Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Þarf ég að sækja um nýtt mat við gildistöku nýs kerfis 1. september 2025 ef ég er með örorkumat í gildi 31. ágúst 2025?

Nei, ef þú er með gilt örorkumat 31. ágúst 2025 eða lengur, færðu varanlegan rétt til örorkulífeyris frá og með 1. september 2025. Þú þarft hvorki að sækja um né fara í nýtt mat. 

Eftir 1. september 2025 getur einstaklingur með rétt til örorkulífeyris hins vegar óskað eftir samþættu sérfræðimati meðal annars  til að færast yfir á hlutaörorkulífeyri. Ef það kemur ver út fyrir viðkomandi er hægt að draga umsóknina til baka. 

Ef ákvörðun um heimilisuppbót var í gildi í skemmri tíma en ákvörðun um örorkulífeyri þá þarf að sækja um heimilisuppbætur að nýju þegar gildistími heimilisuppbótar rennur út.