Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum

Hvernig verður aldursviðbót í nýju kerfi?

Aldursviðbót greiðist þeim sem fengu sitt fyrsta örorku- eða endurhæfingarmat á aldrinum 18 – 43 ára. 

Full aldursviðbót er 31.290 krónur á mánuði eða 375.480 krónur á ári. 

Fjárhæð aldursviðbótar lækkar um 5% fyrir hvert ár eftir 24 ára aldur og greiðist aldursviðbót ekki hafi umsækjandi fyrst uppfyllt skilyrðin við 44 ára aldur eða síðar. 

Dæmi: Einstaklingur fær samþætt sérfræðimat um 26-50% getu til virkni á vinnumarkaði við 25 ára aldur. Aldursviðbót verður 95% af fullri fjárhæð og heldur hann þeirri upphæð til 67 ára aldurs. 

Aldursviðbót er tekjutengd og lækkar samanlögð fjárhæð lífeyris, heimilisuppbótar og aldursviðbótar ef við á um 45% af tekjum lífeyrisþega umfram frítekjumörk, uns hún fellur niður.