Skoðunarhandbók ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.
Efni kaflans
Umfang skráningarskoðunar
Skráningarskoðun er tæknileg úttekt á nýju eða notuðu ökutæki fyrir nýskráningu sem gefur upplýsingar um það hvort tiltekið ökutæki er í samræmi við viðurkenningu sína og það sem forskráð hefur verið í ökutækjaskrá, hvaða upplýsingar það eru sem á eftir að skrá og hvert ástand ökutækisins er. Skráningarskoðun er einnig gerð á ökutæki fyrir endurskráningu og miðast umfang skoðunarinnar þá við að ökutækið hafi áður verið viðurkennt og skráð hér á landi.
Ökutækið er auðkennt: Tryggja verður að um rétt ökutæki sé að ræða. Sérstök áhersla er lögð á að allt verksmiðjunúmerið sé skoðað og vandlega borið saman við skráningargögn. Þessu er lýst í kafla 0 í verklagsbók fyrir reglubundnar skoðanir. Ef um frávik er að ræða skal hafna skoðun og skráningu (nema náist að leiðrétta í samvinnu við Samgöngustofu).
Samanburður gerður á útfærslu ökutækisins við það sem forskráð hefur verið í ökutækjaskrá: Það sem fært hefur verið í ökutækjaskrá byggir á upplýsingum sem Samgöngustofa hefur fengið með umsókn um forskráningu og mögulega aflað úr öðrum skrám eða með öðrum hætti. Ekki má gera breytingar á ökutæki frá því sem viðurkennt hefur verið áður en það er fært til skráningarskoðunar. Þessu er nánar lýst í kaflanum um yfirferð og skráningu tækniupplýsinga skráningarviðurkenndra ökutækja í skráningareglum ökutækja.
Upplýsinga aflað af ökutækinu og réttar upplýsingar tilkynntar: Í forskráningarferlinu hefur jafnan verið framvísað gögnum eða staðfestingum á að tilteknar kröfur um gerð og búnað ökutækisins séu uppfylltar. Í einhverjum tilvikum eru þessar upplýsingar bara að finna á ökutækinu sjálfu og færist þá ábyrgðin til skoðunarstofu um að afla viðeigandi upplýsinga, taka mynd af þeim og skila á US.111. Þessu er lýst í kaflanum um yfirferð og skráningu tækniupplýsinga skráningarviðurkenndra ökutækja í skráningareglum ökutækja. Þar er að finna nákvæmt yfirlit yfir þau gildi sem á að yfirfara og skrá/leiðrétta eftir atvikum og þau gögn sem skila gæti þurft með.
Gerð og búnaður ökutækisins er skoðaður: Þetta athugun á því hvort ökutæki uppfyllir kröfur sem til þess eru gerðar samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja og aðrar kröfur sem gilda eftir því sem við á. Verklagsbók fyrir reglubundnar skoðanir er notuð í þessum tilgangi, ásamt mögulegum viðbótarkröfum sem gilda um notkunarflokka sem lýst er í skráningareglum ökutækja og hér í þessu skjali (aðrar kröfur).
Ástand ökutækisins skoðað: Hefðbundin reglubundin skoðun ökutækisins er gerð eins og lýst er í verklagsbók fyrir reglubundnar skoðanir.
Skráningarhæfi ökutækisins metið miðað við ofangreint: Ýmislegt getur gert það að verkum að skoðun og skráningu ökutækis skal hafnað í lok skráningarskoðunar. Þeim tilvikum er lýst á hverjum stað fyrir sig.
Skoðun á gerð og búnaði
Krafa er um tiltekna útfærslu, búnað og jafnvel viðurkenningarmerkingar á íhlutum í ökutækjum miðað við ökutækisflokka, fyrstu skráningu og jafnvel af öðrum ástæðum. Hér eru tekin saman þau atriði sem brýnt er að séu skoðuð vel fyrir algengustu ökutækisflokkana og eru þau öll í verklagsbók fyrir reglubundnar skoðanir (ekki tæmandi listi). Finnist annmarkar eru þeir skráðir á skoðunarvottorð. Skoðun eða skráningu ökutækisins er ekki hafnað vegna þessa nema skoðunarstofa telji að um verulega annmarka sé að ræða (sé til dæmis verulega vanbúið, samanber lýsingu á verulegum annmörkum sem valda höfnun í VII kafla umfjöllunar um skoðunarkerfið).
