Skoðunarhandbók ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.03.2023. Í skoðunarhandbók ökutækja eru verklagsreglur fyrir skoðunarstofur og endurskoðunarverkstæði um hvernig haga skuli skoðun og dæmingum einstakra skoðunaratriða.
Leiðbeiningar framleiðenda
Leiðbeiningar frá framleiðendum um skoðun einstakra kerfa eða íhluta.
Efni kaflans
Upplýsingar er varða reglubundna skoðun
Upplýsingasíður framleiðenda í stafrófsröð.
Tesla (allar gerðir)
Um tækniupplýsingar frá framleiðndum
Evrópureglugerð 2019/621/ESB kveður á um þær tæknilegu upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir skoðun ökutækja varðandi þau atriði sem á að skoða, um þær skoðunaraðferðir sem mælt er með og um að koma á ítarlegum reglum um aðgang að viðkomandi tæknilegum upplýsingum.
Tilteknar tæknilegar upplýsingar um ökutæki skulu vera aðgengilegar skoðunarstofum.
Aðgengi að þessum upplýsingum skal vera með tilteknum hætti og á grundvelli verksmiðjunúmers.
Aðgangur skal vera frjáls.
Fáir framleiðendur hafa til þessa er gert upplýsingar eins og hér er kveðið á um aðgengilegar. Samgöngustofa mun setja hlekki inn á síður framleiðenda þegar upplýst er um þá.
Í töflu 1 má sjá samantekt aðferða við hemlaprófun einstakra gerða ökutækja með sídrif.
Tafla 1. Aðferðir við hemlaprófun einstakra gerða ökutækja með sídrif.
Tegund | Undirtegund | Árgerð frá | Aðferð |
---|---|---|---|
Ford | Galaxy | 2001 | Straumlás ótengdur |
Mercedes Benz | 124 4-matic | 1987-1991 | Rauður rofi hægramegin í vélarhúsi stilltur á Test |
"" | 124 4-matic | 1992-1993 | Rauður rofi hægra megin í vélarhúsi stilltur á Test og straumlás ótengdur |
"" | 210 4-matic | 1994- | Straumlás ótengdur |
"" | 163 ML, 203, 211, 220 |
| Straumlás ótengdur |
"" | GL (á ekki við um W124) |
| Straumlás ótengdur |
"" | Geländewagen 460, 461, 463 | -1993 | Gírstöng stillt á S |
Opel | Antara |
| Fjarlægja þarf öryggi merkt AWD úr öryggisboxi sem staðsett er undir vélarhlíf |
Porsche | 911 Carrera 4 | 1989-1993 | Straumlás ótengdur |
Seat | Allamra, Leon TT4 | 2001- | Straumlás ótengdur |
Skoda | Octavia 4x4 | 2001- | Straumlás ótengdur |
"" | Octavia Combi 4x4 | 1999- | Straumlás ótengdur |
"" | Octavia Superb | 2001- | Straumlás ótengdur |
"" | Yeti | 2010- | Straumlás ótengdur |
Volkswagen | Passat | 2005- | Straumlás ótengdur |
"" | Bora, Golf, Jetta, Tiguan | 1999- | Straumlás ótengdur |
"" | Sharan | 2001- | Straumlás ótengdur |
Volvo | SV40, V50, S60, S80, XC90 |
| Straumlás ótengdur. Gírstöng stillt á N. |
Efni kaflans
Sértækar upplýsingar: Hemlastrokkar og leyfileg færsla þrýstiteins
Í töflu 1 má sjá samantekt yfir leyfilega færslu þrýstiteina eftir tegundum hemlastrokka og stærða.
Tafla 1. Leyfileg færsla þrýstiteins (í mm) eftir tegundum hemlastrokka og stærða. (St8.1.5.1)
Tegund hemlastrokks | 16" | 20" | 24" | 30" | 36" |
---|---|---|---|---|---|
Bendix MGM | --- | 40 mm | 40 mm | 50 mm | 50 mm |
Bendix MGM K | 45 mm | 45 mm | 45 mm | 45 mm | --- |
Bendix | 40 mm | 40 mm | 40 mm | 45 mm | 50 mm |
Grau | 55 mm | 55 mm | 55 mm | 55 mm | 50 mm |
Wabco-Westinghouse | 40 mm | 40 mm | 40 mm | 40 mm | 50 mm |
Maxibrake | --- | 40 mm | 40 mm | 45 mm | 55 mm |
Wabco-Westinghouse | --- | 40 mm | 40 mm | 45 mm | --- |
Wabco-Westinghouse | 50 mm | 50 mm | 50 mm | 50 mm | --- |
SAB | 45 mm | 45 mm | 45 mm | 45 mm | 45 mm |
Sértækar upplýsingar: Viðmiðunarþrýstingur
Viðmiðunarþrýstingur (Pm) nokkurra bifreiðategunda (St8.2.5.1)
Hér að neðan er listi yfir tegundir hóp- og vörubifreiða og viðmiðunarþrýstingur framleiðanda þeirra, sjá töflu 2. Listinn er flokkaður í stafrófsröð eftir tegundum bifreiðanna.Ef viðmiðunarþrýstingur framleiðanda liggur ekki fyrir skal nota 6,5 bar.
Tafla 2. Viðmiðunarþrýstingur Pm ýmissa bifreiðategunda.
BOVA (hópbifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
---|---|---|
FDL 15 – 340 | 97 - | 8,1 bar |
DAF (vörubifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
FA, FAG, FAS, FT, FAC, FTS, FTG með týpunúmer milli 1700 og 3605 | 81 - | 7,0 bar |
Týpunúmer sem byrjar á 95 | 88 - | 8,0 bar |
Aðrir | 7,0 bar | |
CF 65/ CF78-85 / XF 95 gerðir. | 8,6 bar | |
Euro 6 gerðir | 9,5 bar | |
DAF (hópbifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
Allir | -83 | 7,0 bar |
Aktuelle modeller, CF 65/ CF78-85 / XF 95. | 8,6 bar | |
Euro 6 modeller | 9,5 bar | |
Ford (vörubifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
H, HA, HT (Transcontinental) | 6,5 bar | |
Iveco | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
Magirus 80E20 90E21 100EL-18,_21 | 2000- | 7,3 bar |
Magirus 120E, -18, -24, -28. 130E18. 150E -23,-24-27-28 180E,-24,-28. 190E -24,-27,-31,38. 240E -38,-42,-47,-52. 260E,-31,-38,-47. 440E -35,-38 | 2000- | 7,6 bar |
190-33, 190-42, 190-36 | 86-89 | 7,2 bar |
Euro Cargo | 92- | 7,2 bar |
Euro Tech | 93- | 7,2 bar |
Euro Star | 94- | 7,2 bar |
Trakker Euro 4-5-6 og Stralis | 8,5 bar | |
EuroCargo (Euro IV og V) | 7,6 bar | |
EuroCargo (Euro VI) | 7,3 bar | |
Stralis (Euro IV-V-VI) og Trakker (Euro IV-V-VI) | 8,0 bar | |
MAN (vörubifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
Allir | 88–90 | 6,8 bar |
TG-A, stafur 4 í verksmiðjunr. er “H” | 2001- | 9,5 bar |
stafur 4 í verksmiðjunr. er “L” | 1988- | 7,2 bar |
stafur 4 í verksmiðjunr. er “M” og felgustærð 19,5 tommur | 1988- | 7,2 bar |
stafur 4 í verksmiðjunr. er “M” og felgustærð 22,5 tommur | 1988- | 8,0 bar |
stafur 4 í verksmiðjunr. er “F” | 1988- | 8,0 bar |
Carrus | 7,4 bar | |
TG-A (alle 19-48t) TG-M(alle 12-26t) TG-L(alle 6-12t) | 9,5 bar | |
G-serie (6-9t) | 6,5 bar | |
G 90 (6-9t) með loft- eða blaðfjöðrum | 6,8 bar | |
M- serie (12-17t) | 6,5 bar | |
M 90 | 6,8 bar | |
F 8 (16-48t) með loft- eða blaðfjöðrum | 6,5 bar | |
F 90 (16-48t) með loft- eða blaðfjöðrum | 6,8 bar | |
L 2000 (F og FL) allar gerðir | 7,2 bar | |
M 2000 (10,6-12t og 14-15t) | 7,2 bar | |
