Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. apríl 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Tækniupplýsingaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar öflun upplýsinga af ökutæki, staðfestingu á upplýsingum um ökutæki og um breytingar á skráningu ökutækja í tengslum við opinberar skoðanir þeirra (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B (og C)

    Efni kaflans

    Skráning gilda úr valtöflum á US.111

    Gildi í valtöflum eru valin úr listum eða hakað við gildi. Um er að ræða upplýsingar sem einkenna ökutækið eða eru tækniupplýsingar sem skráðar eru kóðar í ökutækjaskrá.

    Gildin eru tilkynnt af skoðunarstofu ökutækja í tengslum við skráningarskoðun eða breytingaskoðun (eða leiðréttingar) á rafrænu eyðublaði US.111. Þegar skylda er að skrá gildið og upplýsingar um það liggja ekki fyrir við skráningaskoðun eða breytingarskoðun, skal skoðun og skráningu ökutækisins hafnað.


    Litur

    Litur er valinn miðað við lit ökutækisins.

    • Litur: Litur ökutækisins í einfaldri mynd, þ.e. ekki nákvæm útfærsla lakks eða neitt slíkt. Ef ökutæki er tvílitt er reynt að skrá þá samsetningu. Marglit ökutæki eru bara skráð marglit.

    Skráning eða breyting á lit ökutækja getur verið eftirfarandi ástæðum (meðal annars):

    • Við forskráningu vantar þessar upplýsingar stundum (eða eru ónákvæmar) og þá er skoðunarstofu látið eftir að skrá þær í tengslum við nýskráningu (má ekki vanta).

    • Við breytingu á lit ökutækis. Þarf ekki samþykki Samgöngustofu fyrirfram.


    Orkugjafi

    Orkugjafi er tilkynntur þegar verið er að breyta hreyfli, og sú breyting hefur hlotið samþykki Samgöngustofu fyrirfram. Við skoðun eru gögnin notuð við að staðfesta að hinn nýi orkugjafi sé kominn í ökutækið.

    • Orkugjafi: Sá miðill eða það eldsneyti sem notað er til að knýja vélknúið ökutæki. Getur saman­staðið af fleiri en einum miðli. Hreinraforku kallast það svo þegar vélknúið ökutæki er knúið raforku eingöngu (ekki öðrum orkugjöfum). Orkugjafar flokkast svo í hópa (m.a. tegundir tvíorku).

    Valtafla orkugjafa er þessi:

    • (1) "Bensín": Notar bensín (fljótandi).

    • (D) "Bensín /Raf.tengill“: Tvíorku, notar bensín (fljótandi) og rafmagn með rafhlöðu sem hægt er að hlaða með raftengli (plug-in).

    • (6) "Bensín /Rafmagn": Tvíorku, notar bensín (fljótandi) og rafmagn með rafhlöðu sem ekki er hægt að hlaða með raftengli.

    • (A) "Bensín /Metan": Tvíorku, notar bensín (fljótandi) og metangas (yfirleitt á gasformi undir um 250 bara þrýstingi, CNG Compressed Natural Gas, en getur verið á vökvaformi, LNG Liquified Natural Gas, ef það er á kæligeymum með undir -161° frosti).

    • (H) "Bensín /Própan": Tvíorku, notar bensín (fljótandi) og própangas (fljótandi undir um 7 bara þrýstingi).

    • (2) "Dísel": Notar dísel (fljótandi).

    • (E) "Dísel /Raf.tengill": Tvíorku, notar dísel (fljótandi) og rafmagn með rafhlöðu sem hægt er að hlaða með raftengli (plug-in).

    • (C) "Dísel /Rafmagn": Tvíorku, notar bensín (fljótandi) og rafmagn með rafhlöðu sem ekki er hægt að hlaða með raftengli.

    • (B) "Dísel /Metan": Tvíorku, notar dísel (fljótandi) og metangas (yfirleitt á gasformi undir um 250 bara þrýstingi, CNG Compressed Natural Gas, en getur verið á vökvaformi, LNG Liquified Natural Gas, ef það er á kæligeymum með undir -161° frosti).

    • (5) "Vetni": Notar vetni (á gasformi við 350-700 bara þrýsting).

    • (G) "Vetni /Raf.tengill": Tvíorku, notar vetni (á gasformi við 350-700 bara þrýsting) sem efnarafall umbreytir í raforku og fyllir á rafhlöður sem líka er hægt að hlaða með raftengli (plug-in).

    • (F) "Vetni /Rafmagn": Tvíorku, notar vetni (á gasformi við 350-700 bara þrýsting) sem efnarafall umbreytir í rafmagn sem knýr rafmótora.

    • (3) "Rafmagn": Notar rafmagn eingöngu (hlaðinn með raftengli að sjálfsögðu!).

    • (8) "Metan": Notar metangas (yfirleitt á gasformi undir um 250 bara þrýstingi, CNG Compressed Natural Gas, en getur verið á vökvaformi, LNG Liquified Natural Gas, ef það er á kæligeymum með undir -161° frosti).

    • (9) "Óþekkt": Einungis heimilt að nota fyrir ökutækisflokk Vinnuvél (VV).

    • (0) "Vélarlaus": Dregið ökutæki (eftirvagn).

    Skráning eða breyting á orkugjafa getur verið af eftirfarandi ástæðum (meðal annars):

    • Við forskráningu eru þessar upplýsingar alltaf skráðar af Samgöngustofu.

    • Skipt er um brunahreyfil og sá nýi hefur annan orkugjafa, t.d. bensínhreyfils og díselheyfils. Þarf samþykki Samgöngustofu fyrirfram.

    • Settur er (eða fjarlægður) viðbótarorkugjafi, t.d. metan. Þar samþykki Samgöngustofu fyrirfram.


    Yfirbygging (ábygging)

    Yfirbygging (ábygging) skal skráð fyrir vörubifreiðir (N2 og N3) og fyrir stærri eftirvagna (O3 og O4). Heimilt er að skrá yfirbyggingar á N1 og O2 (sérstaklega þær sem eru til sérstakra nota) og R3 og R4. Ökutæki getur verið búið fleiri en einni ábyggingu (sem allar eru notaðar í einu) eða útskiptanlegum ábyggingum (sem eru ekki allar notaðar í einu).

    • Yfirbygging: Allar gerðir af ábyggingum sem gera það að verkum að ökutækið getur talist flytja farm (t.d. með pall eða tank) eða hafa áfastan búnað til sérstakra verka (t.d. búnað til snjómoksturs eða steypudælu).

    Merkt er við þá gerð yfirbyggingar (ábyggingar), eina eða fleiri, eftir því sem við á:

    • (001) "Dráttarbíll (m/stól)": Bifreið aðeins ætluð til dráttar á festivagni og því eingöngu með dráttarstól. (heiti breytt úr „Dráttarstóll“ þann 17.05.2024 og atriði virkjað á ný)

    • (002) "Olíutankur": Bifreið eða eftirvagn með tank til flutnings á olíu eða sambærilegum eldfimum vökva eða eldfimum lofttegundum. (vegna ADR)

    • (043) "Flugvélaeldsneytisdæla": Sérhæfð afgreiðslubifreið sem er sérútbúin til að afgreiða eldsneyti á flugvélar, m.a. með eldsneytistank sem dælt er úr. (vegna olíumerkja + notkunarflokkur 119 Flugvallarökutæki) (stofnað 24.04.2024)

    • (003) "Mjólkurtankur": Vörubifreið eða eftirvagn með tank sem er sérstaklega útbúinn til að safna mjólk frá búum. (vegna olíumerkja)

    • (004) "Steyputunna": Vörubifreið eða eftirvagn með tunnu sem er sértaklega útbúin til að flytja steypu. (vegna olíumerkja)

    • (026) "Steypudæla": Vörubifreið sem sérhönnuð er til að dæla steypu um langan barka sem er hægt að stjórna og fylla í steypumót á verkstað. (vegna olíumerkja)

    • (016) "Tankur": Vörubifreið eða eftirvagn með hverskonar tank eða síló sem eru til flutn­ings eða söfnunar á vökvum og efnum, öðrum en olíum og eldfimum efnum eða gastegundum (til aðgreiningar frá mjólkurtanki og olíutanki). Þetta geta verið þurrefnistankar, vatnstankar, óeldfimir gastankar o.fl.