Fólksbifreið og sendibifreið (M1, N1)
K3 - Rúður (atriði 3.2): Lagskipt öryggisgler í framrúðu áskilið (eftir 01.03.1988).
K3 - Baksýnisspeglar og -búnaður (atriði 3.3): Áskildir á fólksbifreið (eftir 01.01.1989) og sendibifreið (eftir 15.05.1964) og síauknar kröfur, sjá leiðbeiningaskjal.
K3 - Rúðusprauta á framrúðu (atriði 3.5): Áskilin (eftir 01.03.1988).
K4 - Ljósabúnaður (atriði 4.1-4.7, 4.9 og 4.12): Yfirfara áskilin ljósker og skoða sérstaklega vel virkni, staðsetningu og gaumbúnað. Viðurkenningarmerkingar skulu skoðaðar vandlega á aðaljóskerum (eftir 01.01.1989), aukaljóskerum háljósa (eftir 01.03.1994) og þokuljóskerum (eftir 01.07.1990). Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K4 - Glitaugu (atriði 4.8): Yfirfara áskilin glitaugu og skoða sérstaklega vel lit þeirra, viðurkenningarmerkingar (merkt frá 01.07.1990) og staðsetningu. Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K5 - Fjöðrun (atriði 5.3): Áskilin á alla ása (þó ekki þörf á fornbifreiðum sem gerðar voru fyrir <30 km/klst hraða).
K5 - Höggdeyfar (atriði 5.3): Á öllum fjöðruðum ásum.
K6 - Farmskilrúm (atriði 6.1.1): Áskilið í sendibifreið (eftir 01.10.1990).
K6 - Undirvörn (atriði 6.1.4): Sjá leiðbeiningaskjal.
K6 - Dyrabúnaður (atriði 6.2.3): Tvöföld læsing áskilin (eftir 01.07.1990).
K6 - Höfuðpúðar (atriði 6.2.5 og 6.2.6): Áskildir í ystu framsætum fólksbifreiðar ≤3.500 kg (eftir 01.01.1983). Áskildir í ystu sætum sendibifreiðar (eftir 01.01.1983, þó ekki í þeim sem skráðar voru á tímabilinu 01.03.1988 til 01.07.1990).
K7 - Flauta (atriði 7.7): Áskilin (eftir 24.06.1937).
K7 - Öryggisbelti (atriði 7.1): Bifreið (minni kröfur til eldri), sjá leiðbeiningaskjal. Skulu bera viðurkenningarmerki og vera merkt framleiðanda (eftir 13.05.1994).
K7 - Hraðamælir (atriði 7.1): Skal hafa hraðamæli sem sýnir hraðann í km/klst (sem hægt er að lesa af í hvaða birtuskilyrðum sem er) (eftir 15.05.1964).
K7 - Viðvörunarþríhyrningur (atriði 7.4): Áskilinn (eftir 01.01.1989).
K7 - Slökkvitæki (atriði 7.2): Áskilið í breyttar fólks- og sendibifreiðir, sjá leiðbeiningaskjal.
K7 - Sjúkrakassi (atriði 7.5): Áskilinn í breyttar fólks- og sendibifreiðir, sjá leiðbeiningaskjal.
Vörubifreið og hópbifreið (N2, N3, M2, M3)
K1 - Hleðslustýrð hemlajöfnun (atriði 1.1.17): Skal vera á afturásum vörubifreiðar með tengibúnað fyrir eftirvagn III (eftir 01.07.1991 og til 01.01.2001, eftir það er krafa um ABS).
K1 - Hemlalæsivörn (ABS) (atriði 1.6): Vörubifreið >16.000 kg með tengibúnað fyrir eftirvagn III og IV eftir 01.01.1997 og svo allar vörubifreiðir eftir 31.03.2001. Hópbifreið >12.000 kg í undirflokki IIB eftir 01.04.1994 og svo allar hópbifreiðir eftir 31.03.2001.
K3 - Rúður (atriði 3.2): Lagskipt öryggisgler í framrúðu áskilið fyrir vörubifreiðir (eftir 01.03.1988) og hópbifreiðir (eftir 20.04.1980).
