Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Ef ég tek út viðbótarlífeyrissparnað eftir 1. september 2025 hefur hann þá engin áhrif á greiðslur mínar?
Ef viðbótarlífeyrissparnaður er tekinn út eftir 1. september 2025 mun hann hafa áhrif á greiðslurétt á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu fyrstu átta mánuði ársins árið 2025 ( janúar til ágúst). Bent er á að ef viðbótarlífeyrissparnaður er tekinn út á árinu 2026 hefur hann ekki áhrif á greiðslur á árinu 2025.
Fyrir þau sem fá uppbót vegna breytts örorkukerfis 2025 þá er bent á að viðbótarlífeyrissparnaður sem þú hefur tekið út hefur áhrif á hana til lækkunar.