Skoðunarhandbók ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.
Leiðbeiningar framleiðenda
Leiðbeiningar frá framleiðendum um skoðun einstakra kerfa eða íhluta.
Efni kaflans
Leyfilegt slag í spindilkúlum
Í töflu 1 má finna upplýsingar um leyfilegt slag í spindilkúlum í einstaka gerðum ökutækja.
Tafla 1. Upplýsingar um leyfilegt slag í spindilkúlum. Í öðrum tegundum ökutækja skal gengið út frá því að hámarks leyfilegt slag sé 1 mm. (St4.1.5.2)
Gerð bifreiðar | Efri: lengdar/þvers | Neðri: lengdar/þvers |
---|---|---|
Audi A4, A6, A8 | 0 / 0 mm | |
Chevrolet 4x4 með stangarfjöðrun | 0 / 0 mm | 3 / 0 mm |
Chevrolet Blazer | Þverslag í báðum spindlum jafngildi 3,2 mm mælt við felgubrún. Lengdarslag í neðri spindli 3,2 mm | |
Dodge Dakota, Ram Van, Ram Pickup | 2,29 / 1,52 mm | 2,29 / 0 mm |
Dodge Dakota, Durango 97 - 99 | 1,5 / 0 mm | 0 / 1,5 mm |
Ford Aerostar frá og með 1990 | 2 / 0 mm | |
Ford Twin I-Beam ás | 0 / 0,8 mm | 0 / 0,8 mm |
Lexus LS 400, GS 300, 400, 430, SC 300, 400, SC 430, IS 200, 300. | 0,4 / - mm | |
Mercedes Benz C/E W202/W210 | Ekki mælt / 1 mm | |
Mercedes Benz / Dodge Sprinter | Ekki mælt / 0 mm | |
Mercedes Benz ML 97 – 05 VIN númer byrjar á WDD163 | 4 / 0 mm | |
Mercedes Benz ML 05 - > VIN númer byrjar á WDD164 | 0 / 0 mm | |
Suzuki (allar gerðir) | Ekkert slag | Ekkert slag |
Toyota Crown | 2,3 / - mm | |
Toyota Supra | 0,4 / - mm | |
Toyota Liteace, Townace | 2,3 / - mm | 2,3 / - mm |
Toyota Hiace | 2,3 / - mm | 2,3 / - mm |
Toyota Dyna | 2,3 / - mm | |
Toyota Landcruiser 90, 120, 150 og Hilux 2005 - | 0,5 / - mm | |
Toyota Sequoia | 0,5 / - mm | |
Toyota 4Runner (VZN120, 13#, YN13#, RN13#, 125, LN13#) | 2,3 / - mm | |
Toyota 4Runner (RZN185, VZN18#, KZN185) | 0,5 / - mm | |
Toyota Tundra | 0,5 / - mm | |
Toyota Tacoma | 0,5 / - mm | |
Toyota Hilux (YN8#, 9#, RN8, 90, VAN85, 9#, YN10#, 11#, RN10#, 11#, LN10#, 11#) | 2,3 / - mm | 2,3 / - mm |
Toyota Hilux (RZN14#, 15#, LN14#, 15#) | 1,9 / - mm | 0,5 / - mm |
Toyota Hilux (LN16#, 17#, 19#, RZN16#, 17#, 19#) | 2,3 / - mm | |
Toyota T-100 (RCK10, VCK1#) | 1,9 / - mm | 0,5 / - mm |
Toyota T-100 (VCK2#) | 2,3 / - mm | |
Volvo 200-línan | 0 / 0 mm | 3 / 0 mm |
Volvo 700-línan | 0 / 0 mm | 3 / 0,5 mm |
Volkswagen LT | 1,1 / 0 mm | |
Volkswagen Passat | 0 / 0 mm |
M. Benz, gerðir 124 & 201 nema með vélar 104 & 119 (sjá gerðarnúmer)
Hlaup athugað með spindilmáta MB 201 589102300. Kúlur eru slitnar umfram leyfileg mörk ef hægt er að ýta mátanum í botn án mikils krafts og án notkunar verkfæra (sjá mynd 1).

Mynd 1. Hlaup athugað með spindilmáta.
Volkswagen Passat frá 1998
Í Volkswagen Passat frá 1998 eru stýrisdemparar á stýrisstöng við stýrisenda, við skoðun á slagi í stýrisenda sést slag í demparafestingunni, dæma skal hana skv. skoðunaratriði 5.3.2 Höggdeyfar og höggdeyfafestingar.
Citröen (með vökvafjöðrunarkerfi)
Aðferð til að athuga slag í spindilkúlum og aflesta þær er þessi. Lyftið undir burðarvirki bifreiðar þannig að hjól rétt fari á loft. Setja má hæðarstilli inni í bifreið í lægstu stöðu. Setjið kúbein undir hjól og lyftið og látið síga nokkrum sinnum. Við það gengur vökvinn í fjöðrunarkerfinu til baka og spenna fer af hjólabúnaðinum. Athugið slag í spindlum og stýrisendum á venjulegan hátt eins og um McPherson fjöðrun væri að ræða. Setjið hæðarstilli aftur í upprunalega stöðu ef hann hefur verið hreyfður.
Leyfilegt slag í hjólabúnaði
Nissan Primera P10 - leyfilegt slag í stífuenda (St6.3.5.1)
Leyfilegt slag í stífuenda Nissan Primera P 10 er mest 10 mm, sjá mynd 2.

Mynd 2. Leyfilegt slag í stífuenda er 10 mm.
MMC Pajero, Pajero Sport og L200 (árg 1993-2002)
Leyfilegt slag í efri hjólspyrnufóðringum að framan (double wishbone) í MMC Pajero, Pajero Sport og L200 er 1 mm (gildir um lausa fóðringu). Á við um þessa bíla af árgerðum 1993 til 2002, en þeir komu bæði með lausum og stífum fóðringum á þessu árabili.
Sjá mynd 3, annars vegar mynd af lausri fóðringu (v.m), hinsvegar af stífri fóðringu (þar sem ekkert slag er leyft h.m.). Gildir þegar tekið er á hjóli ofan og neðan með höndum eða létt með spennijárni (gæta verður að spenna ekki of mikið svo færsla gúmmífóðringarinnar sé ekki tekið sem slag.

Mynd 3. Myndir af stífri fóðringu og lausri hjólspyrnufóðringu.