Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Teljast tekjur sem koma til eftir 1. september til tekna við útreikning á greiðslurétti mínum fyrir janúar til ágúst 2025?
Almenna reglan er sú að tekjur sem koma til á greiðsluári teljast til tekna við útreikning á greiðslurétti alls ársins, 1/12 fyrir hvern mánuð.
Hins vegar er hægt að óska eftir því að telja atvinnutekjur til tekna eingöngu í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. TR reiknar út við endurreikning og uppgjör hvor reglan komi betur út og velur þá reglu sem er hagstæðari fyrir hvern og einn.