Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. apríl 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skráning og breyting notkunarflokka

    Gildi í valtöflum eru valin úr listum. Notkunarflokkur tiltekur sérstaka notkun ökutækis (er annars skráð í almenna notkun).

    Gildin eru tilkynnt af skoðunarstofu ökutækja í tengslum við skráningarskoðun eða breytingaskoðun á rafrænu eyðublaði US.111. Ef upplýsingar um gildið liggja ekki fyrir við skráningaskoðun eða breytingarskoðun, eða ökutækið uppfyllir ekki sett skilyrði, skal skoðun og skráningu ökutækisins hafnað.

    Yfirlit notkunarflokka og skoðunarskylda við skráningu

    Gildir notkunarflokkar í ökutækjaskrá ásamt upplýsingum um skoðunarskyldu við skráningu í notkunarflokkinn eða úr honum og í almenna notkun. Upplýsingar um sérstakar ráðstafanir vegna breytinga í notkunarflokka er að finna í öðru köflum. Í aftasta dálki er tiltekið hvort skoðunartíðni breytist sé um fólksbifreið að ræða.

    Númer flokks

    Notkunarflokkur

    Í notkunarflokk

     Úr notkunarflokki í almenna notkun

    Breytist tíðni reglub. skoðunar? 

    000

    Almenn notkun

    Sjá dálkinn til hægri

    ---

    ---

    003

    Sendiráðsökutæki

    Forskráning

    Uppfylla kröfur skv. breytingalás

    Nei

    005

    Neyðarakstur

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    006

    Leigubifreið

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    007

    Ökutækjaleiga (RL: 224)

    Umsókn US.115

    Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)

    008

    Ökukennsla (RL: 221)

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    014

    VSK / ADR (RL: 219)

    Breytingaskoðun + ADR-skoðun

    Umsókn US.115

    Nei

    015

    VSK / Ökutækjaleiga (RL: 220)

    Breytingaskoðun

    Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)

    017

    Ökutæki hreyfihamlaðra

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun

    Nei

    018

    Flutningur hreyfihamlaðra (RL: 212)

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    019

    Vegavinnuökutæki

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun

    Nei

    020

    Hættulegur farmur (ADR) (RL: 213)

    ADR-skoðun

    Umsókn US.115

    Nei

    021

    Björgunarbifreið

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun

    Nei

    022

    Beltabifreið

    Forskráning

    Óheimilt

    ---

    024

    Leigubifreið / Ökutækjaleiga

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    090

    VSK-bifreið (RL: 218)

    Breytingaskoðun

    Umsókn US.115

    Nei

    104

    Námuökutæki

    Skráningarskoðun

    Óheimilt

    ---

    105

    Eyjaökutæki

    Umsókn RAF-105

    Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)

    106

    VSK / Eyjaökutæki

    Umsókn RAF-105 +Breytingaskoðun

    Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)

    109

    Rallakstur

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun

    Nei

    111

    Sérbyggð rallbifreið

    Skráningarskoðun

    Óheimilt

    ---

    115

    Húsbifreið

    Forskráning eða Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun

    Nei

    117

    Húsbifreið / Ökutækjaleiga (RL: 225)

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    119

    Flugvallarökutæki

    Forskráning

    Óheimilt (eða Breytingaskoðun)

    Nei

    120

    Ökutæki fyrir hreyfihamlaða / Ökutækjaleiga

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    130

    Fornökutæki

    Umsókn US.115 eða US.156

    Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)

    131

    Fornökutæki / Húsbifreið

    Umsókn US.115 eða US.156 + Breytingaskoðun

    Umsókn US.115 (+Aðalskoðun)

    149

    Ökukennsla / Ökutækjaleiga (RL: 223)

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    151

    Ökukennsla / Leigubifreið

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    154

    Ökukennsla / Ökutæki fyrir hreyfihamlaða

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    155

    Ökukennsla / (ADR) (RL: 222)

    Breytingaskoðun + ADR-skoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    158

    Sérstök not (RL: 214)

    Skrán.skoð / Breyt.skoð

    Umsókn US.115

    Nei

    159

    Neyðarakstur / Sérstök not

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    160

    Neyðarakstur / Ökutækjaleiga

    Breytingaskoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    161

    Neyðarakstur / (ADR)

    Breytingaskoðun + ADR-skoðun

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    180

    Skoðunarskylt landbúnaðartæki

    Umsókn RAF-104

    Umsókn US.115 (án skoðunar)

    201

    Undanþáguakstur (RL: 217)

    Skráningarskoðun

    Óheimilt

    ---

    202

    Undanþáguakstur / Sérstök not (RL: 216)

    Skráningarskoðun

    Óheimilt

    ---

    203

    ADR / Sérstök not (RL: 215)

    Breytingaskoðun + ADR-skoðun

    Umsókn US.115

    Nei

    210

    Atvinnurekstur (RL)

    Umsókn

    Umsókn

    Nei

    300

    Flokkur I (=< 25 km/klst.) (á við um létt bifhjól)

    Skráningarskoðun

    Óheimilt

    ---

    310

    Fellihýsi

    Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun)

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    311

    Fellihýsi / Ökutækjaleiga

    Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) / Umsókn US.115

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    312

    Hjólhýsi

    Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun)

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    313

    Hjólhýsi / Ökutækjaleiga

    Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) / Umsókn US.115

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    314

    Tjaldvagn

    Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun)

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    315

    Tjaldvagn / Ökutækjaleiga

    Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) / Umsókn US.115

    Breytingaskoðun (+Aðalskoðun)

    317

    Ófullgert ökutæki

    Forskráning

    Breytingaskoðun

    Nei

    400

    Vinnuvél

    Tilkynning frá Vinnueftirlitinu

    Óheimilt

    ---

    Breyting í notkunarflokka (úr almennri notkun)

    Við breytingu á ökutæki til samræmis við annan notkunarflokk er öllu jafna ekki gerð krafa um fyrirfram samþykki Samgöngustofu vegna þeirra. Við skoðun er gerð og búnaður ökutækisins með tilliti til nýja notkunarflokksins yfirfarinn. 

    Ef í ljós kemur við breytingaskoðun að mikilvæg atriði er varða breytinguna uppfylla ekki kröfur, er breytingunni hafnað og skoðuninni líka.

    Verði breyting á skoðunarreglu við skráningu ökutækisins í hinn nýja notkunarflokk ber að líma nýjan skoðunarmiða á ökutækið til samræmis við næsta skoðunarár hinnar nýju skoðunarreglu. Næsta skoðun getur þurft að eiga sér stað sama ár og þarf þá að færa ökutækið til aðalskoðunar á árinu.

    Nánari upplýsingar um einstaka notkunarflokka er að finna í öðrum köflum.

    Breyting í almenna notkun (úr öðrum notkunarflokkum)

    Við breytingu á notkunarflokki yfir í almenna notkun er öllu jafna ekki gerð krafa um fyrirfram samþykki Samgöngustofu vegna þeirra. Við skoðun er gerð og búnaður ökutækisins með tilliti til breytingar þess í almennra notkun yfirfarinn (til dæmis að búið sé að fjarlægja sérbúnað sem tilheyrði fyrri notkunarflokki).

    Ef í ljós kemur við breytingaskoðun að mikilvæg atriði er varða breytinguna uppfylla ekki kröfur, er breytingunni hafnað og skoðuninni líka.

    Verði breyting á skoðunarreglu við skráningu ökutækisins í almenna notkun ber að líma nýjan skoðunarmiða á ökutækið til samræmis við næsta skoðunarár hinnar nýju skoðunarreglu. Næsta skoðun getur þurft að eiga sér stað sama ár og þarf þá að færa ökutækið til aðalskoðunar á árinu.

    Sjá nánari upplýsingar um notkunarflokkinn almenna notkun.