Fara beint í efnið

Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Breytast greiðslur mínar í nýju kerfi?

Langflestir sem sem fá greiddan örorku- eða endurhæfingarlífeyri samkvæmt gildandi kerfi munu fá hærri greiðslur í nýju kerfi 1. september 2025.

Rétt er að benda á að mismunandi þættir hafa áhrif á greiðslur hvers og eins, til dæmis aldur, búseta, hvort þú búir ein/n, eigir börn, hvaða tekjur þú hefur og fleira. Tryggingastofnun mun veita upplýsingar um greiðslur til hvers og eins um leið og slíkt er mögulegt.

Í reiknivél lífeyris er mögulegt að reikna út greiðslur í nýju kerfi.