Umhverfisvika TR
27. apríl 2023
Dagana 27. apríl til 4. maí er umhverfisvika TR og verða margir spennandi viðburðir á dagskrá. TR er þátttakandi í verkefninu Grænum skrefum fyrir ríkisstofnanir og náði fimmta og síðasta græna skrefinu í fyrra.
Umhverfisvikan byrjaði á grænum degi þar sem keppt er um grænasta sviðið og var starfsfólk hvatt til að mæta grænklætt. Skiptimarkaður verður opnaður fyrir föt og nytjahluti. Starfsmannafélagið býður uppá ástandsskoðun á reiðhjólum hjá Dr. BÆK og margt fleira skemmtilegt verður á dagskrá, svo sem plokkun í kringum Hlíðasmára 11 og fleira.
Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Þannig geta stofnanir dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og eflt umhverfisvitund starfsfólks.
Hér má sjá myndir frá fyrsta deginum: