Fara beint í efnið

Skoðunarhandbók ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. nóvember 2024 -

Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.

    Samantektir og tilkynningar

    Sérstakar tímabundnar tilkynningar, svokallaðar öryggistilkynningar, ætluðum skoðunarstofum um tímabundin öryggisvandamál í einstökum ökutækjum eða búnaði þeirra.

    Reglur um skráningu og breytingu ökutækisflokka, notkunarflokka og veigamikilla breytinga á ökutækjum má sjá í skráningareglum ökutækja.

    Tilvísanir til þeirra laga, reglugerða og reglna sem gilda um gerð og búnað ökutækja, skoðun, skráningu og annað er viðkemur skoðunarstarfsemi.

    Leiðbeiningaskjöl og ítarefni fyrir reglubundnar skoðanir er að finna undir þeirri verklagbók.

    Efni kaflans

    Skoðun dráttarvéla og eftirvagna þeirra

    Samantekt á kröfum um dráttarvélar og eftirvagna þeirra, auk sérstakra áhersluatriða við skoðun. Sjá einnig yfirlit ökutækisflokka dráttarvéla og eftirvagna þeirra.

    Dráttarvélar og eftirvagnar þeirra sem skráðar eru í umferð (í notkunarflokk 180) ber að skoða reglubundinni skoðun frá 01.01.2022.


    K1: Hemlabúnaður

    Krafa um hemla í dráttarvélum og eftirvögnum þeirra

    Dráttarvél skal búin aksturshemli og stöðuhemli. Ökumaður skal geta beitt bæði aksturs- og stöðuhemli úr sæti sínu. Einnig gildir:

    • Um aksturshemil: Ökumaður skal geta beitt aksturshemli án þess að taka hendur af stýri. Aksturshemill skal virka á bæði hjól á a.m.k. einum ási. Ef dráttarvél er búin aðskildum hemlafetlum fyrir hvort hjól á sama ási, og ekki er sérstakur fetill fyrir hemla beggja hjóla, skal vera hægt að tengja fetlana saman.

    • Um stöðuhemil: Stöðuhemill má vera læsibúnaður í aflrás sem festir drifhjól dráttarvélarinnar.

    Eftirvagn dráttarvélar skal búinn aksturshemli og stöðuhemili. Einnig gildir:

    • Við rof á tengibúnaði (loft eða vökvaflæði stöðvast) þá á sjálfvirk hemlun að eiga sér stað. Á öllum vögnum með vökvahemlum á stöðuhemill að fara sjálfvirkt á þegar vökvaslanga er ekki tengd.

    • Stjórnbúnaður fyrir stöðuhemil þarf einnig að vera á vagninum.

    • Eftirvagnar dráttarvéla skulu búnir hemlum eins og lýst er í töflu 3.

    Tafla 3. Kröfur til hemla eftirvagna dráttarvéla miðað við ökutækjaflokk.

    Ökutækjaflokkur

    Nánari flokkun

    Búnaður

    Kröfur

    R1

    Enginn stakur ás með burðargetu >750 kg.

    Án hemla

    Ef hemlar eru til staðar þá eru kröfur samkvæmt R2.

    ""

    Ás/ásar með burðargetu >750 kg.

    Með hemlum

    Ýtihemlar eða hemlar samkvæmt R2.

    R2

    ---

    Með hemlum

    Ýtihemlar eða hemlar samkvæmt R3.

    R3

    ---

    Með hemlum

    Samtengdir, hálf-samtengdir eða ýtihemlar.

    R4

    ---

    Með hemlum

    Samtengdir, hálf-samtengdir eða ýtihemlar.

    S1

    Enginn stakur ás með burðargetu >750 kg.

    Án hemla

    Ef hemlar eru til staðar þá eru kröfur samkvæmt S2.

    ""

    Ás/ásar með burðargetu >750 kg.

    Með hemlum

    Hemlabúnaður samkvæmt S2.

    S2

    ---

    Með hemlum

    Samtengdir, hálf-samtengdir eða ýtihemlar.

    Öðrum kröfum til hemla dráttarvéla og eftirvagna þeirra er lýst í töflu 4. Þessar upplýsingar nýtast þegar hemlaprófun dráttarvéla er möguleg (sjá hemlaprófun neðar) og við hemlaprófun eftirvagna.

    Tafla 4. Kröfur til hemla og hemlunar dráttarvéla og eftirvagna þeirra miðað við undirflokka (sbr. tilskipun ESB um kröfur til hemla dráttarvéla).

