Lög og reglugerðir
Breytingar á lögum 2024
104/2024 – lög um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.
Margvíslegar breytingar á almannatryggingalögunum. Breytingarnar taka gildi 1. september 2025. Þrátt fyrir að 1. mgr. 19. tölul. 12. gr. öðlaðist gildi 5. júlí 2024.
Breytingar á reglugerðum 2024
1488/2024 – um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2025. Bætur hækkaðar um 4,3%. Tók gildi 1. janúar 2025
1482/2024 – um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2025. Viðmiðunarmörk vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu hækkuð um 4,3%. Almennt frítekjumark ellilífeyrisþega hækkaði í kr. 438.000 á ári. Tók gildi 1. janúar 2025.
1489/2024 – um breytingu á reglugerð nr. 1255/2016 um ráðstöfunarfé og dagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar. Bætur hækkaðar um 4,3%. Tók gildi 1. janúar 2025
1485/2024 – um breytingu á reglugerð nr. 1195/2017 um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar. Bætur hækkaðar um 4,3%. Viðauki vegna flýtingar og frestunar töku lífeyris uppfærður. Tók gildi 1. janúar 2025.
1454/2024 – um breytingar á reglugerð nr. 1200/2018 um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Bætur hækkaðar um 4,3%. Tók gildi 1. janúar 2025.
1483/2024 – um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2025. Eingreiðslur ellilífeyrisþega hækkaðar um 4,3%. Tók gildi 1. janúar 2025
1491/2024 – um breytinguna á reglugerð nr. 905/2021, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Bætur hækkaðar um 4,3%. Tók gildi 1. janúar 2025.
1419/2023 – um breytinguna á reglugerð nr. 905/2021, um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Breytingin felur í sér hækkun á fjárhæð uppbóta og styrkja vegna bifreiðakaupa. Fjárhæð upphæðar hækkaði úr 500.000 kr. í 1.000.000 kr., en vegna fyrstu kaupa á bifreið eða ef einstaklingur hefur ekki átt bifreið í 10 ár, úr 720.000 kr. í 1.000.000 kr. Styrkur til kaupa bifreið hækkaði úr 1.440.000 kr. í 2.000.000 kr. og styrkur til kaupa á sérútbúinni bifreið hækkaði úr 6.000.000 kr. í 7.400.000. Bætt var við málsgrein um hreina rafbíla, en þá gat fjárhæð að hámarki orðið 66% af kaupverði bifreiðar, en að hámarki 8.140.000 kr. Breytingin tók gildi 1. janúar 2024.
1613/2024 – um fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga fyrir árið 2025. Fjárhæðir bóta slysatrygginga almannatrygginga hækkaðar og ákvæði um að ef útreikningur skv. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 108/2021 á eingreiðslu frá sjúkratryggingastofnun liggur ekki fyrir 1. janúar 2025 hækki lífeyrisgreiðslur og barnalífeyri í samræmi við hækkun á fjárhæðum örorkulífeyris og barnalífeyris skv. lög um almannatryggingar, sbr. reglugerð um fjárhæðir bóta almannatrygginga nr. 1488/2024. Tók gildi 1. janúar 2025.
Ellilífeyrir og tengdar greiðslur
Reglugerð nr. 1438/2022 um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2023.
Reglugerð nr. 1650/2020 um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2022.
Reglugerð nr. 1440/2022 um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2023.
Reglugerð nr. 1195/2017 um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar