Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Hvernig er greiðsluréttur minn reiknaður út í nýju kerfi?

Fullar greiðslur og frítekjumörk frá 1. september verða eftirfarandi - sjá hér.

Áhrif tekna eru 45% eftir að frítekjumörkum hefur verið náð. Athygli er vakin á því að í samræmi við nýtt kerfi leggjast greiðsluflokkarnir örorkulífeyrir, aldursviðbót og heimilisuppbót saman, ef við á, og svo eru dregin 45% af tekjum umfram frítekjumörk af þeirri fjárhæð. Því birtist ein samtala í greiðsluáætlun.  

Dæmi: 

Einstaklingur með full lífeyrisréttindi sem fékk sitt fyrsta örorku- eða endurhæfingarmat  við 36 ára aldur og á rétt á heimilisuppbót. 

Atvinnutekjur hans eru 200.000 krónur á mánuði.  

Greiðsluréttur hans í nýju kerfi er: 

Greiðsluréttur í nýju kerfi

Sjá má á dæminu hér fyrir ofan að atvinnutekjur eru 200.000 krónur og frítekjumark er 100.000 krónur því eru  viðmiðunartekjur umfram frítekjumark 100.000 krónur (200.000 - 100.000 = 100.000) af 100.000 krónum er reiknuð 45% skerðing sem nemur þá 45.000 krónum. Heildargreiðsla fyrir skerðingu er samtals  474.565 krónur. Af því er dregin 45.000 krónur því er greiðsla fyrir örorkulífeyrir, aldursviðbót og heimilisuppbót að fjárhæð 429.565 krónur. Áhrif tekna eru 45% á sameiginlega fjárhæð örorkulífeyris, aldursviðbótar og heimilisuppbótar ef við á og því kemur greiðslurétturinn fram í einni tölu.