða sem lýst er í þessu skjali eru eftirfarandi mælitæki notuð:
Handverkfæri - mælar: Lengdarmæling (málband, skífmál o.þ.h.) til að meta umfang ryðskemmda.
Lýsingar á mælingum í skjalinu eru almennar (ekki leiðbeiningar fyrir einstakar gerðir mælitækja) og gengið út frá því að skoðunarstofur útbúi eigin notkunarleiðbeiningar fyrir mælitækin sem þær nota.
Efni kaflans
Raflestur um OBD tengi bifreiðar
Með raflestri er átt við rafrænan aflestur upplýsinga úr ökutæki í gegnum OBD tengi þess (e. On-Board Diagnostics). Núgildandi tengi er af gerðinni OBD-II (eða OBD2).
Raflestur gagna er varða bilanakóða og raungögn um losun og orkunotkun skal fara fram með því að nota búnað sem unnt er að tengja við OBD tengi bifreiðarinnar. Búnaðurinn, sem notaður er, skal hafa getu til að lesa gögnin eins og þau eru skráð í innbyggðan vöktunarbúnað bifreiðarinnar ásamt því að geta lesið varanlega bilanakóða.
Tengið er yfirleitt mjög aðgengilegt. Oftast þarf bara að opna lok sem er yfir tenginu eða smella loki eða hlíf af. OBD tengið er yfirleitt að finna á eftirfarandi stöðum:
Oftast er tengið undir mælaborðinu, frekar vinstra megin.
Tengið getur einnig verið að finna við eða innan í miðjustokki, eða innan í hanskahólfi.
Gæta verður þess að ganga frá aðgangi að OBD tenginu eins og komið var að því í lok skoðunar (setja lok á og hlífar fyrir).
Raflestur bilanakóða og skoðunaratriði
Raflestur bilanakóða á við eftirfarandi hóp bifreiða:
Bifreiðir skráðar eftir 29.11.2018 (sem er innleiðingardagur tilskipunar (ESB) 2014/45 um skoðun ökutækja í íslenskt regluverk).
Skilgreindir bilanakóðar skipta þúsundum. Þeir samanstanda af einum bókstaf og fjórum stafatáknum:
Dæmi um kóða er "P0552" fyrir "Power Steering Pressure Sensor Circuit Low Input" og tengist EPS kerfinu (Electronic Power Steering).
Fyrsta stafatáknið er bókstafur sem tiltekur kóðahópinn:
P : Búnaður í hreyfli og drifrás (e. Engine, Transmission)
B : Búnaður innan í bílnum (e. Switches, Controls, A/C, Airbag)
C : Hemla- og hjólabúnaður o.fl. að utan (e. Chassis, ABS, EBS, )
U : Fjarskipti og samtengirásir (e. Network and Wiring Bus)
Fyrir kóðahóp P er annað stafatáknið tölustafur sem tiltekur uppruna kóðans:
0 : Staðlaður OBD bilanakóði (e. Generic OBD Code)
1 : Framleiðandakóði (e. Manufacturer Special OBD Code)
Fyrir kóðahóp P er þriðja stafatáknið tölustafur eða bókstafur sem tiltekur kerfishluta og síðustu tvö stafatáknin mynda þá tveggja stafa tölu sem táknar bilunina nákvæmlega. Kerfishlutar eru:
0, 1, 2 : Eldsneytisblanda (e. Air/Fuel mixture)
3 : Kveikjukerfi (e. Ignition System or Misfire)
4 : Mengunarvarnarbúnaður (e. Auxiliary Emission Controls)
5 : Ökuhraði og snúningshraði (e. Vehicle Speed Control and Engine Idling)
6 : Vélatölva (e. Onboard Computer Output)
7, 8, 9 : Gír og drif (e. Transmission, Gearbox)
A, B, C : Tvinnkerfi (e. Hybrid Propulsion)
Fyrir aðra kóðahópa (B, C, U) er afgangur stafatáknanna fjögurra stafa tala (númer kóðans).
Með sérhverjum bilanakóða sem raflesinn er fylgir texti sem útskýrir ástæðu bilunarinnar. Einnig má fletta kóðanum upp á vefsíðum til að fá nánari skýringar á ýmsum tungumálum. Gefi bilanakóðar til kynna bilun eða bilanir sem fella má undir eitt eða fleiri af skoðunaratriðum handbókarinnar um raflestur eru kóðarnir teknir niður og sendir til Samgöngustofu að lokinni skoðun (með skoðunarfærslunni). Að auki gildir:
Frá 1. mars til 31. desember 2025 eru ekki er gerðar athugasemdir á skoðunarvottorð (þrátt fyrir að bilanakóðar finnist).
Frá 1. janúar 2026 eru gerðar viðeigandi athugasemdir á skoðunarvottorð, líka um óvirkt OBD tengi (að raflestur takist ekki).
Samantekt skoðunaratriða um raflestur er að finna í töflunni. Upplýsingar um bilanakóða sem safnað verður til loka árs 2025 verða nýttar til að endurbæta þessa töflu.
Atriði - dæming | Bilanakóði gefur til kynna... | Kóðahópur |
---|---|---|
1.6.f - 2 | Hemlalæsivörn (ABS) - ...bilun | Cxxxx |
1.7.c - 2 | Rafrænt hemlakerfi (EBS) - ...bilun | P05xx, Cxxxx |
2.6.d - 2 | Rafknúinn aflstýrisbúnaður (EPS) - ...bilun | P05xx, Cxxxx |
4.1.2.b - 2 | Stilling aðalljósa - ...bilun | Uxxx |
4.1.3.c - 2 | Tenging aðalljósa - ...bilun | Uxxx |
4.1.5.c - 2 | Hallastillingarbúnaður fyrir aðalljós - ...bilun | Uxxx |
4.3.2.c - 2 | Tenging hemlaljóskera - ...bilun | Uxxx |
6.1.9.a - 2 | Stjórntölva hreyfils - ...bilun/óleyfisbreyting | P06xx |
7.1.3.b - 3 | Öryggisbeltaslakarar - ...bilun | Bxxx |
7.1.4.b - 3 | Öryggisbeltastrekkjarar - ...bilun | Bxxx |
7.1.5.b - 3 | Öryggispúðar - ...bilun | Bxxx |
7.1.6.b - 3 | Öryggispúðakerfi (SRS) - ...bilun | Bxxx |
7.12.f - 2 | Rafræn skrikvörn (ESC) - ...bilun | Cxxx |
7.13.2.h - 1 | Ástand eCall - ...bilun | Uxxx |
8.2.1.2.d - 2 | Mengunarvarnarbúnaður hreyfils með rafkveikju - ...bilun | P04xx |
Raflestur og skil raungagna um losun og orkunotkun (RWD)
Raungögn um losun og orkunotkun (e. Real World Data on CO2 emissions and fuel or energy consumption, eða RWD) eru raflesin úr bifreiðum í gegnum OBD tengið.
