Fara beint í efnið

Hefur umsókn eða samþykki um greiðsluaðlögun áhrif á innheimtu vanrækslugjalds?

Almenna reglan er sú að vanrækslugjald fellur ekki undir samninga um greiðsluaðlögun, sbr. f-lið 3. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Þó gildir sú sérstaka undantekning að þeim sem sóttu um greiðsluaðlögun fyrir 1. júlí 2011 og samningur um greiðsluaðlögun hefur ekki enn verið staðfestur hjá er ekki heimilt að greiða gjaldið fyrr en eftir að samningur þeirra hefur verið staðfestur. Sá sem óskar eftir að fá frest á greiðslu vanrækslugjalds skal framvísa um það staðfestingu frá embætti Umboðsmanns skuldara.  

Hér má finna nánari upplýsingar um vanrækslugjald.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?