M 2000 (18t og 25t) | 8,0 bar | |
F 2000 (F og FL) ) allar gerðir | 8,0 bar | |
Mercedes Benz (vörubifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
L 613 | 78-86 | 6,7 bar |
L 1619 | 80-81 | 6,7 bar |
LP 1418, LP 1932, LP 2223, LP 2224 | 6,0 bar | |
LP 2232 | -77 | 6,0 bar |
LA 2624 | 6,0 bar | |
LP 608 | 6,7 bar | |
L, LA, LP 1113 B | 6,0 bar | |
L, LA, LP 1923, 1924 | 6,0 bar | |
LPS 2023, 2024, 2032 | 6,0 bar | |
814 – 1524 | 6,8 bar | |
1620 –1644 | 6,7 bar | |
1722 – 3553 | 6,5 bar | |
Actros, Atego
a) | 96- | 10 bar |
Aðrar gerðir fyrir 1996 | -96 | 6,5 bar |
Actros, Econic, Axor, Atego og Antos með loftfjöðrum | 8,5 bar | |
Actros, Econic, Axor, Atego og Antos með blaðfjöðrum | 8,0 bar | |
Mercedes Bens (hópbifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
O 302, O 317 | 6,0 bar | |
O 350, O 403, O 404 | 92- | 7,0 bar |
O 404, O405, O 407, O 408 | 6,8 bar | |
O 510, O 520, O530, O 580 | 9,3 bar | |
O 550 | 7,5 bar | |
Conecto O 345/ Conecto G 345 | 6,5 bar | |
Tourismo RHD/ Tourismo SHD | 6.6 bar | |
Intouro 560 RHD/ RH | 6.6 bar | |
Integro 550U/ Integro 550H / Integro 550M/ Integro 550L | 7,5 bar | |
Citaro/Cito | 8,5 bar | |
Conecto/ Conecto G | 8,5 bar | |
Integro/ Integro M/ Integro L | 9,0 bar | |
Travego/ Touro/ Tourino/ Tourismo/ Intouro | 9,0 bar | |
Neoplan (hópbifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
Allir | 7,0 bar | |
Ontario | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
02.501 | 87-91 | 6,2 bar |
Renault (vörubifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
Premium HD 100, HR 100. Magnum AE | 93- | 7,5 bar |
AE385.19, AE420.26 | 6,4 bar | |
M200.12 | 6,4 bar | |
G230.19, G270.18/19, G340.18/19, G340.26, G420.26 | 6,4 bar | |
R385.26 | 6,4 bar | |
Magnum AE 420 | 93- | 7,5 bar |
Magnum AE 560 | 93- | 7,5 bar |
Premium HD 100 | 93- | 7,5 bar |
Premium HR 100 | 93- | 7,5 bar |
Magnum, Premium MD11 & MD9 | 10,0 bar | |
KéraxMD13 & MD11 og Midlum | 10,0 bar | |
Renault (hópbifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
PR100.02 | 7,0 bar | |
Scania (vörubifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
P, R og T serían, t.d. P270, R500 | 8,0 bar | |
Ef númerið endar á 2, 3 eða 4, t.d. P112, T94 eða R144 | 7,0 bar | |
Aðrar | 6,0 bar | |
3- og 4 sería fra 80 års modell | 7,0 bar | |
R580 - type b6x2*4hsa (t.d. 2016 árgerð) | 8,0 bar | |
P 280 (t.d. 2015 árgerð) | 8,0 bar | |
P - G - og R sería, og K - N og F sería | 8,0 bar | |
E-12, E-14 | 7,4 bar | |
Scania (hópbifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
BR 112, CR 112 | 7,0 bar | |
K 82, 92, 93, 112, N112 | 7,0 bar | |
K 113, L 113, N 113 fram að verksmnr. 1 823 719 | 7,0 bar | |
K 113, L 113, N 113 frá og með verksmnr. 1 823 720 | 7,5 bar | |
K 94, K 114, K 124, L 94, L 114 | 7,5 bar | |
Scania/DAB þjónustubifreið | 7,0 bar | |
Aðrar | 6,0 bar | |
Higer A-series - A30 | 8,0 bar | |
Scania Citywide LE | 8,0 bar | |
4- serie buss | 8,0 bar | |
Setra (hópbifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
S 208-S 215 | -79 | 6,0 bar |
S 208-S 215, S 216 HDS, S 228 DT | 80- | 6,5 bar |
S 309-315 HDH | 8,0 bar | |
S 316 HDS | 7,5 bar | |
