Skoðunarhandbók ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.
Breytingasaga
Efnislegar breytingar sem orðið hafa á texta skjalsins og dagsetning þeirra.
Ekki er getið smávægilegra breytinga á orðalagi, leiðréttinga eða breytinga á uppsetningu skjalsins.
1. nóvember 2024
Skoðun og mat á styrkleikamissi: Gildistöku þessa nýja endurbætta skjals frestað til 1. janúar 2025 (áður boðuð gildistaka var 1. nóvember 2024).
Reglur um breyttar bifreiðir (og torfærubifreiðir) - breytingar verða á kaflanum um stýrisbúnað:
(a) í lista yfir viðurkennda úttektaraðila bætist Jeppasmiðjan Ice.inn ehf, tæknimaður er Tyrfingur Kristján Leósson, heimili Ljónsstöðum, 801 Selfoss.
(b) í lista yfir viðurkennda úttektaraðila sérsmíðaðra hluta breytist Verkfræðiþjónusta Péturs Sigurðssonar í VPS Verkfræðistofa, tæknimaður verður Tryggvi Pétursson (var Pétur Sigurðsson) og heimilisfang verður Krókháls 10, 110 Reykjavík.
(c) heimilt að í undantekningartilvikum, með samþykki Samgöngustofu, sé vikið frá kröfunni um samþykki óháðs viðurkennds úttektaraðila, en þá þurfi að fylgja skýrsla þess sem smíðaði hlutinn til staðfestingar á uppruna hans (má þó ekki víkja frá kröfunni ef um samansoðna hluti er að ræða).
1. október 2024
Raflestur og gagnaskil:
Nýr kafli sem fjallar um raflestur (með OBD) tengi, skil á RWD (raungögnum um losun og orkunotkun) og lestur bilanakóða. Umfangið tilgreint (bilanakóðar ná til bifreiða frá 29.11.2018 og RWD til flestra fólks- og sendibifreiða frá 01.01.2021) og tímalínur (byrja að lesa 1. mars 2025 en dæmt á bilanakóða frá 1. janúar 2026).
1. júlí 2024
Kafli X Meðferð skoðunarmiða og tíðni skoðana:
Áfram verður heimilt að veita 30 daga frest til viðbótar áður útgefnum fresti vegna endurskoðunar (gildir til 1. janúar 2025 en var 1. júlí 2024).
Kafli IV Kröfur til skoðunarstofu ofl.:
Frestun á formlegri gildistöku krafna um grunnþjálfun, endurmenntun og viðurkenningu tæknilegs stjórnanda og skoðunarmanna (verður 1. janúar 2025 í stað 1. júlí 2024).
Kröfur um aðstöðu og búnað á skoðunarstofu:
Öllum gildistökuákvæðum kaflans frestað til 1. janúar 2025 (var 1. júlí 2024).
1. júní 2024
Kafli VIII Höfnun skoðunar/hætt við skoðun:
Við heimild eiganda (umráðanda) til að hætta við skoðun er nú gerð sú undantekning að hafi skoðunin fram að þessu leitt í ljós að eitt eða fleiri skoðunaratriði hafi hlotið dæmingu 3, sé ekki hægt að hætta við skoðun. Jafnframt er áréttað að ekki sé hægt að hætta við skoðun sem er lokið.
Kafli I Umfang og lögformleg staða:
Bætt við nýjum texta varðandi heimild skoðunarstofu að skoða og gefa út skoðunarvottorð fyrir þau ökutæki sem eru skráð erlendis en eru í notkun hér á landi. Í þeim tilvikum gilda ekki þær kröfur handbókarinnar sem augljóslega eiga ekki við en á skoðunarvottorði skulu koma fram áskildar upplýsingar eins ítarlega og unnt er. Líma ber skoðunarmiða í rúðu.
K6 - Undirvagn, grind o.fl:
Eldsneytiskerfi: Bætt við að heimilt sé að að taka gilda staðfestingu um gildistíma þrýstigeyma sem komið hefur verið fyrir á bakvið hlífar (sem losa þarf með verkfærum), enda komi slík staðfesting frá framleiðanda, fulltrúa framleiðanda (umboði) eða umboðsverkstæði.
Eldsneytiskerfi: Tiltekið að ekki sé heimilt að framlengja gildistíma metangeyma (framlenging geti átt við um einhverjar aðrar gerðir þrýstigeyma).
Eldsneytiskerfi: Bætt við að heimilt geti verið að fjarlægja orkugjafann metan að gildandi skilyrðum uppfylltum (í skráningareglum ökutækja).
Atriði 6.1.3 - Eldsneytisgeymar og leiðslur:
Atriðið 6.1.3.d virkjað (var óvirkt) með skýringunum "Handstjórnarloki eða segulloki LPG, CNG eða LNG kerfis virkar ekki" og "LPG, CNG eða LNG kerfi virkar ekki (opnast ekki fyrir orkugjafann)". Verklýsing atriðisins endurbætt með tilliti til þessa.