K3 - Rúðusprauta á framrúðu (atriði 3.5): Áskilin (eftir 01.03.1988).
K3 - Baksýnisspeglar og -búnaður (atriði 3.3): Áskildir (eftir 15.05.1964) og síauknar kröfur, sjá leiðbeiningaskjal.
K4 - Ljósabúnaður (atriði 4.1-4.7, 4.9 og 4.12): Yfirfara áskilin ljósker og skoða sérstaklega vel virkni, staðsetningu og gaumbúnað. Viðurkenningarmerkingar skulu skoðaðar vandlega þar sem þær eiga að vera (á aðaljóskerum (eftir 01.01.1989), aukaljóskerum háljósa (eftir 01.03.1994) og þokuljóskerum (eftir 01.07.1990)). Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K4 - Glitaugu (atriði 4.8): Yfirfara áskilin glitaugu og skoða sérstaklega vel lit þeirra, viðurkenningarmerkingar (merkt frá 01.07.1990) og staðsetningu. Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K4 - Glitmerkingar (atriði 4.8): Yfirfara glitmerkingar og hafa sérstaklega í huga að reglur um glitmerkingar eru ekki að samræmdar milli landa og því mörg dæmi um óleyfilegar glitmerkingar (sérstaklega á notuðum vörubifreiðum). Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K5 - Fjöðrun (atriði 5.3): Áskilin á alla ása (þó ekki þörf á fornbifreiðum sem gerðar voru fyrir <30 km/klst hraða).
K5 - Höggdeyfar (atriði 5.3): Á öllum fjöðruðum ásum (þó ekki áskilið á afturásum vörubifreiðar).
K6 - Dyrabúnaður (atriði 6.2.3): Tvöföld læsing (eftir 01.07.1990).
K6 - Undirvörn (atriði 6.1.4): Áskilin á flestar bifreiðir, sjá leiðbeiningaskjal.
K6 - Farmskilrúm (atriði 6.1.1): Farmskilrúm eða önnur vörn til að varna framskriði farms áskilin í vörubifreið (eftir 01.10.1990).
K6 - Höfuðpúðar (atriði 6.2.5 og 6.2.6): Áskildir í ystu sætum hópbifreiðar ≤3.500 kg (eftir 01.03.1994).
K7 - Flauta (atriði 7.7): Áskilin (eftir 24.06.1937).
K7 - Öryggisbelti (atriði 7.1): Almennt áskilin í öll sæti bifreiðar nú orðið (minni kröfur til eldri), sjá leiðbeiningaskjal. Skulu bera viðurkenningarmerki og vera merkt framleiðanda (eftir 13.05.1994), skal skoðað vandlega.
K7 - Hraðamælir (atriði 7.8): Skal hafa hraðamæli sem sýnir hraðann í km/klst (sem hægt er að lesa af í hvaða birtuskilyrðum sem er) (eftir 15.05.1964).
K7 - Hraðatakmarkari (atriði 7.10): Áskilinn eftir 01.01.1994 í tilteknar vöru- og hópbifreiðir og í allar vörubifreiðir eftir 01.01.2008 og allar hópbifreiðir eftir 02.07.2009, sjá leiðbeiningaskjal.
K7 - Ökuriti (atriði 7.9): Mögulega vörubifreið og hópbifreið, sjá leiðbeiningaskjal.
K7 - Viðvörunarþríhyrningur (atriði 7.4): Áskilinn (eftir 01.01.1989).
K7 - Slökkvitæki (atriði 7.2): Áskilið í allar breyttar bifreiðir og hópbifreiðir, sjá leiðbeiningaskjal.
K7 - Sjúkrakassi (atriði 7.5): Áskilinn í allar breyttar bifreiðir og hópbifreiðir, sjá leiðbeiningaskjal.
K9 - Þrep við aðaldyr (atriði 9.7): Skal í hópbifreið uppfylla kröfur um hæð frá jörðu og stærð (eftir 01.03.1993) (gildir þó ekki ef í eigu björgunarsveitar).
Eftirvagn (O1, O2, O3, O4)
K1 - Hleðslustýrð hemlajöfnun (atriði 1.1.17): Áskilin ásum eftirvagns IV ef hlutfall mestu og minnstu ásþyngdar er yfir 3/4 (þarf ekki ef ásinn er búinn læsivörn) frá 01.07.1991 til 01.01.2001. Áskilinn á eftirvagn með rafhemla ef eiginþyngd er minni en 3/4 af leyfðri heildarþyngd (eftir 01.01.2001).
