Fara beint í efnið

Leggst auka kostnaður á vanrækslugjaldið tveimur mánðum eftir gjalddaga ef gjaldið er ekki greitt?

Aukinn kostnaður leggst ekki á fyrr en sérstök innheimta gjaldsins hefst, yfirleitt að liðnum rúmum tveimur mánuðum frá álagningu. Þá leggst fyrst á gjald vegna ítrekunarbéfs að fjárhæð 400 kr. Greiðist gjaldið ekki í beinu framhaldi leggst á kostnaður vegna sendingar sérstakrar greiðsluáskorunar, að fjárhæð ca. 1.500 - 2.000 kr. (fer eftir gjaldskrá stefnuvotta og/eða  Íslandspóst). Komi til beiðni um nauðungarsölu leggst á kostnaður skv. lögum um aukatekjur ríkissjóðs vegna beiðni um nauðungarsölu á lausafé, sem er gjald til ríkissjóðs. Komi til sölu ökutækis á uppboði kann talsverður kostnaður að leggjast á við það, allt þó eftir atvikum máls. Komi t.d. til þess að færa þurfi ökutæki á uppboðsstað eða annarra slíkra ráðstafana og það haft þar í geymslu má gera ráð fyrir að gjaldið hækki verulega.

Hér má finna nánari upplýsingar um vanrækslugjald.


Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?