Skýringin "Eldsneytisgeymir ranglega staðsettur (í vélar- eða fólksrými)" færð úr atriði 6.1.3.f í atriði 6.1.3.e (á betur heima þar).
Atriði 5.2.3 - Hjólbarðar:
Sett inn ný skýring í atriði 5.2.3.a.1: "Röng akstursstefna og/eða röng inn/úthlið á tveimur eða fleiri hjólbörðum".
Sett inn ný skýring í atriði 5.2.3.e.1: "Öll ökutæki, dæmt ef: - Hjólbarðar negldir (einn eða fleiri) á tímab. 01.06 - 15.09".
Atriði 7.1.5 Öryggispúðar:
Bætt við túlkunina í þanka tvö (um að ekki sé dæmt á öryggispúða fyrir farþega sem hefur verið óvirkjaðir tímabundið) að það geti líka verið gefið til kynna með sama ljósi og fyrir bilun en það er þá gult að lit (verði rautt við bilun).
Verklagsbók fyrir skráningarskoðanir:
Yfirfarin og endurbætt, samantektum og tilvísunum fjölgað, til hagræðis fyrir skoðunarstofur. Sá hluti sem fjallaði um skráningu tæknieiginleika færður í nýja skráningareglubók ökutækja (og endurbættur verulega þar, m.a. skýrari rammi um bann við nýskráningu af ýmsum skráningarlegum ástæðum).
Efnislegar breytingar þær að hafna ber skoðun og skráningu ef upplýsingaspjald vantar (og umbeðnar upplýsingar því ekki til staðar, mátti áður nýskrá) og ef kælimiðill rafknúinna bifreiða (sem framleiddar eru utan Evrópulanda og USA eftir 01.01.2018) er af gerðinni R134a (nýtt).
Verklagsbók fyrir samanburðarskoðanir:
Yfirfarinn og endurbætt með fleiri tilvísunum. Sá hluti sem fjallaði um samanburð tæknieiginleika færður í nýja skráningareglubók ökutækja (og endurbættur verulega þar).
Verklagsbók fyrir tjónaendurmat:
Í stað þess að æskilegt sé að myndir séu teknar af tjóni við endurmat og sendar með skýrslunni til Samgöngustofu, verður það nú krafa.
Skoðun og mat á styrkleikamissi (gildir frá 1. nóvember 2024).
Endurbætt skjal um styrkleikamissi sem hefur verið að finna í K0 í kaflanum um skoðunarkerfið (og verður þar áfram til 1. nóvember). Textinn hefur verið yfirfarinn með það að markmiði að gera hann skýrari og auðvelda skoðunarmönnum að komast að samræmdri niðurstöðu. Meðal annars var horft til eldri aðferða um mat á umfangi styrkleikamissis sem finna mátti í eldri skoðunarhandbók (fyrir 1. mars 2023). Efnislegar breytingar ekki umtalsverðar en tækifæri gefið á samráði um lagfæringar til 1. nóvember 2024.
1. maí 2024
Kafli X Meðferð skoðunarmiða og tíðni skoðana:
Í umfjöllun um "Áhrif á skoðunartíðni þegar ökutæki er breytt" er nú tiltekið að notast skuli við skoðunartegundina "Aðalskoðun" (en ekki "Endurtekna aðalskoðun") þegar auka aðalskoðunar er krafist vegna breytinga í notkunarflokk sem hefur rýmri skoðunartíðni.
Kafli I Umfang og lögformleg staða:
Fjarlægður texti um heimild sem gilti til 31. maí 2023, um að heimilt væri að framkvæma endurskoðanir samkvæmt fyrri útgáfu skoðunarhandbókar á ökutækjum sem skoðuð voru fyrir gildistökuna 1. mars 2023 (enda runnin út).
Kafli II Uppbygging skoðunarhandbókar:
Uppbygging handbókar breytist lítillega, verða fimm hlutar í stað þriggja (efni óbreytt). Hlutinn um skoðunarkerfið, sem áður var á pdf-formi, verður það ekki lengur.
Kafli XIV. Önnur skjöl skoðunarhandbókar:
Áður innihélt þessi kafli tilvísanir til annarra skjala handbókar sem voru hluti af vefskjölum á eldri vef Samgöngustofu til 1. maí 2024. Þá færðist bókin á núverandi form og mynda allir hlutar bókarinnar nú heildstæða handbók og tilvísanir í önnur skjöl hennar óþarfar. Kaflinn inniheldur nú eldri skjöl handbókarinnar sem ekki eru á vefformi.
K0 - Auðkenning ökutækis og almennar leiðbeiningar:
Undirkaflarnir "Gerðir skráningarmerkja", "Tegundir skráningarmerkja" og "Fornmerki" fært í handbók um skráningareglur ökutækja.
K1 - Hemlabúnaður:
Undirkaflar er varða aðferðir við hemlaprófun einstakra gerða ökutækja með sídrif ásamt sértækum upplýsingum um lofthemlakerfi fært undir leiðbeiningar framleiðanda.
K2 - Stýrisbúnaður:
Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisendum, stýrisupphengjum og stýrisvélum fyrir einstaka ökutæki færðar í hlutann um leiðbeiningar framleiðanda
Skoðunaratriði fjarlægð úr stoðritum (þau helstu voru gjarnan talin upp en talið óþarft).
K6 - Undirvagn, grind o.fl:
Meginhluti texta um eigin þyngd, teikningar hópbíla og burðarvirkisvottorð flyst í handbók um skráningareglur ökutækja (eftir sitja tilvísanir þangað).
K7 - Hraðamælir:
Meginhluti texta um vottun hraðamæla flyst í handbók um skráningareglur ökutækja (eftir sitja tilvísanir þangað).
K2 - Hjólastaða:
Meginhluti texta um vottun hjólastöðu flyst í handbók um skráningareglur ökutækja (eftir sitja tilvísanir þangað).
K8 - Mengunarmæling:
Hrár og óyfirfarinn texti um framkvæmd mælinga upp úr tilskipun úr skoðun fjarlægður (þjónaði ekki tilgangi).
Leiðbeiningarsíður framleiðanda:
Upplýsingum um reglubundna skoðun á Teslu bætt við.
Handbókarhluti stofnaður - inniheldur eldra efni tekið úr stoðritum handbókarinnar.
Skjalið "Verklags- og vinnureglur Samgöngustofu vegna skoðunarstarfsemi" fellt niður (var tómt).
Skjalið "Námskrá fyrir grunnþjálfun og endurmenntun skoðunarmanna" fellt niður (var óþarfi). Námskrá er aðgengileg í kafla um lög, reglugerðir og reglur.
1. mars 2024
Kafli XIII. Samskipti við Samgöngustofu:
(a) Bætt við texta um innsendingu og leiðréttingu skoðana sem segir að senda skuli inn skoðanir samdægurs (þetta reglugerðarákvæði hefur ekki verið tiltekið í skoðunarhandbók en rétt að hafa það þar).
(b) Bætt við texta um að skoðanir skulu sendar inn með skeytasendingu og leiðréttingar á skoðunum einnig (eins og framkvæmdin er núna og þar með skýrt að Ekju-client er ekki notaður lengur fyrir þetta).
(c) Bætt við texta um að sé leiðrétting ekki möguleg með skeytum (t.d. þegar framlengja þarf endurskoðunarfrest á skoðun sem önnur skoðunarstofa gerði) þá sé sendur tölvupóstur á afgreiðsluhólf tæknideildar með beiðni um leiðréttingu.
Kafli III. Skilgreiningar hugtaka:
Hugtökin rýmri og örari skoðunartíðni skilgreind (fjöldi skoðana á árabili fyrir tiltekna skoðunartíðni er minni/meiri en annarrar – horfa má til fyrstu tíu áranna við þennan samanburð).
Kafli XIV. Önnur skjöl skoðunarhandbókar:
Skjal "Ljós ökutækja og glit II (áskilin og leyfð)" gefið úr í fyrstu útgáfu 01.03.2024.
Skjal "Námskrá - grunnþjálfun og endurmenntun skoðunarmanna ökutækja" gefið út 13.02.2024 (er að finna undir skjalinu sem innheldur lög og reglur).
1. janúar 2024
K2 - Hjólastaða - upplýsingar og vottun:
Tiltekið að enginn gildistími er lengur á hjólastöðuvottorði, bara að tryggja skuli að vottorðið hafi verið gefið út eftir að dæmt var á rangt hjólabil.
31. desember 2023
Atriði 0.2 - Verksmiðjunúmer:
Settar inn tvær málsgreinar í inngangstexta atriðisins til að útskýra betur útfærslu og staðsetningu verksmiðjunúmers, auk þess að minna á kröfu reglugerðarinnar um aðkomu Samgöngustofu ef endurbætur ökutækis hafa áhrif á verksmiðjunúmer. Ný málsgrein í verklýsingu „Útfærslur og staðsetningar verksmiðjunúmera geta verið ýmsar. Við lestur verksmiðjunúmers skal megináherslan vera á að lesa þau verksmiðjunúmer sem eru varanlega stönsuð í berandi hluta ökutækis. Jafngild eru þó verksmiðjunúmer á sérstakri plötu í neðra vinstra horni framrúðu, sem og spjöld (ekki miðar) sem eru límd eða hnoðuð tryggilega í hurðarfals og víðar (t.d. á hvalbak eða vatnskassabita).“. Ný málsgrein í athugasemdir og túlkanir „Ef fyrirhugað er að gera við eða endurbæta ökutæki með þeim afleiðingum að verksmiðjunúmer skemmist eða verði fjarlægt skal skráður eigandi ökutækisins sækja um það til Samgöngustofu og fá fyrirhugaða viðgerð eða endurbætur samþykktar.“
Atriði 6.1.3 Eldsneytisgeymar og leiðslur:
Bætt við skýringum um algengustu gastegundir í annan þanka verklýsingar (sem byrjar svo „Skoða þarf eldsneytisgeyma…“), hljóðar nú svo: „Skoða þarf eldsneytisgeyma til að sjá hvort þeir séu passi, hafi tærst og séu tryggilega festir. Í þrýstigeymum getur verið fljótandi jarðolíugas (LPG, aðallega própan eða bútan), þjappað jarðgas (CNG, aðallega metan) eða fljótandi jarðgas (LNG, aðallega metan).“.