Raflestur á rangögnum um losun og orkunotkun á við eftirfarandi hóp bifreiða:
Bifreiðir í ökutækisflokknum M1 (fólksbifreiðir) annars vegar, og hins vegar bifreiðir í ökutækisflokknum N1 (sendibifreiðir) sem eru undir 2.510 kg að eiginþyngd.
Sem knúnar eru brunahreyfli eingöngu (meðtaldar þær sem hafa rafmótor sem ekki er hægt að hlaða með raftengli) og þær sem knúnar eru bæði brunahreyfli og rafmótor með hlaðanlegri rafhlöðu (tengiltvinn með rafmótor).
Sem hafa fyrstu skráningu eftir 1. janúar 2021 (fyrsti skráningardagur) og eru ekki eldri en 15 ára frá fyrstu skráningu.
Undanskildar eru bifreiðir til sérstakra nota (og skráðar þannig í ökutækjaskrá).
Raflestur á raungögnum um losun og orkunotkun skal gerður á viðeigandi bifreiðum í eftirfarandi skoðunum frá 1. mars 2025:
Í skráningarskoðun.
Í öllum aðalskoðunum.
Þegar raflesa skal raungögn um losun og orkunotkun úr bifreið, skulu eftirfarandi upplýsingar raflesnar í öllum tilvikum:
Verksmiðjunúmer
(e. Vehicle identification number).Heildar eldsneytisnotkun (ltr)
(e. Total fuel consumed (lifetime))Heildar ekin vegalengd (km)
(e. Total distance travelled (lifetime))
Fyrir hlaðanlegar raf/bruna tvíorkubifreiðir (knúnar eru bæði brunahreyfli og rafmótor með rafhlöðu sem hægt er að hlaða sérstaklega) skal raflesa eftirfarandi upplýsingar að auki:
Heildar eldsneytiseyðsla á hreyfli og rafmótor (ltr)
(e. Total fuel consumed (lifetime) in charge depleting operation)Heildar eldsneytiseyðsla á hreyfli í hleðsluham (ltr)
(e. Total fuel consumed (lifetime) in driver-selectable charge increasing operation)Heildar ekin vegalengd á rafmótor án hreyfils (km)
(e. Total distance travelled (lifetime) in charge depleting operation with engine off)Heildar ekin vegalengd á hreyfli og rafmótor (km)
(e. Total distance travelled (lifetime) in charge depleting operation with engine running)Heildar ekin vegalengd á hreyfli í hleðsluham (km)
(e. Total distance travelled (lifetime) in driver-selectable charge increasing operation)Heildar orkuhleðsla úr tengli (kWh)
(e. Total grid energy (lifetime) into the battery)
Upplýsingunum skal skilað í sérstakri skrá (vefþjónusta) strax að lokinni skoðun (eða um að neitað hafi verið um söfnun). Hafi áskilin raungögn ekki verið lesin skal ástæðu þess skilað inn í staðinn:
R1: Tæknileg hindrun fyrir aflestri gagna
R2: Eigandi neitar að gera raungögn aðgengileg
R3: Önnur ástæða
Heimild til raflesturs og söfnunar gagna
Samkvæmt reglugerð um skoðun ökutækja skulu skoðunarstofur senda upplýsingar um gögn sem fást í raunverulegum akstri um eldsneytis- og/eða orkunotkun, eftir atvikum, til Samgöngustofu.
Um er að ræða gögn sem fengin eru óbeint frá eiganda (umráðanda) ökutækis og tryggir Samgöngustofa að upplýsingarskylda gagnvart eigendum (umráðendum) ökutækja, eins og hún er sett fram í 14. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679 (um persónuvernd), sé uppfyllt. Gögnum sem fást í raunverulegum akstri skal safnað ásamt verksmiðjunúmerum ökutækja við reglubundna skoðun, nema eigandi (umráðandi) ökutækisins neiti alfarið að gera þau gögn aðgengileg.
Skoðunarstofur, sem bera ábyrgð á söfnun þessara gagna skulu, með tilliti til söfnunar og vinnslu verksmiðjunúmeranna, teljast vera ábyrgðaraðilar viðeigandi gagna í skilningi 7. mgr. 4. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679.
Ekki er heimilt að nota þessi gögn, sem safnað er hjá skoðunarstofum, í neinum öðrum tilgangi en þeim sem tilgreindur er í 12. gr. reglugerðar (ESB) 2019/631 (um sett viðmið varðandi CO2 losun nýrra fólks- og sendibifreiða).
Skoðunarstofum er einungis heimilt að geyma verksmiðjunúmer ökutækja ásamt gögnum sem fást í raunverulegum akstri, sem safnað hefur verið í þessum tilgangi, þar til gögnin hafa verið send til Samgöngustofu, en þá skal þeim eytt.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Reglugerð (ESB) 2017/1151 um m.a. aðgang að gögnum úr fólks- og sendibifreiðum (úr OBD).
Reglugerð (ESB) 2019/631 um sett viðmið varðandi CO2 losun nýrra fólks- og sendibifreiða.
Reglugerð (ESB) 2021/392 um aðferðir við eftirlit og skil gagna er varðar CO2 losun frá fólks- og sendibifreiðum, samanber reglugerð EU 2019/631.
Reglugerð (ESB) 2016/679 um persónuvernd (GDPR).
UNECE regla 83 um samræmdar aðferðir við viðurkenningu ökutækja með tilliti til losunar mengandi efna eftir eldsneytisgerð (og OBD).
Efni kaflans
Breytingar á bifreiðum
Hér er að finna samantekt á reglum sem gilda um breytingar á bifreiðum (þó sérstaklega torfærubifreiðum).