S 328 DT | 7,5 bar | |
S 313-S 315 UL | 7,5 bar | |
S 315 H/GT | 7,5 bar | |
S 315 GT-HD | 7,5 bar | |
S 315 NF | 7,5 bar | |
SG 321 UL, S313 – 328, SG 321 UL | 7,5 bar | |
400 seríanb) | 8,5 bar | |
S 309 HD til S 328 DT | 6,8/7,5 bar | |
S 415 NF til S 416 NF | 8,0 bar | |
S 415 GT til S 431 DT | 8,0 bar | |
O 404- O 408 / O 350 | 8,0 bar | |
Sisu (vörubifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
Allar tegundir | 6,5 bar | |
Van-Hool (hópbifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
A 508 | 7,0 bar | |
Volvo (vörubifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
FL 608 – 617, FL6 | 7,0 bar | |
FL 618 og FS7 – línan | 7,5 bar | |
FH, FL 12 m. blaðfjöðrum, FL7/10, NL (frá v.nr.220158) án loftfjaðra | 6,6 bar | |
F, FH, FL, FM, NH og NL með loftfjöðrum | 7,5 bar | |
F6, F7, F10, F12 og F16 með blaðfjöðrum | 6,0 bar | |
FH, FL, FM og NH með diskahemlum | 8,5 bar | |
Aðrar | 6,0 bar | |
FL og FE, frá árinu 2014 | 2014- | 10,0 bar |
FH og FM með EBS | 9,0 bar | |
Volvo (hópbifreið) | Árgerð | Viðmiðunarþrýstingur |
B6 | 6,4 bar | |
B7, B7R | 6,6 bar | |
B7L 2 og 3 ásar og liðvagn | 7,0 bar | |
B10B | 7,0 bar | |
B10BLE | 7,0 bar | |
B10M (verksm.nr. 0-11.499) | 6,0 bar | |
B10M (verksm.nr. 11.500-11.539) | 6,5 bar | |
B10M (verksm.nr. 11.540-11.643) | 6,0 bar | |
B10M (verksm.nr. 11.644-19.999) | 6,5 bar | |
B10M (verksm.nr. >20.000-) | 7,0 bar | |
B10M – gildir fyrir bæði 2- og 3-ása og 3 ása liðvagn | 7,0 bar | |
B10L gildir fyrir 2 0g 3 ása og 3- ása liðvagnar | 7,0 bar | |
B12 | 7,0 bar | |
Aðrir gamlir vagnar | 6,0 bar | |
B7R/LE 4x2 (ABS) | 7,0 bar | |
B sería vagna með EBS | 8,5 bar | |
B5TL 4x2 (EBS), B7L 4x2 (EBS), B9L 4x2 (EBS) | 8,5 bar | |
B7R/LE 4x2 (EBS), B9R 4x2 (EBS) | 8,5 bar | |
B7R/LE 4x2 (ABS) | 7,0 bar | |
B12B/LE 4x2 (EBS), B12M 4x2 (EBS), B13R (BXXR) 4x2 (EBS) | 8,5 bar | |
B11R (BXXR) 4x2 (EBS), BRLH 4x2 (EBS), B8R/LE 4x2 (EBS) | 8,5 bar | |
B12B/LE 6x2 (EBS), B12M 6x2 (EBS) | 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3) | |
B13R (BXXR) 6x2 (EBS), B11R (BXXR) 6x2 (EBS) | 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3) | |
B7R 6x2 (EBS), B9R/LE 6x2 (EBS) | 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3) | |
B8R/LE 6x2 (EBS), B12M Leddbuss (EBS) | 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3) | |
B12 B leddbuss (EBS) | 8,5 bar (ásar 1 og 3), 7,0 bar (ás 2) | |
B9S leddbuss (EBS) | 8,5 bar (ásar 1 og 2), 7,0 bar (ás 3) | |
B7L leddbuss (EBS), B9L leddbuss (EBS) | 8,5 bar (ásar 1 og 3), 7,0 bar (ás 2) | |
BRLHA leddbuss (EBS) | 8,5 bar (ásar 1 og 3), 7,0 bar (ás 2) | |
B9S Bi-articulerad, B5TL 4x2 (EBS) | 8,5 bar |
Skýringar:
Sumar gerðir af Mercedes Benz, t.d. Actros, sem eru með burðarás mælast með mjög litla hemlun í rúlluhemlaprófara þegar bifreiðin er tóm. Þá þarf að tengja loft inn á hleðsluventilinn á eftirfarandi hátt: Á drifásnum eru þrjú mæliúttök. Tengja skal við vinstra neðra úttakið (úttak fyrir mælingu á loftþrýstingi á stöðuhemil) og í mæliúttak á þverbita í grind sem næst er burðarásnum og lítur út eins og t-tenging. Þá mælist þrýstingurinn á hemlastrokkunum sem um fullhlaðna bifreið væri að ræða.
Á SETRA hópbifreiðum sem hafa vökvahemla að framan en lofthemla að aftan má reikna hemlunarkraft á hefðbundinn hátt. Mæliúttak er undir þjónustuloki við gírstöng eða bak við þjónustulok við fremri tröppur. Á 400 seríunni með þrýstilofthemla að framan og aftan er mæliúttak fyrir framöxul við ástig hjá vinstri framhurð. Úttakið fyrir afturöxul er undir loki á hægri hlið fyrir framan öxulinn.
Sértækar upplýsingar: Prufutengi
Hér fyrir neðan má sjá samantekt um staðsetningu prufutengja á nokkrum bifreiðategundum. (St8.2.5.2)
Hópbifreið - Mercedes Benz 0 350
Mynd 1. Framan
Mynd 2. Aftan
Hópbifreið - Mercedes Benz O 510
Mynd 3. Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Nr 3 og 4 eru fyrir framás (hægra og vinstra hjól), nr. 10 er fyrir afturás.
Hópbifreið - Mercedes Benz O 530 2 ása eftir 2000
Mynd 4. Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Nr. 13 og 14 eru fyrir framás (hægra og vinstra hjól), nr. 17 er fyrir afturás.
Hópbifreið - Mercedes Benz O 530 2 ása eftir 2006
Mynd 5. Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Nr. 14 og 15 eru fyrir framás (vinstra og hægra hjól), nr. 11 er fyrir afturás.
Hópbifreið - Mercedes Benz O 550
Mynd 6. Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Framásar eru "regelat bromsmanövertryck vänster/häger framhjul" og afturás er "manövertryck bakaxelkrets".
Hópbifreið - Mercedes Benz O 580
Mynd 7. Staðsetning innan við lúgu fyrir framan vinstra framhjól. Nr. TP5 og TP6 eru fyrir framása, TP12 er fyrir afturás.
Hópbifreið - K Setra S 415 frá 2002
Mynd 7. Staðsetning innan við framhurð hægra megin.
Mynd 8. Staðsetning innan við lúgu fyrir framan hægra afturhjól.
Hópbifreið - K Setra S 416 frá 2006
Mynd 9. Staðsetning við lúgu vinstra megin. Nr. TP5 og TP6 eru fyrir framás.
Mynd 10. Staðsetning innan við lúgu fyrir framan hægra afturhjól. Nr. TP13 og TP14 eru fyrir afturás.
Hópbifreið - Volvo B7LE og fleiri
Mynd 11. Staðsetning fyrir aftara kerfi er undir lúgu við aftari hjólskál.
Mynd 12. Í sumum tilvikum er hægt að komast að þessu tengi neðan frá.
Vörubifreið - Volvo með EBS kerfi frá 2004
Mynd 13. Staðsetning við vinstra framhjól.
Mynd 14. Staðsetning við tengistykki vinstra megin aftan.
Vörubifreið - MAN
Mynd 15. Staðsetning á vinstri hlið. Tveggja ása bifreið (nr. 1 er fyrir framás, nr. 2 er fyrir afturás og nr. 3 er fyrir stöðuhemil) og þriggja ása bifreið (nr. 1 er fyrir framás, nr. 2 er fyrir drifás, nr. 3 er fyrir stöðuhemil og nr. 4 er burðarás framan eða aftan við drifás). Ath að nr. 1 getur verið staðsett á öðrum stað á plötunni en sýnt er á myndinni.
Sértækar upplýsingar: Aðrar
Hemlabúnaður á léttiás kranabifreiða (St8.2.2.1)
Ekki skal gera athugasemd við hemlabúnað kranabifreiða þótt hemlabúnaður á léttiási sé ekki til staðar. Þetta er háð því skilyrði að hemlunargeta bifreiðanna sé fullnægjandi, sjá nánar kaflann um hemlapróf bifreiða. Þessi undanþága á eingöngu við kranabifreiðir sem nýskráðar voru fyrir 1. júlí 1990.
Efni kaflans
Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisendum
Ekkert slag er leyfilegt nema fyrir liggi upplýsingar frá framleiðanda um leyfileg mörk, sjá töflu 1.