Atriði 6.1.3 - Eldsneytisgeymar og leiðslur:
Bætt við skýringar um skoðun eldsneytisloks í sjötta þanka verklýsingar (sem byrjar svo: „Ganga skal úr skugga um að eldsneytislok…“), svohljóðandi texti bætist við „Ekki er gerð krafa um að aðgangshlíf að eldsneytisloki skuli opnuð (sé hún til staðar), eða að eldsneytislok séu opnuð, nema eldsneytislykt, sjáanlegur leki, tæring eða slíkt gefi tilefni til.“.
Atriði 6.1.6 - Tengibúnaður:
Forsendu (heiti) atriðis 6.1.6.h breytt til að betur sé hægt að lesa út úr því að hér sé m.a. átt við bæði óleyfilegan og óskráðan tengibúnað (sem tiltekið hefur verið í skýringu dæmingarinnar), forsendan verður „Gerð tengibúnaðar ekki í samræmi við kröfur (s.s. óleyfilegur eða óskráður)“.
Atriði 7.1.5 - Öryggispúðar:
Bætt við nýrri athugasemd í inngangstexta (til nánari upplýsinga fyrir skoðunarmenn vegna fullrar virkjunar dæmingar 7.1.5.c), svohljóðandi: „Vakin er athygli á að samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er óheimilt að fjarlægja öryggispúða úr ökutæki nema allur búnaður og merkingar hans séu fjarlægðar.
Einnig er óheimilt að aftengja öryggispúða nema merkingar hans séu fjarlægðar. Hafi merkingar um alla öryggispúða því verið fjarlægðar (sem ætti að þýða að allir öryggispúðar hafi annað hvort verið fjarlægðir eða aftengdir) þá verður gaumljós að vera óvirkt (á ekki að kvikna við neinar aðgerðir).
Atriði 7.2.1 - Ástand öryggisbelta/læsinga:
Þanka (númer tvö) breytt þannig að sætisbeltið „…sé dregið út við skoðun“ en ekki „…sé dregið alla leið út við skoðun“. Um leið bætt við textanum „Draga ber öryggisbeltið alla leið út til nánari skoðunar sé tilefni til (s.s. ef skemmdir sjást á beltinu eða grunur um bilun í læsingarbúnaði).“ Í sama þanka
Atriði 7.9 - Ökuriti:
Forsenda (heiti) atriðis 7.9.d lagfært með því fjarlægja „vantar“ (á ekki að dæma ef plötuna vantar, bara ef hún er ólæsileg eða útrunnin), stóð áður „Uppsetningarplötu vantar, hún er ólæsileg eða útrunnin“ en verður „Uppsetningarplata ólæsileg eða útrunnin“.
Atriði 7.12 Rafræn skrikvörn (ESC):
Nánari skýringar settar inn fyrir atriði 7.12a, b, c og d, í raun samskonar skýringar og gilda um ABS kerfið (úr atriði 1.6 Hemlalæsivörn)
30. desember 2023
Kafli X. Meðferð skoðunarmiða og tíðni skoðana:
Í undirkaflann „Framlenging á fresti til endurskoðunar“ hefur heimild til að framlengja frest til endurskoðunar verið framlengd til 1. júlí 2024 (var 1. janúar 2024).
Í kafla „Skoðunartíðni 4-2-2-2-2…“ er síðari þankinn („Eftirvagn II (O2)“) fjarlægður og felldur inn í fyrri þanka, sá orðast þá þannig: „Eftirvagn I og II (O1 og O2) í notkunarflokknum…“ en var „Eftirvagn I (O1) í notkunarflokknum…“.
Kafli IX. Niðurstöður skoðana:
Árétting sett inn í textana um hvað niðurstöðurnar Lagfæring og Endurskoðun hafa í för með sér, um að haga skuli notkun ökutækisins í samræmi við niðurstöðu skoðunar þar til fullnaðarviðgerð hefur farið fram (þessa áréttingu var annars bara að finna í kröfum til þess sem koma skal fram á skoðunarvottorði í kafla XI um þessar niðurstöður).
Kafli VI. Framkvæmd skoðana og samanburður við skráningu:
Skráningarskoðun v/endurskráningar (með kóðann D) tekin út, í stað er skráningarskoðun (með kóðann S) notuð í öllum tilvikum skráningarskoðunar (bæði v/nýskráningar og v/endurskráningar).
Kafli V. Skilyrði við skoðana:
Nýjum þanka bætt við kaflann „Skilyrði sem eiga við um allar skoðanir“: „Lögreglulás: Lögregla getur skráð lögreglulás á ökutæki og tekið lásinn af. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki, m.a. að ökutækið sé eftirlýst. Þegar lögreglulás er á ökutæki er m.a. óheimilt að skoða ökutækið og því skal skoðunarstofa athuga það við allar skoðanir. Komi upp slíkt tilvik ber skoðunarstofu að upplýsa bæði viðskiptavin og Samgöngustofu (sjá kafla XIII Samskipti við Samgöngustofu), án frekari aðgerða“.
Kafli III. Skilgreiningar hugtaka:
Orðið „umráðandi“ bætt í skilgreiningarlistann í kaflanum „Listi yfir orð og hugtök“ og þýðir það „umráðamaður“ eins og það orð er skilgreint í umferðarlögum. Orðinu umráðamaður skipt út fyrir umráðanda alls staðar þar sem það kom fyrir í formálanum.
Kafli IV. Kröfur til skoðunarstofu, tæknilegs stjórnanda og skoðunarmanna:
Boðaðri gildistöku nýrra krafna um grunnþjálfun, endurmenntun og viðurkenningu, í samnefndum kafla, frestað til 1. júlí 2024.
Textinn „Rafknúin dráttartæki flokkast sem ökutæki til fólksflutninga eftir þyngd (M1-M3)“ tekinn úr töflutexta fyrir töflu IV.1 um tilskilinn lágmarksbúnað við framkvæmd skoðunar, til samræmis við orðalag tilskipunar ESB um skoðun ökutækja nr. 2014/45 (sérkennileg setning sem ekki þjónaði tilgangi).
Kafli I. Umfang og lögformleg staða:
Í kaflanum „Laga- og reglugerðargrunnur“ var leiðrétt að ESB tilskipun nr. 2014/45 sé tilskipun en ekki reglugerð (og á öllum öðrum stöðum í handbókinni). Jafnframt var fullt nafn tilskipunarinnar (eins og það hefur verið þýtt í íslenskri útgáfu gerðarinnar) sett þarna inn („um reglubundnar prófanir á aksturshæfni vélknúinna ökutækja og eftirvagna þeirra“ í stað „um prófun á aksturshæfni skoðunarskyldra ökutækja“) og að eftirleiðis sé vísað til hennar með orðunum „tilskipun ESB um skoðun ökutækja“.
Kafli XI. Skoðunarvottorð:
Texti um aukaniðurstöðu tekinn út (ekki í boði lengur) í kaflanum „Upplýsingar sem koma skulu fram á skoðunarvottorði“, þankinn hljóðar því svo: „Niðurstöður skoðunar: Niðurstaða skoðunar og staðlaðar skýringar ef við á. Ekki er heimilt að nota aðrar niðurstöður en tilgreindar eru í handbókinni.“.
Bætt við kröfu um að tiltekin atriði verði auðkennd með samræmdum kóða Evrópusambandsins á skoðunarvottorði (með gildistöku 01.07.2024), sett inn í þankana í kaflanum „Upplýsingar sem koma skulu fram á skoðunarvottorði“. Þeir eru kóði 1 fyrir verksmiðjunúmer, kóði 2 fyrir númer skráningarmerkis og tákn skráningarríkis ökutækisins, kóði 3 fyrir skoðunarstað og dagsetningu skoðunar, kóði 4 fyrir stöðu akstursmælis, kóði 5 fyrir ökutækisflokk, kóði 6 fyrir skoðunaratriði, kóði 7 fyrir niðurstöðu skoðunar, kóði 8 fyrir dagsetningu næstu reglubundinnar skoðunar, kóði 9 fyrir auðkenni / undirskrift skoðunarmanns, og kóði 10 fyrir aðrar upplýsingar.
Bætt við að æskilegt sé að fram komi á skoðunarvottorði að reglubundin skoðun sé í samræmi við ESB tilskipun 2014/45 í kaflanum „Upplýsingar sem koma skulu fram á skoðunarvottorði“, þankinn hljóðar því svo: „Skoðunarreglur: Upplýsingar um að farið sé eftir skoðunarhandbók ökutækja sem Samgöngustofa gefur út. Að reglubundin skoðun sé í samræmi við ESB tilskipun nr. 2014/45.“.
Nýr þanki um að æskilegt sé að fram komi á skoðunarvottorði upplýsingar um heimild til að framlengja frest til endurskoðunar í kaflanum „Upplýsingar sem koma skulu fram á skoðunarvottorði“, þankinn hljóðar svo: „Framlenging frests: Upplýsingar um þá heimild sem í gildi er að framlengja megi frest til endurskoðunar að skilyrðum uppfylltum.“.
Búnaðarkröfur:
Gildistöku búnaðarkrafna skv. liðum 8, 15, 16 og 18 skulu vera uppfylltar eigi síðar en 1. júlí 2024 (var 1. janúar 2024).
27. desember 2023
K7 - Slökkvitæki og sjúkrakassi:
Stjórnvaldskröfur, reglugerð um slökkvitæki nr. 1068/2011 bætt inn í listann.
Slökkvitæki, eftirfarandi breytingar gerðar:
Krafa um gerð:
(a) Vísað í reglugerð um slökkvitæki og fyrirmæli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en var áður vísað til reglna Brunamálastofnunar.