    • (008) "Kassi": Vörubifreið eða eftirvagn með flutningakassa fyrir vöruflutninga. (ekki meira en 2,55 að breidd og til aðgrein­ingar frá kælikassa/jafnhitakassa)

    • (025) "Jafnhitakassi": Vörubifreið eða eftirvagn með einangruðum flutningakassa sem hannaður er til að halda sem mest jöfnum hita á því sem flutt er í kassanum. Getur verið með eða án hita- eða kælibúnaðar. (vegna heimildar til að mega vera allt að 2,6 m að breidd) (heiti breytt úr „Kælikassi“ þann 24.04.2024)

    • (019) "Sorpkassi": Vörubifreið eða eftirvagn sem eru sérstaklega útbúin og hönnuð til söfnunar á sorpi og hafa sorpgeymslukassa, með eða án sorpþjöppu.

    • (012) "Vörulyfta" eða eftirvagn með lyftupalli aftan á kassa sem hönnuð er til að auðvelda vöruflutninga úr og í kassa. (heiti breytt úr "Lyftibúnaður" þann 24.04.2024)

    • (010) "Gámagrind" eða eftirvagn með grind sem ætluð er til flutnings á stöðluðum gámaeiningum (20 fet eða 40 fet) og búin stöðluðum gámalæsingum.

    • (011) "Gámalyfta": Vörubifreið eða eftirvagn með gámagrind og eigin lyftibúnaði til að lyfta stöðluðum gámaeiningum upp á sig. Gámum er lyft frá hlið upp á grindina. Á grindinni eru staðlaðir gámalásar.

    • (027) "Krókheysi": Vörubifreið til flutnings á smágámum (t.d. ruslagámum, bæði opnum og lokuðum) sem eru dregnir upp á bifreiðina með króklyftu (gámarnir dregnir upp á bifreiðina aftan frá með króknum og læst í gámalása aftast). (heiti breytt úr „Króklyfta“ þann 24.04.2024)

    • (006) "Flatpallur": Vörubifreið eða eftirvagn með föstum palli, þ.e. flutningapalli sem hvorki er lyftanlegur né verður fjarlægður tímabundið. Getur verið með eða án skjólborða. Nær einnig yfir skúffu lítilla vörubíla (pallbíla). (vegna olíumerkja + 033 Krani >25 tonnmetrum)

    • (007) "Sturtupallur": Vörubifreið eða eftirvagn með farmflutningapalli sem er lyftanlegur, þ.e. hægt að sturta, hvort sem það er aftur úr eða á hlið, oftast til einhverskonar efnisflutninga (möl, jarðvegur). (til aðgreiningar frá flatpalli)

    • (035) "Færslupallur": Vörubifreið með pall sem hægt er að renna aftur og leggja aftur­hlutann niður við jörð til að mynda ramp svo aka megi ökutækjum upp á hann (eða draga þau upp á hann), t.d. vegna bílaflutninga eða tækjaflutninga. Pallinum er svo rennt fram og í lárétta stöðu áður en ekið er af stað.

    • (038) "Ökutækjaflutningur": Vörubifreið eða eftirvagn sem er sérstaklega hannaður til að flytja ökutæki (oftast bifreiðir) á einni hæð eða tveimur. Rampar eru notaðir til að útbúa braut til að aka ökutækjum upp, fyrst upp á efri hæðina (hún látin síga niður) og svo á neðri hæðina.

    • (029) "Sérhæfður flutningavagn": Eftirvagn sem er sérstaklega hannaður til að flytja ákveðnar farmeiningar sem ekki verða fluttar (með góðu móti) á hefðbundnum eftirvagni, s.s. til flutnings á húseiningum. Hönnun vagnsins felur það í sér að gólf er t.d. lægra að hluta, sérhvert hjól getur verið sjálfstætt (ekki á heilum ásum) og á honum eru sérhæfðar festingar fyrir farminn (ætlaðar til þess).