Veigamiklar breytingar á atriðum bifreiðar
Þegar veigamiklum atriðum bifreiðar, svo sem stýrisbúnaði, hemlabúnaði, aflrás, hjólum, grind og yfirbyggingu, hefur verið breytt frá upprunalegri útfærslu framleiðanda og ekki eru til leiðbeiningar um frá honum, er bifreiðin skráð sem „Breytt bifreið“. Slíkar bifreiðir eru merktar með með áletruninni „Viðvörun! Þetta er breytt bifreið með aðra aksturseiginleika en upphaflega“. Skoða ber öll atriði handbókarinnar í þessum tilvikum.
Algengast er að verið sé að gera bifreið að öflugri torfærubifreið (stærri dekk og hækkun með tilheyrandi áhrifum á drifbúnað, ása og stýrisbúnað) en ekki má gleyma að um annarskonar breytingar getur líka verið að ræða. Almennt má segja að allar gerðarbreytingar, útfærslubreytingar og viðbætur varðandi stýrisbúnað, hemla, fjaðrir og ása, geri bifreið að breyttri bifreið, allar lengdarbreytingar á grind og sjálfberandi yfirbyggingu þannig að breyting verður á hjólhafi, svo og allar styrkleikabreytingar berandi hluta.
Hafi breyting verið gerð á hjólabúnaði og/eða stýrisbúnaði, sem haft getur áhrif á hjólastöðu, skal hjólastöðuvottorð fylgja bifreið þegar hún er færð til breytingaskoðunar.
Reglur um hjólastærðarbreytingar
Heimilar hjólbarðastærðabreytingar
Heimilt er að breyta hjólastærð (þvermáli) um allt að 10% frá upprunalegri stærð framleiðanda án þess að bifreiðin teljist sem breytt bifreið.
Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái allt að 44% af hjólhafi en að þeim skilyrðum uppfylltum að unnt sé að aka bifreiðinni á öruggan hátt, hemlar nái að stöðva bifreiðina á virkan hátt og fylgt sé reglum um skermun hjóla.
Vottorð um leiðréttingu á hraðamæli
Við breytingu hjólastærðar yfir 10% þarf hraðamælavottorð að fylgja bifreið þegar hún er færð til breytingaskoðunar. Vottorðið þar að staðfesta að hraðamælir sýni ekki meira en 4% minni hraða og 10% meiri hraða en raunverulegt er.
Þeir sem hafa heimild til að staðfesta þetta samkvæmt verklagi í þessum tilvikum eru skoðunarstofur ökutækja (sjá leiðbeiningar um staðfestingu á hraðamæli) og viðurkenndir prófunaraðilar fyrir ökurita og hraðatakmarkara (sjá lista á heimasíðu Samgöngustofu).
Reglur um hækkun bifreiðar
Heimilar hæðarbreytingar (St3.7.2.4)
Heimil heildarhækkun bifreiðar (með því að auka bil milli yfirbyggingar og ása, þ.e. milli fjaðra og ása og/eða húss og grindar) þannig að bifreið hækki um 50 mm án þess að hún verði breytt bifreið, svo framarlega að breytingin hafi ekki áhrif á halla eða stefnu hjóla eða stýrisvala. Einnig ef samanlögð hækkun vegna þessara aðgerða verður ekki meiri.
Annars er heimilt að heildarhækkun bifreiðar verði allt að 250 mm og má mismunur hækkunar að framan og aftan ekki vera meiri en 50 mm. Að auki gildir að hækkun má ekki vera meiri en 50 mm milli blaðfjaðra og framáss, 100 mm milli annarra fjaðra og framáss, 100 mm milli fjaðra og afturáss, 100 mm milli húss og grindar og 200 mm milli hjólmiðju og grindar. Sjá um einstakar bíltegundir í töflu 1. (St3.7.5.2)
Tafla 1. Listi yfir ýmsar bifreiðir þar sem fram koma mál frá hjólmiðju í fastan punkt á yfirbyggingu á óbreyttum bifreiðum og einnig málin þegar bifreiðin hefur verið hækkuð í mestu hæð sem leyfileg er 250 mm).
Tegund bifreiðar | Mælipunktur að framan (óbreytt hæð / mesta hæð) | Mælipunktur að aftan (óbreytt hæð / mesta hæð) |
---|---|---|
Daihatsu Rocky EL | Efri brettakantur 730 mm / 980 mm | Efri brún á skúffukanti 860 mm / 1110 mm |
Ford Econoline E150 | Neðri brún í brot á hlið 630 mm / 880 mm | Neðri brún í brot á hlið 720 mm / 970 mm |
Ford Econoline E250 | Neðri brún í brot á hlið 680 mm / 930 mm | Neðri brún í brot á hlið 750 mm / 1000 mm |
Ford Econoline E350 | Neðri brún í brot á hlið 680 mm / 930 mm | Neðri brún í brot á hlið 770 mm / 1020 mm |
Ford Econoline E250 nýja gerðin | Rönd á miðri hlið 755 mm / 1005 mm | Rönd á miðri hlið 850 mm / 1100 mm |
Ford Econoline E350 nýja gerðin | Rönd á miðri hlið 730 mm / 980 mm | Rönd á miðri hlið 860 mm / 1110 mm |
Ford Explorer | Málb. lagt í kant við vélarhl. m.v. upphafl. brettakant 850 mm / 1100 mm | Gúmmíkantur við rúðu 850 mm / 1100 mm |
Ford Ranger | Efri brún á línu eftir endilangri bifreið 680 mm / 930 mm | Efri brún á línu eftir endilangri bifreið 750 mm / 1000 mm |
Toyota Hilux X-Cab | Bil á milli brettis og vélarhl. 900 mm / 1150 mm | Efri brún á skúffukanti 910 mm / 1160 mm |
Toyota Double Cab | Efri brún á frambretti 790 mm / 1040 mm | Efri brún á skúffukanti 930 mm / 1180 mm |
Suzuki 410 | Fyrsta brún á yfirbyggingu 580 mm / 830 mm | Fyrsta brún á yfirbyggingu 640 mm / 890 mm |
International Scout II | Efri brún á frambretti 880 mm / 1130 mm | Brún við hús 900 mm / 1150 mm |
Reglur um breytingar á stýrisbúnaði
Sérsmíðaðir íhlutir ökutækja
Óheimilt er að nota sérsmíða hluti í bifreið (sem hafa aðra eiginleika en upprunalegri hlutir og koma í stað þeirra) nema íhlutirnir hafi staðist úttekt viðurkennds aðila (sem Samgöngustofa viðurkennir). Á þetta við um íhluti sem haft geta áhrif á örugga notkun bifreiðarinnar, svo sem (og ekki einskorðað við) íhluta í stýrisgangi, aflrás, hemlakerfi og fjaðrabúnaði.