K1 - Hemlalæsivörn (atriði 1.6): Á öllum ásum eftirvagns >10.000 kg (eftir 01.01.1997). Allir eftirvagnar III og IV (eftir 31.03.2001).
K4 - Ljósabúnaður (atriði 4.1-4.7, 4.9 og 4.12): Yfirfara áskilin ljósker og skoða sérstaklega vel virkni, staðsetningu og gaumbúnað. Minnt á áskilin framvísandi stöðuljós og þokuafturljós. Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K4 - Glitaugu (atriði 4.8): Yfirfara áskilin glitaugu og skoða sérstaklega vel lit þeirra, viðurkenningarmerkingar (merkt frá 01.07.1990 og að framan merkt frá 01.03.1994) og staðsetningu. Minnt á áskildu framvísandi glitaugun og þríhyrndu glitaugun að aftan. Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K4 - Glitmerkingar (atriði 4.8): Yfirfara glitmerkingar og hafa sérstaklega í huga að reglur um glitmerkingar eru ekki að samræmdar milli landa og því mörg dæmi um óleyfilegar glitmerkingar (sérstaklega á notuðum eftirvögnum). Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K5 - Fjöðrun (atriði 5.3): Áskilin á alla ása (þó ekki þörf á forneftirvögnum sem gerðir voru fyrir <30 km/klst hraða).
K6 - Undirvörn (atriði 6.1.4): Afturvörn og hliðarvörn áskilin á O3 og O4 (athuga sérstaklega á vögnum til sérstakra nota), sjá leiðbeiningaskjal.
K6 - Skermun hjóla (atriði 6.2.10): Gæta verður að fullnægjandi skermun hjóla (sérstaklega á vögnum til sérstakra nota).
K7 - Stöðufleygur (atriði 7.6): Áskilinn ef eftirvagninn er gerður fyrir <30 km/klst hraða og er án stöðuhemils.
Bifhjól (þungt tvíhjól) (L3e, L4e)
K0 - Skráningarmerki (atriði 0.1): Skal hafa svæði fyrir skráningarmerki að aftan (lágmarksstærð BxH 290x140 mm), skoða vel staðsetningu svæðisins og stærð.
K1 - Hemlalæsivörn (atriði 1.6): Skal búið hemlalæsivörn (ABS) (eftir 07.09.2016) en þó mega lágafkastabifhjól (≤125 cm3 og ≤11 kW og aflþyngdarhlutfall ≤0,1 kW/kg) vera án þess hafi það samtengt hemlakerfi (hemlastjórnloki virki á bæði hjól).
K3 - Baksýnisspeglar og -búnaður (atriði 3.3): Áskildir a.m.k. vinstra megin (eftir 01.01.1968) og alltaf báðum megin sé það hannað til hraðari aksturs en 100 km/klst, sjá nánari kröfur í leiðbeiningaskjali.
K3 - Framrúðusprauta (atriði 3.5): Hafi hjólið framrúðu (sem er í sjónsviði ökumanns) er rúðusprauta áskilin (eftir 07.09.2016).
K4 - Ljósabúnaður (atriði 4.1-4.7, 4.9 og 4.12): Yfirfara áskilin ljósker og skoða sérstaklega vel virkni, staðsetningu og gaumbúnað. Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K4 - Glitaugu (atriði 4.8): Yfirfara áskilin glitaugu og skoða sérstaklega vel lit þeirra, viðurkenningarmerkingar (skulu merkt frá 01.07.1990) og staðsetningu. Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K5 - Hjólbarðar (atriði 5.2.3): Allir hjólbarðar skulu vera með viðurkenningarmerki.
K5 - Fjöðrun (atriði 5.3): Skal hafa fjöðrun á framhjóli og hjóli hliðarvagns (eftir 01.03.1988).
K5 - Höggdeyfar (atriði 5.3): Áskildir á framhjóli.
K6 - Standari (atriði 6.2.11): Skal hafa hliðarstandara eða miðjustandara (eftir 20.07.1994).
K6 - Handfesta og fótstig (atriði 6.2.12): Handfesta (t.d. ól eða slá) fyrir farþega (eftir 20.07.1994). Fótstig fyrir ökumann og farþega (eftir 20.07.1994).
K7 - Hraðamælir (atriði 7.8): Skal hafa hraðamæli sem sýnir hraðann í km/klst (sem hægt er að lesa af í hvaða birtuskilyrðum sem er) (eftir 11.10.1993).
K8 - Hávaðamælingar (atriði 8.1.1): Skal vera innan marka, mæla ef eitthvað bendir til að átt hafi verið við útblásturskerfi, hjóli hafi verið breytt eða minnsti grunur um að hávaði geti verið of mikill.
Létt bifhjól (tvíhjól í flokki II, mest 45/klst) (L1e)
K0 - Skráningarmerki (atriði 0.1): Skal hafa svæði fyrir skráningarmerki að aftan (lágmarksstærð BxH 290x140 mm), skoða vel staðsetningu svæðisins og stærð.
K3 - Baksýnisspeglar eða -búnaður (atriði 3.3): Skal hafa baksýnisspegil a.m.k. vinstra megin (eða baksýnismyndavél) sem uppfyllir kröfur um stærð og stillimöguleika.
K4 - Ljósabúnaður (atriði 4.1, 4.2, 4.3, 4.4): Skal búið lágljósi, háljósgeisli leyfður. Skal búið afturvísandi stöðuljósi (afturljósi) og leyft að hafa stöðuljós að framan. Má vera búið stefnuljósi framan og aftan og leyfilegt að tengja og nota þau sem hættuljós. Skal búið hemlaljósi. Skal búið númersljósum. Sjá nánar um gildistöku og aðrar kröfur í leiðbeiningaskjali um ljósabúnað.
K4 - Glitaugu (atriði 4.8): Skal hafa rautt afturvísandi glitauga og gul glitaugu á hvorri hlið. Má hafa hvítt framvísandi glitauga. Glitaugu skulu hafa viðurkenningarmerkingu. Sjá nánar leiðbeiningaskjal um ljósabúnað.
K5 - Hjólbarðar (atriði 5.2.3): Allir hjólbarðar skulu vera með viðurkenningarmerki.
K5 - Fjöðrun (atriði 5.3): Framhjól skal búið fjöðrum.
K5 - Höggdeyfar (atriði 5.3): Áskildir á framhjóli.
K6 - Gírbúnaður og aflrás út í hjól (atriði 6.1.7): Keðja skal vera með keðjuhlíf.
K6 - Skermun hjóla (atriði 6.2.10): Skulu hafa hjólhlífar á bæði fram- og afturhjóli. Þurfa að uppfylla kröfurnar.
K6 - Standari á bifhjóli (atriði 6.2.11): Skal hafa hliðarstandara eða miðjustandara.
K6 - Handfesta og fótstig (atriði 6.2.12): Skal hafa fótstig fyrir ökumann (svæði fyrir fætur) og líka fyrir farþega (sé hann til staðar).
K7 - Læsingar og þjófavarnarbúnaður (atriði 7.3): Skal búið læsingar- og þjófavarnarbúnaði (stýrislás og/eða svisslykli).
K7 - Hljóðmerkjabúnaður (atriði 7.7): Skal hafa flautu (rafknúna).
K7 - Hraðamælir (atriði 7.8): Skal hafa hraðamæli sem sýnir hraðann í km/klst (sem hægt er að lesa af í hvaða birtuskilyrðum sem er).
K7 - Hraðatakmarkari (atriði 7.10): Hjól má ekki geta farið hraðar en 45 km/klst, alltaf þarf að framkvæma hraðapróf, sjá leiðbeiningaskjal.
K8 - Hávaðamælingar (atriði 8.1.1): Skal vera innan marka, mæla ef eitthvað bendir til að átt hafi verið við útblásturskerfi, hjóli hafi verið breytt eða minnsti grunur um að hávaði geti verið of mikill.
Kröfur til ökutækja í notkunarflokkum
Við skráningu ökutækis í tiltekinn notkunarflokk (annan en almenna notkun) er algengt að ökutækið þurfi að uppfylla sérstakar kröfur um útfærslu eða búnað. Þessum kröfum er lýst í kaflanum um notkunarflokkaskráningar í skráningareglubók ökutækja.
