Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Hvers vegna er aldursviðbót ekki greidd í nýja kerfinu til þeirra sem voru 44 til 66 ára við fyrsta örorku- eða endurhæfingarmat?

Greiðsluréttur í nýju kerfi er breyttur frá eldra kerfi. Í lögunum er aldursviðbót greidd til þeirra sem eru á aldrinum 18 til 43 ára. Full aldursviðbót er greidd til þeirra sem eru 18-24 ára og lækkar um 5% með hverju ári fram að 43 ára aldri er hún fellur niður.  

Þeir sem voru með aldursviðbót fá hækkanir í nýju kerfi. Sameiginlegur greiðsluréttur örorkulífeyris og aldursviðbótar í nýju kerfi er hærri en sameiginlegur greiðsluréttur örorkulífeyri, aldursviðbótar, tekjutryggingar og sérstakrar uppbótar á lífeyri vegna framfærslu í eldra kerfi.