Ellilífeyrir
Þau sem eru 67 ára og eldri og hafa búið á Íslandi í minnst þrjú ár geta átt einhvern rétt á ellilífeyri. Hægt er að hefja töku ellilífeyris 65 ára.
Nauðsynlegt er að sækja um ellilífeyri hjá öllum lífeyrissjóðum áður en sótt er um hjá TR. Upplýsingar um réttindi hjá lífeyrissjóðum er hægt að sjá í Lífeyrisgáttinni.
Í reiknivél TR er hægt að setja inn eigin forsendur til að sjá mögulegar greiðslur.