Fara beint í efnið

Fólk með hreyfihömlun sem þarf bíl til að stunda vinnu, skóla, reglubundna endurhæfingu eða sækja heilbrigðisþjónustu getur sótt um styrki og uppbætur til að kaupa eða reka bíl.

Hjá TR er hægt að sækja um

  • Uppbót til rekstrar bifreiðar

  • uppbót til kaupa á bifreið,

  • styrk til kaupa á bifreið og

  • styrk til kaupa á sérútbúinni bifreið eða sérútbúinni hreinni rafmagnsbifreið.

Það þarf að uppfylla mismunandi skilyrði til að eiga rétt á uppbót, styrk eða styrk til kaupa á sérútbúinni bifreið. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um skilyrði hvers og eins flokks hér að neðan.

Í stuttu máli

Hreyfihamlað fólk og foreldrar hreyfihamlaðra barna geta átt rétt á:

Uppbót eða styrk vegna kaupa á bíl er hægt að fá á 5 ára fresti.

Einnig er hægt að sækja um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna hjálpartækja í bílum.

Sótt er um niðurfellingu bifreiðagjalda hjá Skattinum.

Niðurstaða

Þegar niðurstaða umsóknar liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínar síður TR undir Mín skjöl. Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun. Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Þegar umsókn er samþykkt og búið er að skila inn kaupsamningi eða reikningi fyrir bílakaupunum er greitt út eins fljótt og auðið er á þann bankareikning sem skráður er á Mínar síður.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun