Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Ég er með mat í gildi 31. ágúst 2025 og á rétt á örorkulífeyri í nýju kerfi. Gæti hlutaörorkulífeyrir komið betur út fyrir mig?

Best er fyrir viðkomandi að kanna útreikninga með því að fara í reiknivél lífeyris hér. Þar getur þú reiknað út greiðslur annars vegar með hlutaörorkulífeyri og hins vegar með örorkulífeyri.  

Eftir 1. september 2025 getur einstaklingur með rétt til örorkulífeyris óskað eftir samþættu sérfræðimati og þannig áttað sig á hvort að rétt sé að færa sig á  hlutaörorkulífeyri.