Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Hver verða frítekjumörkin í nýju kerfi?
Fyrir örorku- og hlutaörorkulífeyri verður almennt frítekjumark 100.000 krónur á mánuði.
Einstaklingur með hlutaörorkulífeyri fær að auki frítekjumark vegna atvinnutekna að upphæð 250.000 krónur. Samanlegt verður frítekjumarkið því 350.000 krónur á mánuði.
Fyrir sjúkra- og endurhæfingargreiðslur verður almennt frítekjumark 40.000 krónur á mánuði.
Frítekjumark vegna atvinnutekna hjá þeim sem fá sjúkra- og endurhæfingargreiðslur verður 160.000 krónur á mánuði.