Skýrsla (vottorð) óháðs viðurkennds úttektaraðila um viðkomandi íhlut skal fylgja bifreið þegar hún er færð til breytingaskoðunar (St4.3.5.2). Eftirfarandi aðilar eru viðurkenndir til útgáfu vottorðs um sérsmíðaða hluti í stýrisgangi:
HB Tækniþjónusta / Haraldur Baldursson / Hvammabraut 16 / 220 Hafnarfjörður
Jeppasmiðjan Ice.inn ehf / Tyrfingur Kristján Leósson / Ljónsstaðir / 801 Selfoss
VPS Verkfræðistofa / Tryggvi Pétursson / Krókháls 10 / 110 Reykjavík
Í undantekningartilvikum er heimilt, með samþykki Samgöngustofu, að víkja frá kröfunni um samþykki óháðs viðurkennds úttektaraðila, en þá þarf að fylgja skýrsla þess sem smíðaði hlutinn til staðfestingar á uppruna hans. Það gildir þó ekki um samansoðna hluti í stýrisbúnaði, þá þarf alltaf að votta af óháðum viðurkenndum úttektaraðila.
Breytingar á stýrisbúnaði (St4.3.2.2)
Breyting á stýrisbúnaði telst vera þar sem hlutir sem koma í stað upphaflegra hluta í stýrisgangi hafa verið nýsmíðaðir, beygðir, soðnir eða fjaðrabúnaði breytt þannig að hjólstaða breytist (t.d. breyting á stífum eða festingum). Athugið að óheimilt er að sjóða saman eða beygja togstangir, millibilsstangir og arma í stýrisbúnaði svo og að sjóða í stangir. Leyfilegt er að draga öryggisliði á stýrisleggjum í sundur, en þó ekki meira en svo að neðri plastþétting sé inni í ytra röri, án þess að fá vottorð frá óháðum rannsóknaraðila. Breytingar í stýrisbúnaði sem ekki gera kröfu um vottorð frá óháðum rannsóknaraðila hafa ekki einar og sér í för með sér kröfu um breytingaskoðun.
Stýrisleggir (stýrisöxlar) í breyttum torfærubifreiðum (St4.3.2.1)
Þegar yfirbygging er hækkuð frá grind á viðkomandi bifreiðum þarf að gera ráðstafanir til að mæta aukinni lengd á milli stýrisvélar og hvalbaks. Til þess eru þrjár leiðir:
Lengja stýrislegginn með því að bæta bút inn í hann.
Setja millistykki á milli hjöruliðar og gúmmíliðar niður við stýrisvél.
Draga í sundur öryggislið eða draglið þannig að samlega minnkar.
Tvær fyrst nefndu aðferðirnar teljast breytingar í stýrisbúnaði og skal framkvæma þær í samráði við Samgöngustofu og óháðan rannsóknaraðila. Skal þeim í öllum tilvikum fylgja vottorð frá óháðum rannsóknaraðila skv. lið 05.203 (1) í reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
Leyft er að draga öryggisliði í sundur, en þó ekki meira en svo að báðar plastþéttingarnar séu inni í ytra rörinu. Plastþéttingarnar halda liðnum slaglausum og stífum og eru því nauðsynlegar. Ekki er leyfilegt að bora plastið úr götunum og setja splitti eða hnoð í staðinn því það eyðileggur virkni liðsins. Götin eru einungis til þess ætluð að koma plastinu inn í liðinn og hann er því hægt að draga í sundur án þess að átt sé við þau. Yfirleitt er neðri plastþéttingin það stutt frá enda ytra rörsins að engin hætta er á að samlega verði of lítil. Staðsetning þéttingarinnar leyfir almennt frekar lítinn sundurdrátt.
Athugið að sú aðgerð að draga öryggisliðinn á stýrisleggnum í sundur og festa síðan aftur með suðu eða öðrum hætti er ekki leyfileg.
Auka stýrishöggdeyfar og -tjakkar (St4.3.2.3)
Nokkuð er um það á breyttum torfærubifeiðum að settir séu aðrir stýrishöggdeyfar en þeir upphaflegu eða nýjum bætt við, einnig að settir séu stýristjakkar. Höggdeyfarnir eru festir annarsvegar á framásinn og hinsvegar á millibilsstöngina (stundum á togstöngina), en tjakkarnir eru einungis festir á milli framáss og millibilsstangar. Ekki er gerð krafa um vottorð varðandi þessa hluti þar sem þetta er viðbótarbúnaður en kemur ekki beint í staðinn fyrir annan búnað.
Halli á togstöngum (St4.3.2.5)
Í bifreiðum með blaðfjöðrum að framan og þverstæðri togstöng skal stöngin liggja því sem næst lárétt til þess að fjöðrunarhreyfingar bifreiðarinnar hafi sem minnst áhrif á stýrisbúnað.Þar sem togstöngin liggur samsíða fjöður skal halli hennar vera því sem næst sá sami og sveigja fjaðrarinnar.Ef um gorma og stífur er að ræða skal togstöngin liggja því sem næst samsíða stífunni.
Smíðaðir stýrisarmar á Dana 60 framása (St4.3.2.6)
Komið hefur í ljós að liðhúsin á Dana 60 þola ekki það álag sem á þau kemur þegar smíðuðum stýrisarmi hefur verið hliðrað upp frá planinu ofan á liðhúsinu. Þessi útfærsla er því ekki leyfð.
Einungis eru leyfðir beinir stýrisarmar sem ekkert hefur verið hliðrað upp frá liðhúsinu. Þá verður að festa í samræmi við kröfur sem gerðar eru til þeirra samkvæmt vottorðum sem óháður aðili gefur út. Allflestir þessara arma eiga að vera með keilulaga götum, kónum sem ganga ofan í þau og pinnboltum og róm sem herða þá niður. Örfá gömul framleiðsluleyfi geta þó verið til þar sem notaðir eru boltar sem eru mjög stífir í götunum. (Komið hafa upp nokkur tilfelli í skoðun þar sem smíðaðir armar hafa verið lausir á liðhúsunum og var ástæðan sú að þeir armar voru festir með venjulegum boltum án kóna eða á annan hátt og ekki í samræmi við vottorðin sem þeim fylgja).
Dana 60 framhásingar er helst að finna undir breyttum Ford Econoline þótt flestir séu með Dana 44. Liðhúsin eru með legum en ekki spindilkúlum.
