Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
11. nóvember 2024
Í dag mun hópur viðskiptavina TR fá senda þjónustukönnun í tölvupósti þar sem verið er að kanna upplifun þeirra af þjónustu TR.
8. nóvember 2024
Tryggingastofnun er meðal þeirra 130 aðila sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflverkefnis FKA. Um er að ræða 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinbera aðila. Viðmiðið er að hafa 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi.
1. nóvember 2024
Samningur sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi var undirritaður í dag. Að samningnum koma 46 aðilar á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, sem skuldbinda sig til að eiga með sér samstarf og samvinnu um endurhæfingu einstaklinga sem á þurfa að halda.
31. október 2024
Við höfum birt efni á vefnum okkar um nýtt kerfi örorku- og endurhæfingargreiðslna sem tekur gildi 1. september 2025. Þar má finna upplýsingar sem gagnast viðskiptavinum Tryggingastofnunar og öðrum sem vilja kynna sér helstu breytingar og nýjungar sem koma til framkvæmda á næsta ári.
27. september 2024
Ráðstefnan Tengjum ríkið var haldin í gær 26. september á Hilton þar sem TR og fleiri stofnanir kynntu stafræna vegferð sína ásamt Stafrænu Íslandi. TR hlaut viðurkenningu fyrir að hafa lokið átta stafrænum skrefum sem Stafrænt Ísland hefur skilgreint. Níunda og síðasta skrefið stígur TR þegar spjallmenni verður fljótlega tekið í notkun á vef TR á Ísland.is.
Þau sem eru að undirbúa umsókn um ellilífeyri frá TR og vilja fá nánari upplýsingar geta hér fyrir neðan nálgast upptöku af kynningu sem var flutt á fræðslufundi TR sem var haldinn var 17. september sl.
19. september 2024
Búið er að laga villu í reiknivél lífeyris á vefnum okkar og hefur reiknivélin því verið opnuð á ný. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið. Bendum á að reiknivél lífeyris er ætluð til að sýna mögulegar greiðslur til einstaklinga miðað við mismunandi forsendur og ekki er um að ræða endanlega útreikninga á réttindum einstaklinga.
12. september 2024
TR er þátttakandi í þjónustukönnun ríkisstofnana sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir. Könnunin verður send mánaðarlega í tölvupósti til viðskiptavina TR sem eru með afgreidd og erindi í mánuðinum á undan. Fyrsta útsending verður nú í september. Einnig geta viðskiptavinir þjónustumiðstöðvar TR í Hlíðasmára tekið þátt í könnuninni með því að skanna QR kóða.
11. september 2024
Við biðjumst velvirðingar á að reiknivél lífeyris á vefnum okkar er því miður ekki aðgengileg vegna bilunar. Uppfærsla á reiknivélinni í gærmorgun hafði þær afleiðingar að útreikningar sýndu ekki rétta niðurstöðu og því var hún tekin úr birtingu í morgun.
2. september 2024
TR býður upp á fræðslufund þriðjudaginn 17. september kl. 16.00 – 18.00 í Hlíðasmára 11 um ellilífeyrismál. Á fundinum verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri hjá TR, greiðslufyrirkomulag og fleira.