Fara beint í efnið

Skoðunarhandbók ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. nóvember 2024 -

Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.

    Leiðbeiningar framleiðenda

    Leiðbeiningar frá framleiðendum um skoðun einstakra kerfa eða íhluta.

    Efni kaflans

    Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisendum

    Ekkert slag er leyfilegt nema fyrir liggi upplýsingar frá framleiðanda um leyfileg mörk, sjá töflu 1.

    Tafla 1. Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisendum. (St4.1.5.1)

    Gerð bifreiðar

    Lengdarslag (endaslag)

    Þverslag

    Audi A8, VW Passat 1997-

    2 mm í legg

    Audi A4, A6 1998-

    (ekki í kúlunni sjálfri)

    Citroen

    2,5 mm

    0 mm

    (nýir ca 1,8 mm við 200 N átak)

    Mercedes Benz vöru- og hópbifreiðir

    2 mm

    0 mm

    Hyundai H100

    1,5 mm

    0 mm

    MAN

    2 mm

    0,25 mm

    MMC L200 97>

    1,5 mm

    0 mm

    MMC Pajero, L200, L300

    1,5 mm

    0 mm

    MMC Space Runner

    1,5 mm

    0 mm

    MMC Space Wagon

    1,5 mm

    0 mm

    Peugeot

    2,5 mm

    Saab 900/9000

    2 mm

    1 mm

    Scania

    2 mm

    0 mm

    Volvo vörubifreiðir

    2 mm

    0 mm

    Toyota Hilux

    Stillanlegir stýrisendar eru stilltir með því að snúa ró 1 og 1/3 úr hring til baka en gormur heldur á móti. Því getur verið um nokkurt slag að ræða þó ekki sé slit í liðnum.

    Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisupphengjum

    Ekkert slag er leyfilegt nema fyrir liggi upplýsingar frá framleiðanda um leyfileg mörk, sjá töflu 2.

    Tafla 2. Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisupphengjum. (St4.1.5.4)

    Gerð bifreiðar

    Leyfilegt slag

    Blazer

    6 mm færsla upp og niður miðað við 110 N átak á arm

    Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisvélum


    Slag í festingum stýrisvéla í Toyota LandCruiser (St4.2.5.1)

    Þessar upplýsingar eiga við um Toyota LandCruiser 90.

    Til að finna slag í fóðringu í hægri festingu sem er baula með fóðringu utan um stýrisvél, tekið er á stýrisvél hægra megin upp og niður með höndum, dæmt ef los er meira en 3 mm.

    Slag í festiboltum vinstra megin dæmt er ef slag er meira en 8 mm, mælt á skakara.

    Slag í stýrisvél Mercedes Benz (St4.2.5.2)

    Þessar upplýsingar eiga við um Mercedes Benz 168, 203, 209, 210, 211, 215, 220, 230 og 414.

    Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga þegar slag í tannstangarstýrisvél upptaldra gerða er athugað:

    • Hreyfillinn þarf að vera í gangi.

    • Hjólin þurfa að snúa beint fram.

    Þessi atriði gilda einnig þegar slag í innri stýrisenda er kannað.