Reglur um breytingar á drifbúnaði
Læst drif og soðin mismunadrif í bifreiðum (St7.3.2.1)
Leyfilegt er að hafa soðið framdrif ef driflokur eru á bifreiðinni til að aftengja það. Hins vegar er ekki leyfilegt að vera með soðið mismunadrif að aftan. Gerður er greinarmunur á soðnum mismunadrifum og læstum drifum. Svokallaðar „No-spin” læsingar geta stundum virkað eins og soðin drif, þ.e. þær læsa öxlunum alveg saman. Hins vegar hefur „No-spin” læsingin töluvert fríhlaup og hún læsir við átak frá Pinion en losar læsinguna þegar átakið fer af honum. Svipaða sögu er að segja um snigillæsingar eins og „Torsen” nema að þær læsa ekki eins vel og „No-spin”. Síðan eru til læsingar sem stjórnað er handvirkt innan úr bílnum annað hvort með börkum, lofti eða rafmagni. Er þá gjarnan gaumljós í mælaborðinu sem sýnir hvort læsingin er á eða ekki.
Síðast en ekki síst eru það diskalæsingarnar. Ýmsar mismunandi tegundir eru til en allar vinna þær á svipaðan hátt. Hafa menn gjarnan reynt að gera læsingarnar stífari með því að bæta undir diskana. Hins vegar er hægt að skjóta yfir markið í þeim efnum þannig að læsingin gefur alls ekkert eftir og virkar þá orðið eins og soðið mismunadrif. Slíkar diskalæsingar eru lagðar að jöfnu við soðin drif og því ekki leyfilegar.
Reglur um styrkingu yfirbyggingar (veltigrind)
Styrkur yfirbyggingar breyttrar torfærubifreiðar
Ef yfirbygging er þannig að veltistyrkur bifreiðarinnar telst ekki fullnægjandi (t.d. blæjur, plastskýli) skal bifreiðin búin viðurkenndri veltigrind. Á þetta við um allar breyttar bifreiðir óháð skráningardegi þeirra.
Smíði veltigrindar - hugtök (St3.7.2.3)
Veltigrind: Grind gerð úr rörum með festingum, skástífum og/eða tengingum til að varna alvarlegri aflögun farþegarýmis ef bifreiðin veltur.
Aðalbogi: Lóðréttur bogi, eða því sem næst, staðsettur aftan við framsæti þvert á lengdarás bifreiðar.
Aftaribogi: Bogi eins og aðalbogi staðsettur aftan við aftursæti bifreiðar.
Skástífur: Hallandi rör soðið eða fest á annan traustan hátt (t.d. soðnar stýringar og síðan boltað) við aðal- eða aftariboga og liggur samsíða lengdarási bifreiðar niður og festist á sama hátt og þeir. Nauðsynlegar ef bogar eru stakir og ekki stífaðir af á annan hátt með góðum festum í yfirbyggingu bifreiðar.
Tengingar: Lárétt rör, fest á svipaðan hátt og skástífur, samsíða lengdarási bifreiðar sem tengja saman aðal- og aftariboga eða lárétt rör þvert á lengdarás bifreiðar sem tengir saman hliðarboga þar sem þeir beygja niður.
Festiplötur: Málmplötur festar við rörin í bogum og skástífum og boltast við styrktarplötur eða bita í gólfi.
Styrktarplötur: Málmplötur festar við yfirbyggingu og festingar boga og skástífa hvíla á. Ekki nauðsynlegar ef bogi kemur beint á bita.
Stífun: Allir bogar þurfa að vera stífaðir af á einhvern hátt; með skástífu, festir á traustan hátt í yfirbyggingu þar sem styrkur er fyrir hendi eða með tengingu í annan boga.
Smíði veltigrindar - lýsing og kröfur (St3.7.2.3)
Almennt: Veltigrindin skal þannig gerð og staðsett að hún hindri ekki verulega útsýn úr bifreiðinni, aðgang að farþegarými, dragi verulega úr rými því er ætlað er ökumanni og farþegum og valdi ekki hættu við umferðaróhapp.
Lögun: Bogar skulu falla að hliðum bifreiðar og beygjur vera krumpulausar og ósprungnar. Ef nauðsynlegt er að beygja neðri hluta boga skal hann fylgja innri lögun bifreiðar og styrktur ef um miklar beygjur er að ræða.
Festingar: Hverja festiplötu skal festa við ökutækið með a.m.k. þremur boltum sem skulu dreifast sem jafnast í plötuna. Boltar skulu vera að lágmarki 10 mm og uppfylla styrk ISO 8.8. Nota má sjálfsplittandi rær eða spenniskífur. Styrktarplötur skulu vera um 3 mm að þykkt og ná út fyrir allar hliðar festiplötu ef því verður við komið. Ef bogar ná ekki niður á gólf heldur setjast á brettaskálar eða slíkt þá er nauðsynlegt að setja festur einnig út í hliðar. Það er þó ekki nauðsynlegt með skástífur.
Suður: Suður skulu vera gegnumsoðnar og hafa sem sléttast og samfellt yfirborð. Ef bogar eru samansoðnir skulu þær suður vera soðnar af lærðum járniðnaðarmanni eða manni sem hefur suðupróf og skal eigandi bifreiðar leggja fram staðfestingu þess efnis frá viðkomandi suðumanni.
Efniskröfur: Rör skulu vera með lágmarksstyrk samsvarandi stáli St.37. Lágmarksþykkt á rörum er 2 mm. Ef ytra þvermál fer niður fyrir 42 mm skulu þó efnismál ekki vera minni en eftirfarandi (utanmál × þykkt): 42×2,0 mm, 40×2,2 mm, 38×2,5 mm, 36×3,0 mm, 34×3,5 mm, 33,7×4,0 mm, 32×4,5 mm og 30×6,0 mm. Bora skal 4 mm gat framan á boga 20 cm fyrir neðan vinstra horn til að hægt sé að mæla efnisþykkt.
Athugið að allar kröfur sem eru settar hér fram eru lágmarkskröfur. Ekki er gerð krafa um að veltigrindur settar í fyrir 01.07.1990 fylgi nákvæmlega þessum kröfum en meta verður styrkleika þeirra í hverju tilfelli.