Tafla 1. Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisendum. (St4.1.5.1)
Gerð bifreiðar | Lengdarslag (endaslag) | Þverslag |
---|---|---|
Audi A8, VW Passat 1997- | 2 mm í legg | |
Audi A4, A6 1998- | (ekki í kúlunni sjálfri) | |
Citroen | 2,5 mm | 0 mm |
(nýir ca 1,8 mm við 200 N átak) | ||
Mercedes Benz vöru- og hópbifreiðir | 2 mm | 0 mm |
Hyundai H100 | 1,5 mm | 0 mm |
MAN | 2 mm | 0,25 mm |
MMC L200 97> | 1,5 mm | 0 mm |
MMC Pajero, L200, L300 | 1,5 mm | 0 mm |
MMC Space Runner | 1,5 mm | 0 mm |
MMC Space Wagon | 1,5 mm | 0 mm |
Peugeot | 2,5 mm | |
Saab 900/9000 | 2 mm | 1 mm |
Scania | 2 mm | 0 mm |
Volvo vörubifreiðir | 2 mm | 0 mm |
Toyota Hilux | Stillanlegir stýrisendar eru stilltir með því að snúa ró 1 og 1/3 úr hring til baka en gormur heldur á móti. Því getur verið um nokkurt slag að ræða þó ekki sé slit í liðnum. |
Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisupphengjum
Ekkert slag er leyfilegt nema fyrir liggi upplýsingar frá framleiðanda um leyfileg mörk, sjá töflu 2.
Tafla 2. Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisupphengjum. (St4.1.5.4)
Gerð bifreiðar | Leyfilegt slag |
---|---|
Blazer | 6 mm færsla upp og niður miðað við 110 N átak á arm |
Upplýsingar um leyfilegt slag í stýrisvélum
Slag í festingum stýrisvéla í Toyota LandCruiser (St4.2.5.1)
Þessar upplýsingar eiga við um Toyota LandCruiser 90.
Til að finna slag í fóðringu í hægri festingu sem er baula með fóðringu utan um stýrisvél, tekið er á stýrisvél hægra megin upp og niður með höndum, dæmt ef los er meira en 3 mm.
Slag í festiboltum vinstra megin dæmt er ef slag er meira en 8 mm, mælt á skakara.
Slag í stýrisvél Mercedes Benz (St4.2.5.2)
Þessar upplýsingar eiga við um Mercedes Benz 168, 203, 209, 210, 211, 215, 220, 230 og 414.
Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga þegar slag í tannstangarstýrisvél upptaldra gerða er athugað:
Hreyfillinn þarf að vera í gangi.
Hjólin þurfa að snúa beint fram.
Þessi atriði gilda einnig þegar slag í innri stýrisenda er kannað.
Efni kaflans
Leyfilegt slag í spindilkúlum
Í töflu 1 má finna upplýsingar um leyfilegt slag í spindilkúlum í einstaka gerðum ökutækja.
Tafla 1. Upplýsingar um leyfilegt slag í spindilkúlum. Í öðrum tegundum ökutækja skal gengið út frá því að hámarks leyfilegt slag sé 1 mm. (St4.1.5.2)
Gerð bifreiðar | Efri: lengdar/þvers | Neðri: lengdar/þvers |
---|---|---|
Audi A4, A6, A8 | 0 / 0 mm | |
Chevrolet 4x4 með stangarfjöðrun | 0 / 0 mm | 3 / 0 mm |
Chevrolet Blazer | Þverslag í báðum spindlum jafngildi 3,2 mm mælt við felgubrún. Lengdarslag í neðri spindli 3,2 mm | |
Dodge Dakota, Ram Van, Ram Pickup | 2,29 / 1,52 mm | 2,29 / 0 mm |
Dodge Dakota, Durango 97 - 99 | 1,5 / 0 mm | 0 / 1,5 mm |
Ford Aerostar frá og með 1990 | 2 / 0 mm | |
Ford Twin I-Beam ás | 0 / 0,8 mm | 0 / 0,8 mm |
Lexus LS 400, GS 300, 400, 430, SC 300, 400, SC 430, IS 200, 300. | 0,4 / - mm | |
Mercedes Benz C/E W202/W210 | Ekki mælt / 1 mm | |
Mercedes Benz / Dodge Sprinter | Ekki mælt / 0 mm | |