    • (039) "Bílkrani (> 25 tm)": Krani á hjólum (yfirleitt stórum og mörgum hjólum, jafnan með lágan hámarkshraða) og er ekki er ætluð til fólks- eða farmflutn­inga að öðru leyti. (vegna olíumerkja + 006 Flatpallur) (stofnað 24.04.2024)

    • (017) "Krani <= 25 tonnmetrum": Vörubifreið með krana sem er 25 tonnmetrar eða undir (hefðbundin vörubifreið sem hefur verið settur krani á fyrir aftan stýrishús). (til aðgreiningar frá stærri krananum (heiti breytt úr "Krani" þann 24.04.2024)

    • (033) "Krani > 25 tonnmetrum" með krana yfir 25 tonnmetrum (hefðbundin vörubifreið sem hefur verið settur á krani fyrir aftan stýrishús). (vegna olíumerkja + 006 Flatpallur)

    • (013) "Hreinsibúnaður": Vörubifreið sem er sérstaklega útbúin og hönnuð til hreinsunar á götum, holræsum, stíflulosunar, lagnahreinsunar, þ.m.t. þurrsugubifreið með sogdælu. (vegna olíumerkja)

    • (032) "Úðunarbúnaður v/vegamálningar": Vörubifreið sem sérstaklega er útbúin til úðunar á vegi eða við vegagerð. Búnaðurinn samanstendur af dælum, slöngum, stútum, geymslurýmum (palli) fyrir málningu og mögulega litlum hífingarkrana fyrir efni. Ekki skal skrá slíka geymslupalla og smákrana sem sérstakar yfirbyggingar. (vegna olíumerkja)

    • (014) "Jarðbor": Vörubifreið eða eftirvagn með borkrana sem notaður er til að bora í jörð eftir t.d. vatni. (vegna olíumerkja)

    • (018) "Karfa": Vörubifreið með körfu sem ætluð er til að lyfta fólki í rétta hæð vegna vinnu sinnar, t.d. vegna slökkvistarfa eða til að skipta um perur í ljósastaurum. (vegna olíumerkja)

    • (031) "Slökkvidæla": Vörubifreið sem er dælubifreið vegna slökkvistarfa, þ.e. að dæla vatni eða vökva á eld. (vegna olíumerkja)

    • (005) "Vélbúnaður/tæki": Vörubifreið eða eftirvagn með hverskonar vélbúnað eða tæki sem ekki fellur í aðra flokka, t.d. loftpressu, rafstöð, dælu eða kapalkefli. (heiti breytt úr "Loftpressa" 24.04.2024)

    • (051) "Snjótönn": Vörubifreið með hverskonar búnað til snjóhreinsunar af vegi, s.s. snjótönn eða snjóblásari. Athuga að þessi búnaður getur verið útskiptanlegur og stendur yfirleitt töluvert út fyrir bifreiðina í notkunarstöðu. (stofnuð 24.04.2024)

    • (052) "Hálkuvarnarbúnaður": Vörubifreið með hverskonar búnað til hálkuvarna, s.s. saltdreifara eða sanddreifara, stendur yfirleitt aftur úr bifreiðinni. Athuga að þessi búnaður getur verið útskiptanlegur. (stofnuð 24.04.2024)

    • (036) "Árekstrapúði": Sérstakur árekstrarvarnarbúnaður sem er aftan á bifreið eða eftirvagni til að draga úr hættu á alvarlegu slysi aki einhver aftan á þau. Er settur í notkunarstöðu þegar bifreiðinni (eftirvagninum) er stillt upp á vegi fyrir aftan tæki og fólk sem er við vegavinnu eða ekið rólega á eftir tækjunum á meðan þau eru við vinnu á vegi. Búnaðinum fylgir yfirleitt áberandi ljósavísir til að vara þá við sem á eftir koma. Athuga að þessi búnaður getur verið útskiptanlegur.

    Eftirfarandi yfirbyggingar geta átt við bifreiðir (aðrar en hópbifreiðir) sem eru notaðar vegna skráningar í sérstök not (olíumerki):

    • (041) "Myndavélabifreið": Bifreið sem ætluð er til notkunar við myndatöku (t.d. við umferðarlöggæslu) og útbúin þannig að uppsetning myndavéla og myndataka er möguleg innan úr bifreiðinni. (vegna olíumerkja) (stofnuð 24.04.2024)

    • (042) "Efnablöndunarbúnaður": Bifreið sem útbúin er til blöndunar og hleðslu á sérstökum efnablöndum sem ætlaðar eru til sprenginga. (vegna olíumerkja) (stofnuð 24.04.2024)


    Sérbúnaður

    Sérbúnaður er ýmiskonar búnaður sem telst vera sérstakur búnaður sem nauðsynlegt er að tilgreina í ökutækjaskrá. Sérbúnaður er tekinn út af skoðunarstofu og skráður standist hann kröfur. Ökutæki getur verið búið fleiri en en einum sérbúnaði.