(b) Almennur texti um viðurkenningu uppfærður (tekinn úr reglugerð um slökkvitæki í stað reglna Brunamálastofnunar). Hefur ekki áhrif efnislega.
Áskilnaður m.v. ökutæki: Bætt við nýrri kröfu, „Lágmarks slökkvimáttur sérhvers slökkvitækis skal samsvara 2 kg slökkvimætti dufts“ (ekkert lágmark var tilgreint áður, ekki er þó dæmt á lágmarksstærð fyrr en eftir 01.01.2025).
Krafa um reglubundna úttekt:
(a) Ekki lengur krafa um að ný tæki skuli úttekin innan árs heldur megi miðað við fyrsta gildistíma frá framleiðanda. Gera eigi athugasemd ef gildistíminn er liðinn (eða hann er ólæsilegur).
(b) Krafa Brunamálastofnunar uppfærð yfir í fyrirmæli Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og 8. grein reglugerðar um slökkvitæki, efnislega sambærileg.
K7 - Öryggisbelti og púðar:
Skilgreining á framvörn: Bætt við skilgreininguna, nú tiltekið að hún skuli vera í innan við 100 cm láréttri fjarlægð frá sætiskverk.
Skilgreining á frambili: Bætt við skilgreininguna, nú tiltekið að bilið geti verið að einhverjum hluta innréttingar (ekki bara framrúðu eins og var).
Áskilin öryggisbelti, leiðréttingar: (a) gildistaka nýjustu ákvæða um áskilin öryggisbelti allra ökutækisflokka á að vera 10.11.2006 (en ekki 01.10.2005), (b) beltaskylda í hópbifreið <3,5 t, það mega vera tveggjafestu belti í afturvísandi sætum (var ranglega þriggjafestu), (c) breytingarnar 10.11.2006 um beltaskyldu í hópbifreið >3,5 t eiga bara við hópbifreiðir í undirflokkum II, III og B (gleymst hafði að tiltaka þessa undirflokka), (d) beltaskylda í sendi- og vörubifreið nær bara til framvísandi sæta (var hægt að skilja að hún næði líka til afturvísandi sæta).
Áskilin öryggisbelti: Bætt við áréttingu um að í kaflanum séu tilteknar gildandi lágmarkskröfur og því sé ætíð heimilt að nota öruggara belti og búa fleiri sæti beltum en áskilið er.
Kröfuskjöl:
Aðrar reglugerðir og reglur sem koma inn á gerð og búnað:
Reglugerð um slökkvitæki (1068/2011) bætt við.
Reglugerð um leigubifreiðaakstur (324/2023) kemur í stað reglugerðar um leigubifreiðar (397/2003).
4. júlí 2023
Kafli X. Meðferð skoðunarmiða og tíðni skoðana:
Í texta um skoðunarmánuð ökutækja á árinu, sem gefur heimild til að færa ökutæki til skoðunar fyrir lögbundinn skoðunarmánuð, að það megi líka gerast „allt að tíu mánuðum fyrr (innan almanaksárs) hafi ökutækið gilda skoðun sem fram fór fyrir 1. nóvember liðins árs“.
Kafli XI. Skoðunarvottorð:
Setningin „Ekki er skylda að geyma skoðunarvottorð í ökutæki“ tekin út.
Kröfuskjöl:
Stofnreglugerðir um gerð og búnað ökutækja: Bætt við reglugerð um gerð og búnað bifreiða o.fl. (26/1988) (gleymdist).
31. mars 2023
Kafli V. Skilyrði til skoðana:
Skilyrði til breytingaskoðana: Bætt við skilyrðið um nauðsynleg fylgigögn eigi það við: „...eða staðfestingu frá Samgöngustofu um að heimilt sé að skrá bifreið í notkunarflokk.“.
Skilyrði til skráningarskoðana: Bætt við skilyrðið um nauðsynleg fylgigögn eigi það við: „...eða staðfestingu frá Samgöngustofu um að heimilt sé að skrá bifreið í notkunarflokk.“.
Skilyrði til ADR-skoðana: Bætt við skilyrðið um að ökutækið sé skráð ADR eða með samþykkta umsókn: „...(sbr. athugasemd í ökutækjaskrá). Skráning sé fyrir þá ADR-flokka sem óskað er skoðunar á.“
Skilyrði til ADR-skoðana: Bætt við skilyrðinu „Staðfesting á gildri reglubundinni skoðun eða aðalskoðun tekin samhliða.“
Skilyrði til Leyfisskoðana: Bætt við skilyrðinu „Ökutækið sé með leyfisskoðunarmiða eða fyrirliggjandi sé staðfesting frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um viðeigandi leyfi fyrir viðkomandi ökutæki.“.
Kafli XII. Eftirlit með skoðunum:
Eftirlitskerfið „Yfirferð upplýsinga úr innra eftirliti skoðunarstofa“ fellt niður og tekið út úr lista yfir eftirlit Samgöngustofu.
