Skoðunarhandbók ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.
Um handbókina
Skoðunarhandbókin er uppflettirit fyrir skoðunarmenn ökutækja. Hún er gefin út af Samgöngustofu með vísan til reglugerðar um skoðun ökutækja nr. 414/2021 með síðari breytingum, sem sett er samkvæmt umferðarlögum nr. 77/2019 með síðari breytingum.
Fylgja ber reglum skoðunarhandbókarinnar og skoða öll viðeigandi skoðunaratriði. Aðeins má gefa út opinbert skoðunarvottorð fyrir ökutæki sem skoðuð eru í samræmi við skoðunarhandbók þessa.