Vinnslutími umsókna
Vinnslutími umsókna er mislangur eftir tegund umsókna en mikilvægt er að skila öllum nauðsynlegum gögnum svo hægt sé að vinna úr umsókn þinni sem fyrst.
Vinnslutími getur lengst í þeim tilfellum þar sem við höfum ekki fengið öll gögn eða upplýsingar.
Hægt er að fylgjast með stöðu umsókna á Mínum síðum TR.
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna.
Mál | Áætlaður vinnslutími er allt að |
---|---|
Fyrsta örorkumat | 10 - 12 vikur |
Endurmat á örorku | 6 vikur |
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Mál | Áætlaður vinnslutími hjá TR er allt að |
---|---|
Ellilífeyrir | 4 vikur |
Hálfur ellilífeyrir | 4 vikur |
Ellilífeyrir sjómanna | 4 vikur |
Viðbótargreiðslur til fólks með takmörkuð ellilífeyrisréttindi | 4 vikur |
Ellilífeyrir frá öðru EES-landi eða Bandaríkjunum | 6 mánuðir* |
*Vinnslutími stofnana erlendis er mismunandi og getur því bæst við þennan tíma. Gott er að skoða vefsíður þeirra landa sem umsókn er send til.
Þú getur dregið umsóknina þína til baka innan 30 daga eftir að umsóknin er samþykkt. Hafir þú þegar fengið útborgaðan ellilífeyri á tímabilinu, þarft þú að borga það til baka.
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna.
Mál | Áætlaður vinnslutími er allt að |
---|---|
Umsókn um endurhæfingalífeyri | 6 vikur |
Framlenging endurhæfingarlífeyris | 6 vikur |
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna.
Mál | Áætlaður vinnslutími er allt að |
---|---|
Heimilisuppbót | 4-6 vikur |
Uppbót til að reka bíl lífeyrisþega | 4-6 vikur |
Uppbót á lífeyri vegna lyfja | Vinnslutími getur tekið mislangan tíma því TR þarf að sækja upplýsingar til Sjúkratrygginga Íslands |
Uppbót á lífeyri vegna umönnunar | 4-6 vikur |
Uppbót á lífeyri vegna kaupa á heyrnartækjum | 4-6 vikur |
Uppbót á lífeyri vegna húsaleigu | 4-6 vikur |
Uppbót á lífeyri vegna dvalar á sambýli eða áfangaheimili | 4-6 vikur |
Uppbót á lífeyri vegna rafmagnskostnaðar vegna notkunar á súrefnissíu | Vinnslutími getur tekið mislangan tíma því TR þarf að sækja upplýsingar til Landspítala |
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna.
Mál | Áætlaður vinnslutími er allt að |
---|---|
Foreldragreiðslur vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna | 4 til 6 vikur |
Umönnunargreiðslur vegna langveikra og fatlaðra barna | 4 til 6 vikur |
Greiðslur til einstæðra foreldra - mæðra- og feðralaun | 4 til 6 vikur |
Barnalífeyrir | 4 til 6 vikur |
Barnalífeyrir vegna sérstakra útgjalda | 4 til 6 vikur |
Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar | 4 til 6 vikur |
Framlag vegna náms eða starfsþjálfunar | 4 til 6 vikur |
Meðlag | 4 til 6 vikur |
Bráðabirgðameðlag vegna ófeðraðs barns | 4 til 6 vikur |
Sérstök framlög með barni | 4 til 6 vikur |
Afturvirkni umsókna
Almennt er hægt að sækja allt að 2 ár aftur í tímann en skila þarf gögnum fyrir það tímabil.
Meðlag er hægt að sækja um allt að 1 ár aftur í tímann.
Ef ekki er tilgreint frá hvaða tíma er sótt um er miðað við að greiðslur hefjist fyrsta dag næsta mánaðar eftir að umsókn berst.
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna.
Afgreiðsla umsókna vegna sérútbúinna bifreiða getur tekið lengri tíma vegna upplýsinga sem TR þarf að sækja til Sjúkratrygginga Íslands.
Mál | Áætlaður vinnslutími er allt að |
---|---|
Bifreiðastyrkir fyrir fólk með hreyfihömlun, blinda og lífeyrisþega | 4 til 6 vikur |
Bílalán | 4 til 6 vikur |
Uppbót til að reka bíl lífeyrisþega | 4 til 6 vikur |
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna.
Mál | Áætlaður vinnslutími er allt að |
---|---|
Dánarbætur vegna makamissis | 4 vikur |
Framlengdar dánarbætur | 4 til 6 vikur |
Fjárhagsaðstoð vegna líffæragjafar | 4 til 6 vikur |
Maka- og umönnunarbætur | 4 til 6 vikur |
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir um réttindi erlendis geta tekið allt að 6 mánuði og jafnvel lengri tíma í sumum tilfellum, það fer eftir hraða afgreiðslu hjá stofnunum sem sótt er um til erlendis.
Vinnslutími hefst þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist til að vinna úr umsókn þinni. Ef það vantar gögn þá færð þú skilaboð um það á Mínum síðum TR.
Umsóknir eru almennt samþykktar frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að öll skilyrði eru uppfyllt og öll fylgigögn hafa borist.
Mál | Áætlaður vinnslutími er allt að |
---|---|
Framlenging lífeyris vegna dvalar á stofnun | 4-6 vikur |
Ráðstöfunarfé vegna fangelsisvistar | 4-6 vikur |
Dagpeningar vegna dvalar utan stofnunar | 4-6 vikur |