Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
27. júlí 2023
Vakin er athygli á að almennur lífeyristökualdur er 67 ára en ef einstaklingur bíður með að sækja um ellilífeyri fram yfir þann tíma þá er hægt að sækja um rétt sinn allt að tvö ár aftur í tímann. Sæki einstaklingur ekki um rétt sinn aftur í tímann þá hafa réttindi hans ekki fallið niður heldur nýtur hann varanlegrar hækkunar á réttindi sín í staðinn fyrir þann tíma sem töku ellilífeyris hefur verið frestað. Þá er einnig hægt að sækja um snemmtöku ellilífeyri frá 65 ára aldri, gegn varanlegri lækkun réttinda.
20. júlí 2023
Ísland hefur undirritað samning við Bretland um samræmingu almannatrygginga, sem mun einkum gilda um elli-, örorku, og eftirlifendalífeyri, bætur vegna meðgöngu eða fæðingar, atvinnuleysisbætur, dánarbætur, sjúkrabætur og bætur vegna vinnuslysa.
30. júní 2023
Í samræmi við lög nr. 54/2023 hækka greiðslur almannatrygginga um 2,5% frá 1. júlí 2023. Breytingin á mánaðarlegum greiðslum ræðst af tekjum þeim sem koma til samhliða greiðslum TR.
16. júní 2023
Í dag var opnað fyrir þann möguleika að sækja stafræn örorkuskírteini á Ísland.is og hefur Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ þegar sótt stafræna örorkuskírteinið í snjallsímann sinn.
14. júní 2023
Hjá TR er lögð áhersla á persónuvernd í allri starfseminni. Rafræn vöktun byggir á lögmætum hagsmunum stofnunarinnar og til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsfólks.
23. maí 2023
Árlegur endurreikningur vegna greiðslna frá TR liggur nú fyrir á Mínum síðum TR og á island.is fyrir árið 2022. Þau sem fengu of lágar greiðslur árið 2022 fá endurgreitt frá TR í sérstakri greiðslu 1. júní nk.
11. maí 2023
Á ársfundi TR í dag sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra: ,,Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir gott samstarf ráðuneytisins og stofnunarinnar því þegar maður brennur fyrir einhverju þá er gott að vita að fleiri brenna einnig fyrir auknum réttindum og betri kjörum þeirra hópa sem okkur hefur verið falið að sinna."
27. apríl 2023
Dagana 27. apríl til 4. maí er umhverfisvika TR og verða margir spennandi viðburðir á dagskrá. TR er þátttakandi í verkefninu Grænum skrefum fyrir ríkisstofnanir og náði fimmta og síðasta græna skrefinu í fyrra.
Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð nú í apríl. Hér er yfirlit yfir þær helstu.
19. apríl 2023
Hópur félagsráðgjafa, teymis- og málastjóra frá Landspítala Háskólasjúkrahúsi kom í heimsókn til TR í gær og fræddist um starfsemi TR og almannatryggingakerfið.