Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Eftirlit

Eitt af hlutverkum TR er að standa vörð um velferðarkerfið. Stofnunin hefur því á að skipta eftirliti sem sannreynir réttmæti greiðslna.

Við eftirlit er farið yfir ýmsar persónulegar upplýsingar um umsækjanda og greiðsluþega. Gagna er aðallega aflað frá umsækjanda sjálfum en TR sækir einnig upplýsingar til annarra aðila sem heimild er fyrir lögum.

Réttindi til ýmissa greiðslna byggist á búsetu á Íslandi. Þegar verið er að kanna búsetu eru ýmis gögn könnuð sem geta gefið vísbendingu um hvar viðkomandi aðili býr. Ef skýring frá viðkomandi telst eðlileg er málinu lokið og ekkert frekar aðhafst.