Sýslumenn: Gjöld og innheimta
Ég hef nú þegar greitt meðlag beint til barnamóður/föður en fæ rukkun frá TR og er ósátt/ur við það, hvernig fæ ég þessu breytt?
Tryggingastofnun ber að afgreiða meðlag ef einstaklingur skilar inn umsókn um meðlagið og gildan samning/úrskurð stjórnvalds um meðlag. TR hefur því ekki heimild skv. lögum að synja umsækjanda sem uppfyllir ofangreind skilyrði. Ef að meðlagsgreiðandi telur að hann hafi greitt tvöfalt meðlag fyrir ákveðna mánuði þarf hann að snúa sér beint til meðlagsmóttakanda og fá leiðréttingu á eða snúa sér til þess sýslumannsembættis sem barnið á lögheimili í og fá nýja meðlagsákvörðun.
Hvorki TR né Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra getur fellt niður þessar kröfur þó að viðkomandi sýni fram á greiðslur með til dæmis kvittunum eða millifærslum.
Hér geta meðlagsgreiðendur fundið nánari upplýsingar um innheimtu meðlags.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?