Í flestum tilfellum er einungis gerð krafa um einn boga. Undantekning á því getur komið upp ef upphaflegur styrkur yfirbyggingar hefur verið skertur verulega. Þessi bogi skal að jafnaði vera aðalbogi nema styrkur fremri hluta húss sé góður eða innbyggður (upphaflegur) bogi sé til staðar. Í þeim tilfellum skal þessi bogi vera aftaribogi. Í þeim tilfellum þar sem plasthúsum með skráðum farþegum í hefur verið bætt aftan á bifreiðar skal vera aftaribogi. Sjá kröfur til einstakra bíltegunda í töflu 2. (St3.7.5.1)
Tafla 2. Viðmiðunarlisti yfir breyttar bifreiðir sem ber að setja veltigrind í.
Tegund | Gerð styrkingar |
---|---|
Allir bílar með blæju (mælt með að ekki séu notuð efnisminnstu rörin) Ford Bronco (1966-77) Chevrolet Blazer og GMC (-1976) International Scout (aðrir en Traveller m. boga í húsi) Jeep Willy's allir | Aðalbogi |
International Scout Traveller (m. boga í húsi) Ford Bronco (ekki Bronco II) (1977-) Chevrolet Blazer (ekki Blazer S-10) (1977-) GMC (1977-) Jeppar með plasthúsi fyrir aftan dyr en styrk í fremra húsi eða upphaflegum boga eða bita (t.d. Suzuki, Daihatsu, Toyota) | Aftaribogi |
Sendibílar (van bílar) sem á hefur verið settur plasttoppur (skorið úr toppnum) og bitar teknir í burtu. | Þurfa að hafa toppinn styrktan til samræmis við það sem áður var |
Áhrif breytinga á önnur atriði
Breytingar á ökutæki gætu haft áhrif á aðra hluta ökutækisins þótt engar breytingar hafi verið gerðar á þeim. Einnig gilda sérkröfur um breyttar bifreiðir.
Ljósabúnaður: Hafi hæð ökutækis verið breytt verulega frá upprunalegri hæð gilda sérreglur um stillingu aðalljóskera. Einnig gæti þurft að færa til ljósker svo að þau uppfylli skilyrði um fjarlægð frá ystu brún.
Árekstrarvörn eða undirvörn: Það gæti þurft að búa bifreiðina árekstrarvörn að framan- og/eða aftanverðu (eða undirvörn ef krafa er um slíkt).
Sjúkrakassi og slökkvitæki: Breytt bifreið á að hafa slökkvitæki og sjúkrakassa.
Hjólastöðubreytingar: Hafi breyting verið gerð á hjólabúnaði og/eða stýrisbúnaði, sem haft getur áhrif á hjólastöðu, skal hjólastöðuvottorð fylgja bifreið þegar hún er færð til breytingaskoðunar.
Öryggisbelti: Þegar bifreið er orðin breytt bifreið skal hún búin öryggisbeltum í framsætum (hafi hún verið undarskilin slíkum kröfum).
Áhrif á burðargetu (St6.6.2.1): Ekki er heimilt að breyta ökutækjaskrá þannig að burðargeta ása og heildarþyngd ökutækja sé lækkuð. Í einstaka tilfellum getur Samgöngustofa þó tekið ákvörðun um lækkun ef til kemur vottorð frá verksmiðju um nýjan burð yfir einstök ökutæki.
Lög og reglur
Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Efni kaflans
Aðstaða og búnaður skoðunarstofu
Kröfur til aðstöðu og búnaðar á skoðunarstofum (og DRÖG að innleiðingu nýrra tækja).
Kröfur og umfang viðurkenningar skoðunarstofu
Lágmarkskröfur til aðstöðu og búnaðar
Í viðauka I í reglugerð um skoðun ökutækja er kveðið á um að skoðanir skuli framkvæmdar í viðeigandi aðstöðu og með viðeigandi búnaði. Eftir atvikum má nota færanleg skoðunartæki. Einnig er hægt að sameina tvö eða fleiri tæki í eitt samsett tæki, að því tilskildu að það hafi ekki áhrif á nákvæmni hvers tækis.
Í reglugerðinni eru settar fram lágmarskröfur til aðstöðu og búnaðar og eru þær skýrðar og túlkaðar hér í skjalinu (númer liða eru þau sömu og í reglugerðinni). Kröfur til búnaðar eru einnig tilgreindar í viðeigandi skjölum stoðrits þar sem fjallað er um notkun viðkomandi búnaðar.
Viðurkenning skoðunarstofu og einstakra skoðunarstöðva
Nauðsynlegur búnaður og aðstaða fer eftir því hvaða ökutæki og ökutækjaflokka á að skoða hjá skoðunarstofu. Samgöngustofa viðurkennir skoðunarstofu til að skoða ökutæki og miðast viðurkenningin við þann búnað sem er til staðar.
Hafi skoðunarstofa starfsemi á fleiri en einum stað er aðstaða og búnaður þeirrar stöðvar sem best er búin lögð til grundvallar þegar umfang viðurkenningar skoðunarstofunnar í heild er ákveðin. Þrátt fyrir það má skoðunarstofan aldrei skoða önnur ökutæki í skoðunarstöð sinni en þau sem falla innan þeirra krafna sem gerð eru til aðstöðu og búnaðar við skoðun þeirra. Í eftirfarandi tilvikum þyrfti t.d. að hafna skoðun á ökutæki vegna þessa:
Ökutæki er of hátt fyrir innkeyrsludyr.
Ökutæki er of breitt fyrir t.d. innkeyrsludyr, hemlaprófara eða lyftu.
Ökutæki er of langt fyrir lyftu (og gryfja er ekki til staðar).
Hemlaprófun eftirvagns í hemlaprófara óframkvæmanleg vegna þess að ekki er gegnumakstur.
Ökutæki er yfir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd og hjólþeyti vantar (frá 01.01.2025).
Aðstaða
Skoðunaraðstaða (liður 1)
Skoðunaraðstaða (skoðunarstöð) með fullnægjandi rými til að skoða ökutæki og sem uppfyllir nauðsynlegar kröfur um heilbrigði og öryggi.
Plan, gryfja, lyfta (liður 2)
Nægilega stór skoðunarbraut til að sinna skoðun á ökutækinu (í kyrrstöðu) ásamt gryfju eða lyftu.
Tjakkur á gryfju og lyftu til að lyfta hverjum ási ökutækisins fyrir sig.
Aðstaðan skal búin viðeigandi lýsingu og loftræstibúnaði (ef nauðsyn krefur).