    Ökutækjaflokkur

    Tæknilegur hámarks hönn.hraði

    Kröfur

    Dráttarvél í hraðaflokki b

    >40 km/klst

    ABS (tekur gildi 01.01.2021)

    Dráttarvél í hraðaflokki b

    >60 km/klst

    ABS (frá 2018)

    Dráttarvél í hraðaflokki b

    >40 km/klst

    Hemlun >50% eða meira

    Dráttarvél í hraðaflokki b

    >60 km/klst

    Hemlun >50% eða meira

    Dráttarvél í hraðaflokki a/b

    >30 km/klst

    Hemlun >30% eða meira (ef dráttarvél er undir 1.500 kg í heildarþyngd) annars 50%

    Dráttarvél í hraðaflokki b

    >40 km/klst

    Öryggishemill (e. secondary braking system) á að virkja hemlunarkerfi eftirvagns, virknin á að stigmagnast

    Dráttarvél í hraðaflokki b

    >40 km/klst

    Sjálfvirk samtenging á hemlafetlum

    Eftirvagn dráttarvélar

    Allir

    Sjálfvirk tenging á vagnbremsum >12km/klst

    Dráttarvél og eftirvagn dráttarvélar í hraðaflokki b

    >40 km/klst

    Sjálfvirkar útíherslur (handvirkar fyrir alla aðra eftirvagna)

    Dráttarvél í hraðaflokki b

    >30 km/klst

    Öll hjól eiga að hemla, langlæsing millikassa heimil

    Dráttarvélar og eftirvagnar þeirra

    Allir

    Stöðuhemilskerfi >18%, tvöfalt hemlakerfi (e. two line) með sjálfvirkri hemlun við rof á leiðslu

    Eftirvagnar með samanlagða burðargetu ása frá 750 kg til 3500 kg

    >40 km/klst

    Lágmarkskröfur: ýtihemill

    Eftirvagn dráttarvélar

    >40 km/klst

    Hemlar eiga að virka á öll hjól, Kröfur um ALB ventil (hleðslustýrður hemlaloki)

    Eftirvagn dráttarvélar með samanlagða burðargetu ása >3.500 kg

    >60 km/klst

    ABS

    Eftirvagn dráttavélar með hemla

    Allir

    Stöðuhemill sem þarf að halda ökutæki í >18% halla (rg. 822/2004)

    Eftirvagn með samanlagða burðargetu ása >3.500 kg með samtengdum eða að hluta til samtengdum hemlum

    Allir

    Tvöfalt hemlakerfi (e. two line) með sjálfvirkri hemlun (>13,5%) við leiðslurof

    Hemlaprófun dráttarvéla

    Dráttarvél með fjórhjóladrifi er almennt ekki hægt að prófa í hemlaprófa. Ástæðan er sú að drifbúnaður hennar er alla jafna samtengdur öllum hjólum og leyfir hann ekki mismunandi snúning einstakra ása eða hjóla nema að mjög litlu leyti (líka þótt dráttarvélin sé ekki í gangi). Í staðinn verður að leggja áherslu á skoðun hemlahluta eins og hægt er.

    Dráttarvélar með eingöngu drifi að aftan er alla jafna hægt að hemlaprófa og er framkvæmdin eins og um bifreiða með vökvahemla væri að ræða.

    Hemlaprófun eftirvagna dráttarvéla

    Eftirvagn dráttarvélar er hemlaprófaður með sama hætti eins og um hefðbundinn eftirvagn bifreiðar væri að ræða. Þar sem vagnarnir eru almennt með vökvahemlakerfi er ekki möguleiki á að framreikna hemlun til að meta hemlunargetu og því er annað hvort mælt með því að slíkir eftirvagnar komi hlaðnir í skoðun eða álag sé hermt í hemlaprófara.


    K2: Stýrisbúnaður

    Dráttarvél getur verið búin stjórnbúnaði sem virkar einungis á framhjól, einungis á afturhjól eða samtímis á fram- og afturhjól. Dráttarvélar geta verið búnar vökvastýrðum stýrisbúnaði milli stjórnbúnaðar og stýris. Einnig geta dráttarvélar verið búnar stýrisbúnaði með rafdrifnum stýrisbúnaði milli stjórnbúnaðar og stýris, en einungis ef kerfið er tvírása kerfi. Þó þarf að vera hægt að stýra dráttarvélinni þrátt fyrir að einhver hluti í rafmagnsstýringunni bili. Jafnframt er rétt að nefna, til fróðleiks, að sérstakar kröfur eru gerðar til stýribúnaðar á hraðskreiðum dráttarvélum (e. fast tractors) (sbr. tilskipun ESB um öryggisbúnað dráttarvéla).

    Við skoðun á stýrisliðum skal horft til þessara útfærslna og stýrisliðir allra stýrðra hjóla skoðaðir.


    K3: Útsýn, rúður, þurrkur, speglar

    Viðmiðunarpunktur vegna mælinga á sjónsviði

    Í textanum hér á eftir getur þurft að meta sjónsvið út úr dráttarvél ef ástæða þykir til. Í því sambandi er notast við viðmiðunarpunkt "V" sem grundvöll ákvörðunar á útsýni og þurrkfleti, sjá mynd 1.

    drattarvelsjonsvid1x

    Mynd 1. "V" er viðmiðunarpunktur (e. reference point) sem notast við ákvörðun á útsýn og þurrkfleti. Viðmiðunarpunkturinn er 270 mm aftan við miðja frambrún ökumannssætis og 700 mm ofan við álagslausa setu sætis í miðstillingu.

    Sjónsvið ökumanns

    Aðeins mega vera 2 stólpar í sjónvinkli ökumanns fram á við, mest 700 mm breiðir. Einn stólpi má vera 1.500 mm breiður sitt hvoru megin við sjónvinkil en þá má aðeins vera einn 700 mm breiður stólpi til viðbótar (á sjónsvæði B) eða hámark 2 stólpar 1.200 mm breiðir (á sjónsvæði A), sbr. mynd 2.

    Notuð er formúlan b ≤ a/10+65 til að reikna hámarksbreidd stólpa ("b") miðað við lárétta fjarlægð að honum ("a"). Til breiddarinnar teljast gluggalistar, dyrakarmur og annað ógegnsætt efni.

    drattarvelsjonsvid2

    Mynd 2. Í sjónsviði dráttarvélar mega ekki vera fleiri en 6 stólpar í sjónsviði ökumanns. Sjónarhorn á að vera 44° (sem er 9,5 m breitt í fjarlægð R=12 m).

    Ökumaður þarf að geta séð í hluta beggja framhjóla.

    Ekki mega vera aðskotahlutir í sjónsviði ökumanns. Baksýnisspeglar teljast ekki vera hindrun á útsýni ef ekki er hægt að koma þeim fyrir á betri máta. Aukaspeglar (ekki áskildir) mega teljast til aðskotahluta í sjónsviði ökumanns.

    Rúðuþurrkur og þurrkflötur

    Dráttarvél sem búin er yfirbyggingu (húsi) með framrúðu skal vera búin vélknúnum þurrkum sem hreinsa flöt á framrúðu (sbr. tilskipun ESB um viðurkenningu dráttarvéla).

    Lágmarks ganghraði á rúðuþurrkum er 20 slög/mín.

    Breidd sjónvinkils fyrir þurrkur er 8 m í fjarlægð R=12, sbr. mynd 2. Dæmi um stærð flatarins miðað við mismunandi fjarlægð framrúðu frá viðmiðunarpunkti eru sýnt í töflu 5.

    Tafla 5. Dæmi um lágmarksbreidd og lágmarkshæð þurrkflatar á framrúðu miðað við fjarlægð framrúðu frá viðmiðunarpunkti (V).

    Fjarlægð framrúðu frá viðmiðunarpunkti (V)

    Lágmarksbreidd þurrkflatar

    Lágmarkshæð þurrkflatar

    50 cm

    33 cm

    14 cm

    60 cm

    41 cm

    17 cm

    70 cm

    48 cm

    19 cm

    80 cm

    54 cm

    23 cm

    90 cm

    61 cm

    25 cm

    100 cm

    68 cm

    29 cm

    110 cm

    75 cm

    30 cm

    120 cm

    82 cm

    35 cm

    150 cm

    102 cm

    43 cm

    Speglar í dráttarvél til aksturs á opinberum vegum

    Dráttarvél skal búin a.m.k. einum spegli í flokki I. Ef dráttarvélin dregur eftirvagn sem hindrar baksýn skal hún búin viðbótar baksýnisspeglum á báðum hliðum. Speglarnir skulu gera ökumanni kleift að sjá beggja vegna aftur með ækinu og sýna nægjanlega stórt svæði til þess að veita ökumanni fullnægjandi útsýn.


