Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Áhrif frestunar töku ellilífeyris ef fæðingarár er 1958 eða síðar

17. mars 2025

Hægt er að fresta töku lífeyris frá Tryggingastofnun, líkt og hjá lífeyrissjóðum og fá hækkun á greiðslum vegna frestunarinnar. Frestunin helst í hendur við töku lífeyris frá lífeyrissjóðum. Eftir að taka lífeyris frá lífeyrirsjóðum er hafin þá er ekki lengur til staðar réttur á hækkun á lífeyri frá TR. Þetta á við þau sem eru fædd árið 1958 eða síðar.

Tryggingastofnun - hausmynd

Dæmi:

  • Einstaklingur fæddur 1958 eða síðar byrjar á greiðslum úr lífeyrissjóði 67 ára. Sækir um hjá TR 70 ára. - Fær ekki hækkun þar sem hann er þegar kominn með lífeyri frá lífeyrissjóði.

  • Einstaklingur fæddur 1958 eða síðar byrjar á greiðslum frá TR 68 ára og á sama tíma frá lífeyrissjóði. – Fær hækkun fyrir 1 ár, þar sem hann nýtir ekki rétt sinn hvorki hjá TR né lífeyrissjóði því hann hefði getað byrjað 67 ára á lífeyri.

Ofangreint kom til framkvæmda frá og með 1. janúar 2025.