Vélræn skoðunartæki og handverkfæri
Skakari (liðir 8) - AÐ FULLU KRAFA FRÁ frá 01.01.2025
Á lyftu og í gryfju skal vera ein hreyfiplata til að hreyfa framhjól bifreiðar (skakari) vegna mats á sliti í hjóla- og stýrisbúnaði. Hreyfiplatan á a.m.k. að geta færst þversum (út/inn) og snúist í báðar áttir (nokkrar gráður). Skoðunarmaður skal geta stjórnað skakaranum sjálfur á meðan hann skoðar og metur slitið.
Þessi krafa gildir frá 01.01.2025: Tvöfaldur skakari (með hreyfiplötu fyrir sitthvort framhjól) í gryfju vegna mats á sliti í hjóla- og stýrisbúnaði í ökutækjum yfir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd. Hreyfiplötur skulu geta færst í sitthvora áttina, bæði langsum og þversum (a.m.k. 95 mm á hraðanum 5-15 cm/sek). Skoðunarmaður skal geta stjórnað skakaranum sjálfur á meðan hann skoðar og metur slitið.
Hjólþeytir (liður 16) - AÐ FULLU KRAFA FRÁ frá 01.01.2025
Hjólþeytir (spinner) til að snúa hjólum ökutækis sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd. Hann skal geta snúið stærstu ódriftengdum hjólum ökutækisins á fullnægjandi hraða svo mögulegt sé að finna misþyngd á hjóli og/eða skemmdir í legu hjólvalar eins og lýst er í verklagsbókum handbókarinnar.
Ofangreind krafa gildir frá 01.01.2025. Fram að því miðast krafan við 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd.
Handverkfæri - áhöld (liður 17)
Nauðsynleg handverkfæri sem nota þarf við skoðun ökutækja eins og lýst er í verklagsbókum handbókarinnar. Má nefna nauðsynlegan fjölda fastalykla, hjólatjakk, handljós, spennijárn, spenniverkfæri fyrir ýtihemil, ásamt nauðsynlegum aflestunarklossum.
Stafræn myndavél (ekki í viðaukanum) - SÉRSTAKAR SKOÐANIR
Stafræn myndavél (t.d. sími) sem hægt er að nota til að taka myndir af ökutækjum að hluta eða í heild, t.d. vegna tjónaendurmats og í skráningarskoðun og samanburðarskoðun (sjá verklagsbækur þessara skoðana). Myndirnar eru svo sendar Samgöngustofu í tengslum við skráningu eða breytingar ökutækis.
Mælitæki fyrir virkni hemla
Hemlaprófari (vökva/vélræn) (liður 4)
Rúlluhemlaprófari (eða plötuhemlaprófari) sem nota má til skoðana á skoðunarskyldum ökutækjum með leyfða heildarþyngd til og með 3.500 kg. Hann á að uppfylla sömu skilyrði og stór hemlaprófari (sbr. lið 3) en þarf þó ekki að geta mælt, skráð og sýnt hemlakrafta og loftþrýsting í lofthemlakerfi.
Hemlaprófari (loft) (liður 3, auk liða 6 og 7)
Rúlluhemlaprófari sem nota má til skoðana á öllum skoðunarskyldum ökutækjum (óháð heildarþyngd). Hann þarf að geta mælt, sýnt og skráð hemlakrafta og loftþrýsting í lofthemlakerfi í samræmi við viðauka A við ISO 21069-1 (eða jafngilda staðla).
Fylgibúnaður - lofthemlaáhöld (liður 6) til prófunar á lofthemlakerfum, eins og tengi, slöngur og þrýstimælar (til að afla allra þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að geta reikna hemlunargetu ökutækis út frá mældri hemlun).
Fylgibúnaður - þyngdarmælibúnaður (liður 7) til að meta þyngd ása í tengslum við hemlaprófun lofthemlakerfa (oftast innbyggð vigt í prófara).
Hemlaklukka (liður 5)
Hraðaminnkunarmælir (hemlaklukka) sem sýnir mestu hemlun sem næst á meðan hemlað er. Sé mælingin ekki samfelld (t.d. stafrænn mælir sem tekur staka mælipunkta) verður mælirinn að skrá og geyma mælingar a.m.k. 10 sinnum á sekúndu.
Mælitæki fyrir hávaða- og útblástursmengun
Hávaðamælir (liður 9)
Hljóðstyrksmælir (hávaðamælir) í nákvæmnisflokki Class 2 (hannaður til að standast kröfur í IEC 61672-1). Hann skal hafa mælisvið a.m.k. 40 - 120 dB(A) og geta fest hámarksmæligildi.
Útblástursmengun bensínhreyfils - fjórgasmælir (liður 10)
Útblástursmengunarmælir (fjórgasmælir) fyrir fjórar lofttegundir í samræmi við tilskipun ESB um mælitæki. Lofttegundirnar og lágmarks mælisvið þeirra eru kolmónoxíð (CO 0-5% vol), koltvísýringur (CO2 0-16% vol), súrefni (O2 0-21% vol) og vetniskolefni (HC 0-2.000 ppm vol). Jafnframt að tækið reikni út frá þessum mælistærðum svokallað lambdagildi (λ a.m.k. á bilinu 0,8-1,2) sem er brunanýtni hreyfilsins (staðlaður útreikningur).
Útblástursmengun díselhreyfils - reykþykknimælir (liður 11)
Útblástursmengunarmælir (reykþykknimælir) til að mæla gleypnistuðul (eða svertustuðul, K-gildi) í útblæstri díselhreyfla með nægilegri nákvæmni (lágmarks mælisvið 0-5,50 m-1).
Snúningshraðamælir (liður 18)- KRAFA FRÁ frá 01.01.2025
Þessi krafa gildir frá 01.01.2025: Mælitæki til að meta snúningshraða hreyfils í tengslum við hávaða- og mengunarmælingar, sbr. kröfur um mat á snúningshraða í verklagsbókum handbókarinnar.
Mælitæki fyrir annað
Ljósaskoðunartæki (liður 12)
Ljósaskoðunartæki með safnlinsu fyrir aðalljósker og þokuljósker sem sýnir ljósgeislann á geislaspjaldi. Auðvelt á að vera að greina útlínur ljósgeislans á geislaspjaldinu í dagsbirtu. Á geislaspjaldinu skal vera auðlesinn kvarði (mælilína) sem sýnir vísun ljósgeislans þannig að hægt sé að meta samræmi geislans við kröfur í verklagsbókum handbókarinnar (sbr. reglugerð um gerð og búnað og tilskipun ESB um gerðarviðurkenningu ökutækja).
