
Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum taka gildi 1. september 2025. Kynntu þér þín réttindi.

Reiknivél lífeyris
Í reiknivélinni getur þú sett inn mismunandi forsendur og séð hvernig það hefur áhrif á mögulegar greiðslur þínar á yfirstandandi ári.
Fréttir og tilkynningar
Nýr örorkulífeyrir frá 1. september birtur í greiðsluáætlunum
Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi 1. september 2025. Hluti af innleiðingu nýja kerfisins eru útreikningar greiðslna fyrir þá einstaklinga sem eru með gilt örorkumat 31. ágúst 2025 og birtast í nýrri greiðsluáætlun fyrir árið 2025. Búið er að birta nýjar greiðsluáætlanir fyrir um 19.000 einstaklinga á Mínum síðum TR. Langflest í hópnum fá hærri greiðslur.
Aðgangur að Mínum síðum TR með íslykli lokar 20. mars
Nú er ekki lengur hægt að opna Mínar síður TR með íslykli. Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að ekki er lengur hægt að styðja við notkun íslykils á Ísland.is vegna alvarlegra veikleika og mikilvægi öruggrar innskráningar. Lokun íslykils er nauðsynleg til að tryggja öryggi viðkvæmra gagna þeirra sem nota þjónustu TR.