1.1.23 Ýtihemill fyrir eftirvagn:
Bætt við þanka í inngang atriðisins: „Þegar stjórnbúnaður ýtihemils virkjar aksturshemla eftirvagnsins er virkni og geta metin við skoðun aksturshemla samkvæmt atriðum 1.2.1 Virkni aksturshemils og 1.2.2 Geta aksturshemils“.
Forsenda atriðis 1.1.23 var „Hemlun ónóg...“ en verður „Virkni stjórnbúnaðar ófullnægjandi...“.
Skýring atriðis 1.1.23 verður „Stjórnbúnaður rafræns ýtihemils finnst ekki í eftirvagni (eftir 01.01.2000) eða er óaðgengilegur (eftir 01.01.2009). / Stjórnbúnaður rangt uppsettur, virkni ekki rétt eða ófullnægjandi (vélræns eða rafræns).“ en var „Þegar stjórnbúnaður ýtihemils virkjar aksturshemla eftirvagnsins er hemlun metin við skoðun aksturshemla. Annars (þegar ýtihemlakerfi er sjálfstætt hemlakerfi) er miðað við hemlun sé að lágmarki 40% af kröfum til aksturshemils ökutækisins (miðað við eiginþyngd).“.
1.6 Hemlalæsivörn (ABS):
Fyrsti þanki í inngangi atriðisins byrjar nú svo (ný setning): „Skoðunaratriðið tekur til allra ökutækja sem búin eru læsivörðum hemlum frá framleiðanda.“. Og svo kemur sá texti þankans sem áður var.
Bætt við þanka í inngang atriðisins: „Hemlalæsivarnar er krafist í tilteknar bifreiðir og eftirvagna, sjá upptalningu hér neðar. Ekki skal gera athugasemd við hemlalæsivörn í breyttum torfærubifreiðum fyrst skráðum fyrir 31.12.2012.“
5.3.3 Spindilkúla (og sambærilegir fjöðrunarliðir):
Í heiti atriðisins bætist við ofangreindur texti í sviganum.
Bætt við þanka í inngang atriðisins: „Skoðunaratriðið nær yfir spindilkúlur, spindillegur og aðra sambærilega fjöðrunarliði. Athuga að gerðar eru athugasemdir við spindilbolta í atriði 5.1.2 Hjólnöf og spindilboltar.“.
Skýring atriðis 5.3.4.a.2 verður „Hætt við að kúla (fóðring, festing eða liður) fari úr sambandi...“ en var „Hætt við að kúla fari úr sambandi...“.
6.1.3 Eldsneytisgeymar og leiðslur:
Skýring atriðis 6.1.3.c.2 fær viðbótina „Staðbundnar skemmdir eða los á festingum lagna eða geyma en ekki bráð hætta á ferð (aðrar festingar halda enn vel).“.
K7 - Slökkvitæki og sjúkrakassi:
Í lista yfir áskilnað miðað við ökutæki bætast ökutæki í eftirfarandi notkunarflokkum; Leigubifreið (slökkvitæki og sjúkrakassi, ný krafa sem tók gildi 01.04.2023 og er afturvirk), ferðaþjónustuleyfi (slökkvitæki og sjúkrakassi, hefur verið krafa en vantaði í listana) og skólabifreið (slökkvitæki, hefur verið krafa en vantaði í listann).
Atriði 6.1.6 Tengibúnaður:
Skýring atriðis 6.1.6.h fær viðbótina „Tengibúnaður ekki skráður, sjá leiðbeiningaskjal.“.
23. febrúar 2023
ADR-viðurkenningarskoðun:
Nýtt skjal. Efni tekið unnið upp úr kröfum í lögum og reglugerðum um ADR flutninga.
13. febrúar 2023
Kafli I. Umfang og lögformleg staða:
Skilgreiningin ADR-skoðun verður ADR-skoðanir, og bætt við skilgreininguna „og skoðun vegna skráningar á ökutæki til slíks flutnings (ADR-viðurkenningarskoðun)“.
Kafli V. Skilyrði til skoðana:
Skilyrði til ADR-skoðana: Bætt við skilyrðinu „Nauðsynleg fylgigögn eigi það við, s.s. þrýstiprófun tanks“.
Kafli VI. Framkvæmd skoðana
Framkvæmd skoðana að kröfu lögreglu: Þessum texta bætt við „Áréttað er að aukaskoðun að kröfu lögreglu skal gerð óháð þeim atriðum sem lögregla kann að hafa fundið eða bent á í boðun sinni (séu upplýsingar um þau atriði tiltæk). Því kunna að finnast önnur eða fleiri atriði í aukaskoðuninni en lögregla gæti hafa tiltekið í boðun sinni“.
Framkvæmd ADR-skoðana: Tegundarkóðar skoðananna settir inn (voru ekki áður), þeir eru ADR fyrir „ADR-skoðun“ og ADV fyrir „ADR-viðurkenningarskoðun“. Textinn að öðru leyti umorðaður þannig að hann taki til beggja skoðunartegunda (enda var á sama tíma gefin út ný verklagsbók fyrir ADR-viðurkenningarskoðana).
