Sýslumenn: Gjöld og innheimta
Nú er ég að fara að greiða meðlag og ekki lengur að fá það greitt til mín, hvað þarf ég að gera?
Ef þú ert ekki kominn með nýja meðlagsákvörðun en vilt samt stöðva meðlagsgreiðslur þarf þú að fara inn á „Mínar síður TR“ og smella á „Umsóknir“, setur í „Leit eftir málaflokk“ hakið í „Fjölskyldur“ og smella á „Niðurfellingu greiðslna“.
Ef það er kominn ný meðlagsákvörðun/samningur frá sýslumanni þá er nóg að skila henni inn til að stöðva greiðslur meðlags til þín og setja af stað innheimtu meðlags á þig.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?