Fara beint í efnið

Er hægt að fá vanrækslugjald fellt niður eða frestað vegna veikinda eiganda/umráðamanns ökutækis?

Að jafnaði er ekki unnt að fá undanþágu vegna veikinda en í sérstökum tilfellum getur frestun álagningar komið til greina, þannig að henni verði frestað um t.d. einn mánuð.  Hefur þá verið miðað við veikindi a.m.k. síðustu 20 daga áður en frestur rann út. Skal þá að jafnaði framvísað læknisvottorði eða öðrum samsvarandi gögnum. Eins er litið til þess ef skráður eigandi er 75 ára eða eldri og ber við aldri. 

Sækja skal um á stafrænu eyðublaði.
Ef skráður eigandi eða umráðamaður ökutækis er látinn er álagning felld niður allt að einu ári eftir andlát viðkomandi.  

Hér má finna nánari upplýsingar um vanrækslugjald.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?