Kafli IX. Niðurstöður skoðana:
Niðurstaða skoðunar er „Endurskoðun“ (2): Gert heimilt að framlengja frest til endurskoðunar (sem ekki var áður) að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, og vísað til kafla X.
Niðurstaða skoðunar er „Notkun bönnuð“ (3): Bætt við texta sem áréttar að herðing niðurstöðunnar í 3 þegar lögregla hefur boðað í skoðun vegna vanbúnaðar gildir í öllum tegundum skoðana sem ökutækið skal fært til af þessum ástæðum.
Niðurstaða skoðunar er „Notkun bönnuð“ (3): Þegar skoðunaratriði hlýtur dæmingu 2 við skoðun ökutækis sem er úr umferð vegna þess að lögregla hefur fjarlægt skráningarmerki af „vegna þess að það er talið ógna umferðaröryggi eða af öðrum ástæðum“ verður „vegna vanrækslu á skoðun eða vanbúnaðar“ og ástæðan gerð að sérstökum þanka. Um leið áréttað að þetta gildi í öllum tegundum skoðana sem ökutækið skuli fært til af þessum ástæðum.
Niðurstaða skoðunar er „Skoðun hafnað“ (…): Kaflaheitinu breytt í „Niðurstaða skoðunar er „Hætt við skoðun“ (13)“.
Skoðunartíðni 4-2-2-2-2…: Fyrir „Eftirvagn I (O1) í notkunarflokknum tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi“ bætist við „Þó skulu þessir vagnar, fyrst skráðir 2004 og á slétttöluárum fyrir það ár (2002, 2000, 1998 o.s.frv.), sem færðir voru til reglubundinnar skoðunar á Íslandi á árinu 2021, næst færðir til reglubundinnar skoðunar árið 2024 og annað hvert ár eftir það.“.
Skoðunartíðni (1|2)-2-2-2-2...: Þessum texta bætt við: „Þó gildir að fornökutæki með fyrstu skráningu á oddatöluári en nýskráningarár á slétttöluári, og voru færð til reglubundinnar skoðunar á Íslandi á árinu 2020, skulu færð næst til reglubundinnar skoðunar á árinu 2023 og annað hvert ár eftir það. Einnig gildir að fornökutæki með fyrstu skráningu á slétttöluári en nýskráningar á oddatöluári, og voru færð til reglubundinnar skoðunar á Íslandi á árinu 2021, skulu næst færð til reglubundinnar skoðunar á árinu 2024 og annað hvert ár eftir það.“.
Framlenging á fresti til endurskoðunar: Nýr undirkafli, hljóðar svo „Fram til 1. janúar 2024 er heimilt að veita 30 daga frest til viðbótar áður útgefnum fresti vegna endurskoðunar að því tilskildu að áður útgefinn frestur sé ekki útrunninn. Slíkan frest er aðeins heimilt að veita ef ekki er unnt að útvega varahluti til viðgerða á ökutæki eða fá tíma fyrir ökutæki á verkstæði til viðgerðar til að bæta úr athugasemd eða athugasemdum sem leiddu til endurskoðunar ökutækisins. Skoðunarstofa veitir frestinn og getur, teljist þess þörf, óskað eftir staðfestingu á því að framangreind skilyrði undanþágu séu uppfyllt. Veiti skoðunarstofa frestinn skal nýr skoðunarmiði settur á ökutækið eða staðfesting á veittum fresti send eiganda (umráðamanni) ökutækis með rafrænum hætti.“.
Kafli XI. Skoðunarvottorð:
Upplýsingar sem koma skulu fram á skoðunarvottorði: Niðurstöðunni „Skoðun hafnað“ breytt í „Hætt við skoðun“.
Kafli XII. Eftirlit með skoðunum:
Eftirlit Samgöngustofu: Eftirlitskerfi bætt við, „Úrvinnsla ábendinga. Unnið er úr ábendingum sem berast Samgöngustofu er varða framkvæmd einstakra skoðana eða frammistöðu skoðunarstofu. Ábendingar geta borist m.a. frá viðskiptavinum skoðunarstofanna (m.a. þeim sem ekki vilja una niðurstöðu skoðana, sbr. 47. gr. reglugerðar um skoðun ökutækja), stjórnvöldum eða eftirlitsaðilum.“.
K6 - Þyngd ökutækja:
Framvísun vigtarseðils er ekki krafist ef fólksbifreið eða sendibifreið er færð til baka í upprunalegt horf (átti við alla ökutækjaflokka áður).
31. janúar 2023
Búnaðarkröfur:
Gildistöku búnaðarkrafna skv. liðum 8, 16 og 18 skulu vera uppfylltar eigi síðar en 1. janúar 2024 (í textanum var krafa á 8 og 16 en 18 valkvætt).
Gildistökuákvæði liðar 14 tekið út (var 01.01.2024), þess í stað tilgreint að verið sé að vinna að innleiðingu.
30. janúar 2023
Verklagsbók; ADR-skoðun
Nýtt atriði T25 í töflu 4, þrýstiprófun á áföstum tanki.