Mercedes Benz ML 97 – 05 VIN númer byrjar á WDD163 | 4 / 0 mm | |
Mercedes Benz ML 05 - > VIN númer byrjar á WDD164 | 0 / 0 mm | |
Suzuki (allar gerðir) | Ekkert slag | Ekkert slag |
Toyota Crown | 2,3 / - mm | |
Toyota Supra | 0,4 / - mm | |
Toyota Liteace, Townace | 2,3 / - mm | 2,3 / - mm |
Toyota Hiace | 2,3 / - mm | 2,3 / - mm |
Toyota Dyna | 2,3 / - mm | |
Toyota Landcruiser 90, 120, 150 og Hilux 2005 - | 0,5 / - mm | |
Toyota Sequoia | 0,5 / - mm | |
Toyota 4Runner (VZN120, 13#, YN13#, RN13#, 125, LN13#) | 2,3 / - mm | |
Toyota 4Runner (RZN185, VZN18#, KZN185) | 0,5 / - mm | |
Toyota Tundra | 0,5 / - mm | |
Toyota Tacoma | 0,5 / - mm | |
Toyota Hilux (YN8#, 9#, RN8, 90, VAN85, 9#, YN10#, 11#, RN10#, 11#, LN10#, 11#) | 2,3 / - mm | 2,3 / - mm |
Toyota Hilux (RZN14#, 15#, LN14#, 15#) | 1,9 / - mm | 0,5 / - mm |
Toyota Hilux (LN16#, 17#, 19#, RZN16#, 17#, 19#) | 2,3 / - mm | |
Toyota T-100 (RCK10, VCK1#) | 1,9 / - mm | 0,5 / - mm |
Toyota T-100 (VCK2#) | 2,3 / - mm | |
Volvo 200-línan | 0 / 0 mm | 3 / 0 mm |
Volvo 700-línan | 0 / 0 mm | 3 / 0,5 mm |
Volkswagen LT | 1,1 / 0 mm | |
Volkswagen Passat | 0 / 0 mm |
M. Benz, gerðir 124 & 201 nema með vélar 104 & 119 (sjá gerðarnúmer)
Hlaup athugað með spindilmáta MB 201 589102300. Kúlur eru slitnar umfram leyfileg mörk ef hægt er að ýta mátanum í botn án mikils krafts og án notkunar verkfæra (sjá mynd 1).
Mynd 1. Hlaup athugað með spindilmáta.
Volkswagen Passat frá 1998
Í Volkswagen Passat frá 1998 eru stýrisdemparar á stýrisstöng við stýrisenda, við skoðun á slagi í stýrisenda sést slag í demparafestingunni, dæma skal hana skv. skoðunaratriði 5.3.2 Höggdeyfar og höggdeyfafestingar.
Citröen (með vökvafjöðrunarkerfi)
Aðferð til að athuga slag í spindilkúlum og aflesta þær er þessi. Lyftið undir burðarvirki bifreiðar þannig að hjól rétt fari á loft. Setja má hæðarstilli inni í bifreið í lægstu stöðu. Setjið kúbein undir hjól og lyftið og látið síga nokkrum sinnum. Við það gengur vökvinn í fjöðrunarkerfinu til baka og spenna fer af hjólabúnaðinum. Athugið slag í spindlum og stýrisendum á venjulegan hátt eins og um McPherson fjöðrun væri að ræða. Setjið hæðarstilli aftur í upprunalega stöðu ef hann hefur verið hreyfður.
Leyfilegt slag í hjólabúnaði
Nissan Primera P10 - leyfilegt slag í stífuenda (St6.3.5.1)
Leyfilegt slag í stífuenda Nissan Primera P 10 er mest 10 mm, sjá mynd 2.
Mynd 2. Leyfilegt slag í stífuenda er 10 mm.
MMC Pajero, Pajero Sport og L200 (árg 1993-2002)
Leyfilegt slag í efri hjólspyrnufóðringum að framan (double wishbone) í MMC Pajero, Pajero Sport og L200 er 1 mm (gildir um lausa fóðringu). Á við um þessa bíla af árgerðum 1993 til 2002, en þeir komu bæði með lausum og stífum fóðringum á þessu árabili.
Sjá mynd 3, annars vegar mynd af lausri fóðringu (v.m), hinsvegar af stífri fóðringu (þar sem ekkert slag er leyft h.m.). Gildir þegar tekið er á hjóli ofan og neðan með höndum eða létt með spennijárni (gæta verður að spenna ekki of mikið svo færsla gúmmífóðringarinnar sé ekki tekið sem slag.
