Sýslumenn: Gjöld og innheimta
Hvers vegna er ég að fá meðlagskröfur marga mánuði aftur í tímann þegar ég er nú þegar búin að greiða meðlagsmóttakanda þetta?
Meðlagsmóttanandi hefur sótt um meðlag aftur í tímann til TR. Tryggingastofnun ber að afgreiða meðlag ef einstaklingur skilar inn umsókn um meðlagið og gildan samning/úrskurð stjórnvalds um meðlag. TR hefur því ekki heimild skv. lögum að synja umsækjanda sem uppfyllir ofangreind skilyrði.
Ef að meðlagsgreiðandi telur að hann hafi greitt tvöfalt meðlag fyrir x mánuði þarf hann að snúa sér beint til meðlagsmóttakanda og fá leiðréttingu á eða snúa sér til þess sýslumannsembættis sem barnið á lögheimili í og fá nýja meðlagsákvörðun.
Hér geta meðlagsgreiðendur fundið nánari upplýsingar um innheimtu meðlags.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?