Mynsturdýptarmælir (liður 13)
Mælitæki til að mæla mynsturdýpt hjólbarða. Þetta getur verið sérstakt verkfæri til þess arna eða fjölnota mælitæki, s.s. skífmál.
Prófari fyrir raftengi (liður 19)
Prófari fyrir raftengi eftirvagna, bæði 12V (7-póla og 13-póla) og 24V (7-póla og 15-póla) tengi af þeim gerðum sem lýst er í verklagsbókum handbókarinnar.
Handverkfæri - mælar/mátar (liður 17)
Nauðsynleg handverkfæri sem nota þarf við skoðun ökutækja eins og lýst er í verklagsbókum handbókarinnar. Má nefna nauðsynleg mælitæki eins og málband, skífmál, gráðuboga og máta (valkvæðir) til að mæla slit og skemmdir á tengibúnaði eða stýrisliðum.
Gaslekamælar (liður 15) - KRAFA FRÁ frá 01.01.2025
Mælitæki til að greina leka fljótandi jarðolíugass (LPG), þjappaðs jarðgass (CNG) og fljótandi jarðgass (LNG).
Ofangreind krafa gildir frá 01.01.2025. Vinna stendur yfir við að skilgreina kröfur til tækjanna og notkun þeirra við skoðun.
GPS-tæki (ekki í viðaukanum) - VALKVÆTT
Valkvætt er að bjóða upp á staðfestingu á hraðamæli (vegna breytinga á hjólastærð umfram 10%). Til þess þarf GPS tæki sem þarf að uppfylla kröfur um hnetti, aflestur og hraða. Þeim kröfum er lýst í skjali um hraðamæla.
Rafrænn aflestur
OBD aflesari (liður 14)
Tæki til að tengjast ökutækinu með rafrænum hætti, svo sem OBD aflesari (e. on board diagnostic). Tækið á m.a. að geta lesið upplýsingar um útblástursmengun en mögulega sitthvað fleira.
Vinna stendur yfir hjá Samgöngustofu við að skilgreina kröfur til tækisins og notkun þess við skoðun.
Kvörðun búnaðar sem notaður er til mælinga
Ef annað er ekki tilgreint í viðkomandi löggjöf Evrópusambandsins skal tíminn sem líður á milli tveggja kvarðana ekki vera lengri en:
24 mánuðir varðandi mælingu þyngdar, þrýstings og hljóðstigs,
24 mánuðir varðandi mælingu krafta, og
12 mánuðir varðandi mælingu á útblæstri.
Lög og reglur
Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Tilskipun ESB um mælitæki nr. 2004/22/ESB.
Tilskipun ESB um gerðarviðurkenningu ökutækja nr. 2019/2144/ESB.
Staðall ISO 21069-1 Ökutæki - Prófun hemlakerfa ökutækja með leyfða heildarþyngd yfir 3,5 t með rúlluhemlaprófara - Hluti 1: Lofthemlakerfi.
Efni kaflans
Kröfuskjalalisti
Yfirlit yfir þau lög, reglugerðir og reglur sem gilda um gerð og búnað, skoðun, skráningu og gjaldamál ökutækja. Listinn er til hægðarauka fyrir skoðunarstofur en þeim látið eftir að viða að sér sjálfum kröfuskjölunum og halda þeim til haga í eigin kerfum.
Tilvísanir eru til rafrænna eintaka og yfirleitt er bara vísað til fyrstu útgáfu (upprunalegra samþykkta laga og stofnreglugerða).
Lög
Umferðarlög (77/2019)
Lög um ökutækjatryggingar (30/2019)
Lög um leigu skráningaskyldra ökutækja (65/2015)
Lög um rannsókn samgönguslysa, (18/2003)
Lög um olíugjald og kílómetragjald (87/2004)
Vegalög (80/2007)
Lög um úrvinnslugjald (162/2002)
Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi (28/2017)
Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., (29/1993)
Lög um bifreiðagjald (39/1988)
Lög um faggildingu o.fl. (24/2006)
Reglugerðir og reglur er varða kröfur til ökutækja
Stofnreglugerðir um gerð og búnað ökutækja
Reglugerð um gerð og notkun bifreiða (72/1937)
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja o.fl. (51/1964)
Reglugerð um gerð og búnað bifreiða o.fl. (26/1988)
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja (655/1989)
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja (411/1993)
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja (915/2000)
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja (308/2003)
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja (822/2004)
Aðrar reglugerðir og reglur sem koma inn á gerð og búnað
Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja (155/2007)
Reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi (1077/2010)
Reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu á farmi (671/2008)
Reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit (605/2010)
Reglugerð um prófun á ökuritum (572/1995)
Reglugerð um frágang á hraðatakmarkara í bifreið (71/1998)
Reglugerð um ökuskírteini (830/2011)
Reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni (507/2007)
Verklagsreglur fyrir akstursíþróttir og aksturskeppnir í samræmi við reglugerð nr. 507/2007, Ríkislögreglustjóri (2/2008 U)
Keppnisgreinarreglur fyrir rallý 2022, AKÍS (21.11.2021)
Reglur um neyðarakstur (643/2004)
Reglugerð um merki á skólabifreiðum (279/1989)
Reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum (348/2007)
Reglugerð um slökkvitæki (1068/2011)
Reglugerð um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds (274/2006)
Reglugerð um innskatt (192/1993)
Reglugerðir og reglur er varða skoðun og skráningu ökutækja
Reglugerð um skoðun ökutækja (414/2021)
Námskrá fyrir grunnþjálfun og endurmenntun skoðunarmanna (170/2024)
Reglugerð um skráningu ökutækja (751/2003)
Reglugerð um starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa (346/1993)
Reglugerð um starfsemi endurskoðunarverkstæða með B-faggildingu (631/1994)
Reglugerðir og reglur er varða skilyrði til skoðana o.þ.h.
Reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar (1244/2019)
Reglugerð um umferðaröryggisgjald (681/1995)
Reglugerð um vörugjald af ökutækjum (331/2000)
Gjaldskrá Samgöngustofu (895/2022)
Erlendar kröfur er varða skoðun og prófun ökutækja
Tilskipun ESB um skoðun ökutækja (2014/45/ESB)
Tilskipun ESB um skráningargögn ökutækja (2014/46/ESB)
Tilskipun ESB um vegaskoðun ökutækja (2014/47/ESB)