Uppfylli ökutækið ekki viðkomandi notkunarflokk, og engin dæming fyrirfinnst í skoðunarhandbók á annmarkann, ber að hafna skoðun og skráningu (samanber lýsingu á verulegum annmörkum sem valda höfnun í VII kafla umfjöllunar um skoðunarkerfið). Ef hægt er að leysa málið með því að skrá ökutækið frekar í notkunarflokkinn "Almenn notkun" er það heimilt (og má þá ljúka skoðuninni og skrá ökutækið), en ávallt verður að gæta að því að útfærsla ökutækisins eða sérbúnaður sé ekki þess eðlis að skráning þess í almenna notkun sé óheimil.
Aðrar kröfur sem verða að vera uppfylltar
Í forskráningarferlinu hefur jafnan verið framvísað gögnum eða staðfestingum á að tilteknar kröfur um gerð og búnað ökutækisins séu uppfylltar. Í einhverjum tilvikum er það hvorki gert né annmarkann er að finna sem skoðunaratriði í verklagsbók fyrir reglubundnar skoðanir og þá þarf að athuga það sérstaklega í skráningarskoðun. Sérhvert tilvik er unnið eins og lýst er hér og veldur frávik höfnun á skoðun og skráningu ökutækisins.
Tæknikröfur
Kælimiðill rafknúinna bifreiða sem framleiddar eru utan Evrópulanda og USA: Lesa þarf kóða (heiti) kælimiðilsins bifreiðarinnar og tilgreina í frjálsum texta í athugasemdareit US.111 (og líka ef hann finnst ekki). Kóðann ætti að vera að finna á spjaldi eða miða (í hurðarstaf, í hreyfilrými eða undir farangursloki/um). Kóðinn ætti að hafa upphafsstafinn "R". Ef kóðinn er "R134a" (eftir 01.01.2018) ber að hafna skoðun og skráningu.
Upplýsingar eða leiðbeiningar
Athugasemd "SKB" skráð (Skoðun óheimil án aðkomu tæknideildar ökutækja hjá Samgöngustofu): Eiganda (umráðanda) hefur verið tilkynnt þetta við samþykkt umsóknar um forskráningu. Skráningarskoðun verður að fara fram á afgreiðslutíma Samgöngustofu og tæknideild tilkynnt um hana með hæfilegum fyrirvara. Aðkoma tæknideildar getur verið sú að starfsmaður fylgist með skoðuninni en algengast er að starfsmaður tæknideildar geti verið í símasambandi á meðan skoðun fer fram.
Athugasemd "F07" skráð (Samanburðarskoðun á skoðunarstofu): Ekki má fulltrúaskoða heldur skal samanburðarskoðun fara fram á skoðunarstofu.
Athugasemd "F11" skráð (F11 Skráningarskoðun á skoðunarstofu): Ekki má fulltrúaskoða heldur skal skráningarskoðun fara fram á skoðunarstofu.
Athugasemd "SE1" skráð (Skráningarviðurkennd eða GVK hópbifreið, engin teikning): Þýðir að ekki er beðið um teikningu fyrir hópbifreið við skráningarskoðun.
Frávik og niðurstaða skráningarskoðunar
Dæmt er á alla annmarka sem finnast við skráningarskoðun eins og tilgreint er í verklagsbók fyrir reglubundnar skoðanir.
Niðurstaða skráningarskoðunar getur verið 0 (án athugasemda), 1 (lagfæring) eða 2 (endurskoðun) til að heimilt sé að nýskrá (að öðrum skilyrðum uppfylltum).
Verði niðurstaða skráningarskoðunar 3 (akstursbann), eða hætt var við skoðun (13), er ekki heimilt að nýskrá.
Um framkvæmd nýskráningar og yfirferð annarra skilyrða er vísað til handbókar um skráningareglur ökutækja, annars vegar kafla um skráningu tækniupplýsinga og um nýskráningu.
Kröfur til skoðunarmanna
Gerð er krafa um að skoðunarmaður hafi verið viðurkenndur samkvæmt eftirfarandi (gildir frá 01.01.2026):
V-viðurkenning (sérstakar skoðanir)
G-, B- og S- viðurkenning, eftir því sem við á miðað við stærð ökutækja og ökutækjaflokka.
Lög og reglur
Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.