    K4: Ljós, glit og rafbúnaður

    Dráttarvél - áskilin ljósker og glitaugu

    • Aðalljósker: Tvö lágljósker sem mega vera í allt að 1500 mm hæð yfir akbraut og eru óbundin af lágmarksbili milli þeirra.

    • Stefnuljósker (og hættuljósker): Tvö framvísandi og tvö afturvísandi sem mega vera sambyggð í einu ljóskeri á hvorri hlið. Hliðarstefnuljósker eru einnig heimil.

    • Stöðuljósker: Tvö framvísandi og tvö afturvísandi.

    • Númersljósker: Eitt eða fleiri.

    • Afturvísandi glitaugu sem mega vera í allt að 1500 mm hæð yfir akbraut ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækisins.

    Dráttarvél - leyfð ljósker og glitaugu

    • Aðalljósker: Tvö eða fjögur ljósker fyrir háljós. Tveimur viðbótarljóskerum fyrir lágljós sem mega vera í allt að 2,8 m hæð yfir akbraut (stilla mest 30 m framan við), samtengd afturvísandi stöðuljóskerum en mega ekki vera samtengd áskildum ljóskerum fyrir lágljós.

    • Bakkljósker: Eitt eða tvö.

    • Breiddarljósker: Tvö framvísandi og tvö afturvísandi ef breidd dráttarvélar er meiri en 2,1 m.

    • Hemlaljósker: Tvö og eitt fyrri miðju.

    • Hliðarljósker

    • Leitarljósker: Eitt sem ekki þarf að vera tengt stöðuljóskerum.

    • Stefnuljósker: Tvö framvísandi og/eða tvö afturvísandi til viðbótar áskildum stefnuljóskerum.

    • Stöðuljósker: Tvö afturvísandi til viðbótar áskildum stöðuljóskerum.

    • Varúðarljósker: Eitt eða fleiri.

    • Vinnuljósker: Eitt eða fleiri sem ekki þurfa að vera tengd stöðuljóskerum.

    • Þokuafturljósker: Eitt eða tvö.

    • Þokuljósker: Tvö.

    • Afturvísandi glitaugu til viðbótar áskildum glitaugum, hliðar- og framvísandi glitaugu

    Eftirvagn dráttarvélar - áskilin og leyfð ljósker og glitaugu

    Sömu ákvæði gilda um eftirvagna dráttarvélar og um eftirvagna bifreiðar af sömu leyfðu heildarþyngd og stærð.


    K5: Ásar, fjöðrun, felgur, hjólbarðar

    Leyfileg burðargeta ása dráttarvéla og eftirvagna þeirra

    Til fróðleiks má sjá í töflu 6 upplýsingar um leyfða ásþyngd dráttarvéla og eftirvagna þeirra miðað fjölda ása og hvort þeir eru drifásar eða driflausir.

    Tafla 6. Leyfð ásþyngd dráttarvéla og eftirvagna þeirra (sjá skýringar á bókstöfum fyrir neðan töfluna).

    Ökutækjaflokkur

    Fjöldi ása

    Heildarþyngd (tonn)

    Heildarþyngd á drifása (tonn)

    Heildarþyngd á driflausa ása (tonn)

    T1, T2, T4.1, T4.2

    2

    18 (hlaðin)

    11,5

    10

    T1, T2, T4.1, T4.2

    3

    24 (hlaðin)

    11,5

    (d)


    10

    T1

    4 eða fleiri

    32 (hlaðin)

    (c)

    11,5

    (d)

    10

    T3

    2 eða 3

    0,6 (óhlaðin)

    (a)

    (a)

    T4.3

    2, 3 eða 4

    10 (hlaðin)

    (a)


    (a)

    C

    (á ekki við)

    32

    (á ekki við)

    (á ekki við)

    R

    1

    (á ekki við)

    11,5

    01

    R

    2

    18 (hlaðinn)

    11,5

    (b)

    R

    3

    24 (hlaðinn)

    11,5

    (b)

    R

    4 eða fleiri

    32 (hlaðinn)

    11,5

    (b)

    S

    1

    (á ekki við)

    11,5

    10

    S

    2

    18 (hlaðinn)

    11,5

    (b)

    S

    3

    24 (hlaðinn)

    11,5

    (b)

    S

    4 eða fleiri

    32 (hlaðinn)

    11,5

    (b)

    • (a) Ekki þarf að setja þyngdartakmarkanir á á öxla fyrir ökutækjaflokkana T3 og T4.3 þar sem þeir hafa skilgreindar þyngdartakmamarkanir á bæði hlöðnu og óhlöðnu ökutæki, t.d. heildarþyngd fer ekki yfir öxulþyngd.

    • (b) Öxulþyngdir í samræmi við tilskipun ESB um stærð og þyngd, viðauka I punktum 3.1 til 3.3.

    • (c) Þar sem driföxull er með tvöföldum hjólum og loftfjöðrun eða fjöðrun sem telst sambærileg samkvæmt skilgreiningu í viðauka II í tilskipun ESB um stærð og þyngd ökutækja, eða þar sem hver driföxull er með tvöföldum hjólum og heildarþungi hvers öxuls er ekki yfir 9,5 tonn.

    • (d) Öxulþyngdir í samræmi við tilskipun ESB um stærð og þyngd, viðauka I punkti 3.5.

    Kröfur til hjólbarða dráttarvéla og eftirvagna þeirra

    Hjólbarðar dráttarvéla og eftirvagna þeirra skulu vera gerð til notkunar í almennri umferð og mega ekki vera merkt „Sekunda“, „For Farm Use Only“, „TA“ (Traction Animal), „Bis 30“ (hraði upp að 30 km/klst) eða „Caravan“ (stöðuhýsi eða sambærilegt).

    Hjólbarðar fyrir hægfara ökutæki geta verið merkt „Landbrugsdæk“, „Implementdæk“, „Reifen für Landwirtschaft“ eða sambærilegt og eru þeir ekki samþykktir á ökutækjum sem nota á í almennri umferð.

    Mynstursdýpt hjólbarða á ökutækjum með hámarkshönnunarhraða yfir 40 km/klst skal vera að lágmarki 1,6 mm.

    Hjólbarðar dráttarvéla og eftirvagna þeirra skulu bera nafn framleiðanda ásamt upplýsingum um stærð, burðargetuflokk og hraðamerkingu (sjá töflu 7).

    Tafla 7. Hraðamerkingar á hjólbörðum dráttarvéla og eftirvagna þeirra tákna hámarkshraða við mestu hleðslu.

    Hraðamerking

    Hámarkshraði

    A2

    10 km/klst

    A4

    20 km/klst

    A6

    30 km/klst

    A8

    40 km/klst

    B

    50 km/klst

    D

    65 km/klst

    Einnig er að finna á hjólbarðanum upplýsingar um það hvort hjólbarðarnir henti á drifása eða ekki, sjá mynd 3.

    drattarvelardekk1

    Mynd 3. Burðargetumerking og hraðamerking ásamt upplýsingum um hvort hjólbarðinn sé hannaður fyrir drifás (efra merkið) eða ódriftengdan ás (neðra merkið). Hjólbarði getur verið hannaður fyrir hvoru tveggja og ber þá bæði merkin.


    K6: Undirvagn, grind, yfirbygging, innrými, áfestur búnaður

    Tengibúnaður dráttarvéla

    Það gilda kröfur um D- og S-gildi á tengibúnaði dráttarvéla (sbr. tilskipun ESB um öryggisbúnað dráttarvéla, viðauka XXXIV), ásamt því að ákveðin hæð þarf að vera á tengibúnaði frá jörðu.

    • Beisli tengivagns þarf að geta sveigt út í 60° til hvorrar handar, sveigt 20° upp og niður og á tengivagni þarf að vera 90° snúningsveifla og 20° snúningsveifla á hengivagni.

    • S-gildið er ákveðið af framleiðanda og má að hámarki vera 3.000 kg, þó getur það verið allt að 4000 kg ef um kúlutengi dráttarvélar er að ræða.

    • Einnig gildir að 20% heildarþyngdar ökutækisins að lágmarki þarf að hvíla á framhjólum.

    • Tengibúnaður skal vera að framan á dráttarvél fyrir stöng eða reipi.

    Útfærsla á tengibúnaði dráttarvéla

    Á myndum 5-7 má sjá nokkrar gerðir tengibúnaðar á dráttarvélum til fróðleiks.

    thritengi

    Mynd 4. Dráttartengi og þrítengi. (1) Efsti hlekkur. (2) Lyftuhlekkur. (3). Vökvahlekkur með hæðarstillingu. (4) Hæðarstillingarbolti. (5 og 6) Hliðartakmarkari. (7) Lyftiarmar.

    lyftiarmahlekkur-2-

    Mynd 5. Lyftiarmahlekkur. Virkni lyftiarmabúnaðar er mismunandi eftir framleiðendum, á myndinni vinstra megin er handfang og klemma en hægra megin bara handfang.

    evroputengi-2-

    Mynd 6. Evróputengi, láspinnabúnaður. (1) Láspinni. (2) Lásskinna.

    tegundir-tengja

    Mynd 7. Tegundir tengja. (1) Inntakstengi. (2) Krókur. (3) 80 mm kúlutengi. (4) Lyftiarmar.

    Mat á sliti í tengibúnaði

    Ekki eru til mikið af leiðbeiningum um mat á sliti tengibúnaðarhluta á dráttarvélum. Þó er hægt að leggja mat á slit í þeim útfærslum sem eiga lokast við tengingu, svo sem króks, sjá mynd 8.

    rafsegulplata

    Mynd 8. Mat á sliti í tengibúnaði. Á myndinni er sýndur krókur og hvernig hann lokast. Bilið "X" ætti ekki að vera meira en 15 mm (eða meira en viðmið framleiðanda ef þau eru fyrir hendi).

    Skermun hjólhlífa á dráttarvélum

    Fram- og afturhjól dráttarvélar skulu búin hjólhlífum. Dráttarvél í flokki Tb verður að hafa aurhlífar sem getur verið hluti af yfirbyggingu, aurhlífar o.s.frv.

    Hjólhlíf afturhjóls skal vera innan við hjólið og ná a.m.k. út yfir hluta hjólbarðans. Bil milli hjóls og hjólhlífar skal gefa nægjanlegt rúm fyrir keðjur eða spyrnur. Auhlífarnar þurfa að hylja að minnsta kosti 2/3 af breidd hjólbarðans. Aurhlífin á að hylja að minnsta kosti 90° af ummáli hjólbarðans, sjá mynd 9.

    Hjólhlíf við afturhjól skal ná nógu langt fram til að ekki sé hætta á að fætur ökumanns snerti hjólin í akstri.

    Hjólhlíf framhjóls skal þekja alla breidd hjólbarðans. Hún skal ná a.m.k. frá lóðréttu þverplani gegnum hjólmiðju aftur að láréttu þverplani gegnum hjólmiðju.

    drattarvelhjol1

    Mynd 9. Skermun hjóla á dráttarvél í flokki Tb.

    Skermun hjólhlífa á eftirvögnum dráttarvéla

    Eftirfarandi kröfur gilda, sjá líka mynd 10:

    • Eftirvagn R1 b: Sömu ákvæði gilda og um fólksbifreið.

    • Eftirvagn R2 b: Sömu ákvæði gilda og um eftirvagn I.

    • Eftirvagn R3 b: Sömu ákvæði gilda og um hópbifreið II.

    • Eftirvagn R4 b: Sömu ákvæði gilda og um eftirvagn III.

    drattarvelavagnhjol1

    Mynd 10. Skermun hjóla á eftirvögnum dráttarvéla í flokki Rb.


    K7: Annar búnaður (öryggis, takmörkun, mælar o.fl.)

    Bakkhljóðmerkisbúnaður

    Sömu ákvæði gilda til að nota bakkhljóðmerkisbúnað í dráttarvélum og um sendi- og vörubifreiðir í sama þyngdarflokki (ökutækja í flokki N).

    Þjófavörn

    Dráttarvélar með útskiptanlegan dráttarbúnað sem eru með þyngdarhlutfallið jafnt eða meira en 3 (heildarþyngd / eigin þyngd) þurfa að hafa búnað sem kemur í veg fyrir stuld (sbr. tilskipun ESB um öryggisbúnað dráttarvéla, viðauka XVIII).

    • Fyrir dráttarvélar í flokkum T og C þarf að vera hægt að læsa ökumannsrými ásamt því að ekki á að vera hægt að gangsetja ökutækið nema með lykli.

    • Fyrir eftirvagna í flokkum S og R þarf að vera læst hús yfir tengibúnað, hægt að læsa hjólum með klemmu og hægt að læsa stöðuhemli með lás.


    Lög og reglur

    Stjórnvaldskröfur sem skjalið byggir á er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.

    • Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007.

    • Reglugerð ESB um viðurkenningu dráttarvéla nr. 167/2013/ESB.

    • Reglugerð ESB um kröfur til hemla dráttarvéla nr. 2015/68/ESB.

    • Reglugerð ESB um öryggisbúnað dráttarvéla nr. 2015/208/ESB.

    • Tilskipun ESB um stærð og þyngd ökutækja nr. 1996/53/ESB.