    Sérbúnaður: Tengibúnaður

    Tengibúnaður er notaður til að tengja saman vélknúið ökutæki og eftirvagn sem það dregur. Krafa er um að tengibúnaður bifreiðar skuli skoðaður og skráður í ökutækjaskrá eftir ásetningu. Skoðunarstofa tekur út tengibúnað eins og lýst er í skoðunarhandbók ökutækja.

    Á tengibúnaði bifreiðar skal vera greinileg og varanleg merking um framleiðanda og mestu leyfða heildarþyngd eftirvagns sem tengja má við tengibúnaðinn. Tengibúnaður sem settur hafði verið á bifreið fyrir 01.07.1991 má þó vera án merkinga (og dráttargeta bifreiðarinnar þarf ekki að vera skráð).

    Til að ásetning tengibúnaðar sé heimil skulu hafa verið skráðar upplýsingar um leyfða dráttargetu og þyngd vagnlestar (þó er heimil ásetning kúlutengis á bifreið sem skráð var 2009 eða fyrr þótt engin dráttargeta hafi verið skráð, Samgögustofa reiknar þá út heimilaða hámarksdráttargetu). Þegar ásetning tengibúnaðar ekki heimil er skráð 0 kg í dráttargetu ásamt því að skráð er stöðluð athugasemd "ATB Tengibúnaður óheimill".

    Berist Samgöngustofu tilkynning um ásetningu óleyfilegs tengibúnaðar er henni hafnað og ber skoðunarstofu að tryggja að sú afgreiðsla skili sér til eiganda (umráðanda), þ.e. að ekki megi nota tengibúnaðinn og það þurfi að fjarlægja hann.

    Merkt er við þann tengibúnað sem skal skrá á bifreiðina og upplýsingar um hann skráðar (bæði texti og tölur):

    • Tengibúnaður (merkt við 013 Kúlutengi, 014 Boltatengi og/eða 015 Dráttarstóll).

    • Tegund og undirtegund (texti): Framleiðandi eða tegundarheiti tengibúnaðar eins og kemur fram á varanlegu merkingunni.

    • Dráttargeta skv. tengibúnaði (rauntala í kg): Þegar þetta gildi er gefið upp fyrir kúlutengi skal það skráð.

    • D-gildi (rauntala í kN) og/eða Dc-gildi (rauntala í kN): Fyrir allar gerðir á þetta að koma fram. Gildið lýsir samhengi leyfðrar heildarþyngdar bifreiðar (T) og eftirvagns (C), þannig: D=9,81x(TxC)/(T+C).

    • S-gildi (rauntala í kg), V-gildi (rauntala í kN) eða U-gildi (rauntala í tonnum): Fyrir kúlutengi (S), boltatengi (S og/eða V) og stóltengi (U) á þetta gildi að koma fram. Gildin lýsa hámarks lóðréttri þyngd sem leggja má á tengibúnaðinn.

    Við skráningu upplýsinga um tengibúnað hjá Samgöngustofu er athugað hvort dráttargeta hans er lægri en það sem skráð er á bifreiðina. Ef svo er þá er dráttargeta bifreiðarinnar lækkuð niður í dráttargetu tengibúnaðar­ins, en sé hún jafnhá eða hærri er engin breyting gerð á dráttargetu bifreiðarinnar. Skráðri hámarksþyngd vagnlestar, sé hún til staðar, er þó aldrei breytt.

    Sérbúnaður: Festingar fyrir hjólastóla

    Alltaf þegar það er festing fyrir hjólastól, hvort sem hjólastóllinn kemur í stað hefðbundins sætis eða til viðbótar, er þessi sérbúnaður skráður. Skoðunarstofa tekur út þessar festingar eins og lýst er í skoðunarhandbók ökutækja.

    Merkt er við þann fjölda festinga sem skal skrá í bifreiðina fyrir hjólastóla:

    • Festingar fyrir hjólastóla (021), (022), (023) og (024): Úttekin og samþykkt festing fyrir hjólastól (1, 2, 3 eða 4 festingar).

