Fara beint í efnið

Viðbótargreiðslur til fólks með takmörkuð ellilífeyrisréttindi

Umsókn um viðbótarstuðning

Félagslegum viðbótarstuðning er ætlað að styrkja framfærslu einstaklinga sem búsettir eru á Íslandi og eiga engin eða takmörkuð ellilífeyrislífeyrisréttindi í almannatryggingum. Heimilt er að fá viðbótarstuðning í að hámarki 12 mánuði í senn og sækja þarf um að nýju þegar hann fellur niður.

Réttur til viðbótarstuðnings

Þú getur átt rétt á félagslegum viðbótarstuðningi ef þú ert:

  • 67 ára og eldri,

  • með engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum,

  • með tekjur undir 299.874 krónur á mánuði,

  • með skráð lögheimili og fasta búsetu á Íslandi.

Til að endurnýja greiðslur þarftu einu sinni á ári að staðfesta dvöl hér á landi. Það er gert með því að koma í eigin persónu með skilríki í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar að Hlíðasmára 11 eða til umboðsmanna hjá sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins.

Upphæð viðbótarstuðnings er tekjutengd og allar tekjur hafa áhrif á útreikning.

Ef eignir í peningum og verðbréfum eru meiri en sem nemur 4.000.000 krónur er ekki réttur til greiðslna.

Búsetuskilyrði

Nauðsynlegt er að hafa fasta búsetu, skráð lögheimili og dvelja varanlega á Íslandi.

Greiðsluréttur fellur niður ef dvalið er erlendis lengur en 90 daga á hverju 12 mánaða greiðslutímabili. Tilkynna skal TR um fyrirhugaða dvöl erlendis fyrir brottför og um komu til landsins.

Erlendir ríkisborgarar

  • Ef þú ert erlendur ríkisborgari þarftu að hafa ótímabundið dvalarleyfi hér á landi eða rétt til ótímabundinnar dvalar.

    • Við sérstakar aðstæður er heimilt að veita undanþágu frá ótímabundnu dvalarleyfi ef erlendur ríkisborgari er með tímabundið dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis. Gerð er krafa um búsetu og lögheimili hér á landi í tvö ár í slíkum tilfellum.

  • Ef þú ert EES- eða EFTA-borgari þarftu að hafa lögheimili hér á landi í samfelld fimm ár.

Fjárhæðir

Hámarks viðbótarstuðningur getur verið 312.769 krónur á mánuði.

Viðbótarstuðningur við aldraða getur mest numið 90% af ellilífeyri og 90% af heimilisuppbót. Ef umsækjandi er einhleypur, býr einn og er einn um heimilisrekstur er hægt að sækja um heimilisuppbót.

Hámarks viðbótarstuðningur með heimilisuppbót getur verið 391.803 krónur á mánuði.

Tekjuáætlun

Upphæð félagslegs viðbótarstuðnings er tengd tekjum. Því er mikilvægt að tekjuáætlun þín sé alltaf rétt.

Breyta tekjuáætlun á Mínum síðum

Umsóknarferli

Áður en þú sækir um viðbótarstuðning þarft þú að sækja um öll réttindi sem þú átt, svo sem launatengd réttindi, greiðslur almannatrygginga, sem og innlendar og erlendar lífeyrissjóðsgreiðslur.

Hægt er að sækja um viðbótarstuðning þrjá mánuði aftur í tímann.

Til að sækja um þarft þú:


Auk þess er gott að hafa:

  • upplýsingar um fjármagnstekjur þínar og maka, til dæmis vexti og verðbætur, arð, leigutekjur og söluhagnað

Hægt er að skila öllum gögnum í gegnum Mínar síður TR.

Svona sækir þú um

  1. Smelltu á Sækja um

  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

  3. Veldu Umsóknir

  4. Veldu umsóknina Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða

  5. Fylltu út umsóknina og hengdu við fylgigögn, ef þú ert með þau tiltæk

  6. Smella á Senda umsókn

Einnig má sækja um:

Umsókn um viðbótarstuðning

Niðurstaða

Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.

Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Viðbótarstuðningur er greiddur eftir á fyrsta dag hvers mánaðar og þú færð upphæðina inn á bankareikninginn þinn.

Búsetuhlutfall og áhrif á ellilífeyri - algengar spurningar

Umsókn um viðbótarstuðning

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun