Sýslumenn: Gjöld og innheimta
Meðlagsmóttakandi (barnsmóðir/faðir) vill fella niður greiðslur meðlags, hvað geri ég?
Þú ferð inn á „Mínar síður TR“ og smellir á „Umsóknir“, setur í „leit eftir málaflokk“ hakið í „Fjölskyldur“ og smellir á „Niðurfellingu greiðslna“.
Þegar búið er að vinna málið hjá TR berst þér bréf á „Mínar síður“ undir „Mín skjöl“ en einnig er sent bréf á meðlagsgreiðanda til að upplýsa um að búið sé að stöðva innheimtu meðlags.
Hér geta meðlagsgreiðendur fundið nánari upplýsingar um innheimtu meðlags.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?