Mynd 3. Myndir af stífri fóðringu og lausri hjólspyrnufóðringu.
Efni kaflans
SU- og Stromberg CD blöndungar o.fl. - möguleg skekkja í mælingu
Við langan hægagang getur hitinn í blöndungnum, einkum í SU- og Stromberg CD-blöndungum, hækkað CO-innihald. Varðandi einstakar bifreiðir er gerð sú krafa að CO-mæling sé gerð innan 3 mínútna eftir að hægagangur hófst. Ökumenn láta oft hreyfilinn ganga í hægagangi á meðan þeir bíða skoðunar og kann þá að vera að hiti í blöndungi sé of hár þegar ekið er inn til skoðunar. Reynist of hátt CO-innihald hjá ökutækjum með SU- og Stromberg CD-blöndunga ber að endurtaka mælingu en láta hreyfilinn snúast stutta stund með auknum snúningshraða, eða um 2000 sn/mín svo að blöndungurinn kólni.
Toyota Prius tvíorku - gangsetning bensínhreyfils
Toyota Prius tvíorkubifreið drepur á bensínhreyflinum að uppfylltum tveim skilyrðum:
kælivatnshitinn er 76° C eða yfir,
bifreiðin er kyrrstæð eða ekið er undir litlu álagi.
Til þess að hægt sé að mæla útblástursmengunina frá bensínhreyflinum í skoðun þarf að fara framhjá tölvukerfinu í bifreiðinni til að gangsetja hreyfilinn þegar hann er heitur eða bifreiðin í kyrrstöðu.Eftirfarandi atriði þarf að framkvæma og atriði 2 til 4 á innan við 60 sek:
Snúa kveikjulásnum á on.
Með skiptistöngina stillta á P er stigið á eldsneytisgjöfina í botn tvisvar sinnum.
Stillið skiptistöngina á N og stigið eldsneytisgjöfina í botn tvisvar sinnum.
Stillið skiptistöngina aftur á P og stigið eldsneytisgjöfina í botn tvisvar sinnum. Ef lausagangskerfið er virkt blikkar ljós í mælaborði (rauður þrýhyrningur með upphrópunarmerki). Hreyfillinn fer í gang þegar kveikjulásnum er snúið á Start. Lausagangurinn er 1000±50 sn/mín, ef eldsneytisgjöfin er stigin niður á allt að 60% af færslu hennar eykst snúningahraðinn í 1500±50 sn/mín, ef eldsneytisgjöfin er stigin niður fyrir 60% af færslu hennar eykst snúningahraðinn í 2500±50 sn/mín.
Lexus RX400h, GS450h og LS600h tvíorku - gangsetning bensínhreyfils
Til að ræsa bensínhreyfil þessara bifreiða:
Svissa á (ýta tvisvar á starthnapp án þess að stíga á bremsur).
Stíga tvisvar á inngjöf alveg í botn með gírstöng í Park stöðu.
Stíga tvisvar á inngjöf alveg í botn með gírstöng í N stöðu.
Stíga tvisvar á inngjöf alveg í botn með gírstöng í Park stöðu.
(FWD) (AWD) MAINTENANCE MODE birtist á upplýsingaskjá í mælaborði (Í RX400h stendur FWD MAINTENANCE MODE. í GS450h stendur bara MAINTENANCE MODE og í LS600h stendur AWD MAINTENANCE MODE).
Ræsa vélina (ýta einu sinni á starthnappinn).
Hemlabúnaður
Sértækar upplýsingar: Ýmsar
Varðar framhemladælur á Chevrolet Blazer (framl. á 8. og 9. áratugnum) (St8.2.2.2)
Til að koma 15” felgum á 8 bolta nafir á Dana 44 ásum þarf í öllum tilfellum að eiga eitthvað við hemlabúnaðinn að framan, misjafnlega mikið eftir því undan hvaða tegundum ásarnir eru. Á ásum undan Chervolet Blazer þarf það lítið til, ef notaðar eru ákveðnar felgur, að það er einungis hið hrjúfa yfirborð hemladælunnar, „appelsínuhúðin”, sem þarf að slípa niður. Þar sem sú aðgerð rýrir ekki styrk dæluhússins að neinu leyti hefur hún verið leyfð á Chevrolet ásum.