    Ef hjólastóll hefur eigið svæði er bifreiðin gerð fyrir viðbótarfarþega (þ.e. ekki þarf að fjarlægja sæti til að koma stólnum fyrir). Þá mun til viðbótar verða skráð athugasemd "SHx Til sætafjölda telst x hjólastólasvæði" í ökutækjaskrá (þar sem x er fjöldi hjólastólasvæða), til að farþeginn sé skráður. Skoðunarstofa þarf að taka þetta fram í athugasemdarreit á US.111.

    Sérbúnaður: Leiðsögumenn í hópbifreið

    Sérstakt sæti fyrir leiðsögumann í hópbifreið (sem samþykkt er sem slíkt samkvæmt teikningu) er skráð inn sem þessi sérbúnaður. Sætið er ekki ætlað fyrir almenna farþega, enda stenst það ekki kröfur sem slíkt. Sætið er ekki talið með í reitnum "Heildarfjölda farþega" á US.111 (en telst með í reitinn S.1 Sætafjöldi á skráningarskírteini).

    Skoðunarstofa tekur út sérstakt leiðsögumannssæti eins og lýst er í skoðunarhandbók ökutækja, sætið kemur fram á teikningu um sætaskipan hópbifreiðar (sem samþykkt er fyrirfram af Samgöngustofu) og á merking þess í bílnum að vera til samræmis. Þegar ekki þarf að framvísa teikningu (gerðarviðurkennd hópbifreið) hefur Samgöngustofa skráð leiðsögumannssæti (og má skoðunarstofa ekki gera neinar breytingar við nýskráningu þeirra), sé ósamræmi þar á ber að hafna bæði skoðun og skráningu.

    • Leiðsögumannssæti (011 eitt og 012 tvö): Sérstakt sæti fyrir leiðsögumann (sem er skráð sem sérbúnaður og stenst ekki kröfur til almenns farþegasætis).

    Við skráningu upplýsinga um fjölda sæta hópbifreiðar hjá Samgöngustofu er lagður saman fjöldi farþega í reitnum "Heildarfjöldi farþega" og fjöldi tilkynntra sérbúinna leiðsögumannasæta (ásamt fjölda hjólastólasvæða ef við á), að frádregnum fjölda standandi farþega í reitnum "Þ.a. stæði", og þessar upplýsingar birtar í reitnum S.1 Sætafjöldi á skráningarskírteini.

    Sérbúnaður: Búnaður fyrir fatlaðan ökumann

    Búnaður fyrir fatlaðan ökumann getur verið allt frá því að vera mjög einfaldur aðstoðarbúnaður, t.d. hnúður á stýrishjóli, yfir í að vera mjög flókinn búnaður sem hefur áhrif á flestöll stjórntæki. Skoðunarstofa tekur út búnað fyrir fatlaðan ökumann eins og lýst er í skoðunarhandbók ökutækja

    • Búnaður fyrir fatlaðan ökumann (005): Úttekinn og samþykktur sérbúnaður sem fatlaður ökumaður notar til að stjórna ökutækinu.

    Við skráningu upplýsinga um sérbúnað fyrir fatlaðan ökumann þarf helst að koma skýrt fram um hvers konar búnað er að ræða. Skoðunarstofa þarf að taka þetta fram í athugasemdarreit á US.111, dæmi:

    • "Hnúður á stýri - bensíngjöf og bremsa handvirkar"

    • "Búnaður fyrir inngjöf bílstjóra og kúla á stýri"

    • "Stöng fyrir bensíngjöf og bremsu"

    • "Handfang fyrir bensín/bremsu"

    • "Handstýring"

    • "Bremsu- og bensínstöng við stýri, lyfta fyrir tóman hjólastól aftan við bílstjóra"

    • "Hjólastólafesting í stað ökumannssætis"


    Ökutækisflokkur

    Sjá tvö skjöl um skráningu ökutækisflokka, annars vegar yfirlitsskjal með öllum flokkum og hins vegar skjal með nánari skilgreiningu á hverjum yfirflokki ökutækisflokkanna og reglum um breytingu á milli þeirra.


    Notkunarflokkur

    Sjá kafla um skráningu notkunarflokka þar sem er að finna nákvæma skilgreiningu á hverjum notkunarflokki og reglum um skráningu í hvern þeirra.