Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Rafræn vöktun

TR vinnur með persónuupplýsingar einstaklinga sem fást frá myndavélum, hljóðritun, upplýsingum frá umsækjendum sjálfum og við öflun upplýsinga frá öðrum aðilum, sem heimild er fyrir í lögum.

Um meðferð persónuuupplýsinga og persónuverndastefnu.

Rafræn vöktun

Tryggingastofnun viðhefur rafræna vöktun á grundvelli lögmætra hagsmuna stofnunarinnar og til að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina.

Vöktun með öryggismyndavélum er viðhöfð allan sólarhringinn. Símtöl eru hljóðrituð. Tryggingastofnun er ábyrgðaraðili vöktunarinnar og tryggir öryggi persónuupplýsinga þeirra sem vöktun sæta. TR er umhugað að allir sem sæti vöktun séu þess varir og því gerir TR grein fyrir vöktun með skýrum hætti.

Vöktunin fer einungis fram í skýrum, málefnalegum og lögmætum tilgangi. Við vöktun gætir TR þess sérstaklega að gæta meðalhófs og ganga ekki lengra en þörf krefur til þess að virða einkalífsrétt þeirra er vöktun beinist að.

Ákveðnir verkferlar eru um hlustun á hljóðritun og skoðun myndefnis úr öryggismyndavélum. Slíkt er einungis skoðað af þeim sem hafa skýra heimild til þess, sé tilefni til.

TR birtir aldrei né miðlar efni opinberlega.

Eftirlit

Eitt af hlutverkum TR er að standa vörð um velferðarkerfið. Stofnunin hefur því á að skipa eftirliti sem sannreynir réttmæti greiðslna.

Við eftirlit er farið yfir ýmsar persónulegar upplýsingar um umsækjanda eða greiðsluþega. Gagna er aðallega aflað frá umsækjanda sjálfum en TR sækir einnig upplýsingar til annarra aðila sem heimild er fyrir í lögum.

Réttindi til ýmissa greiðslna byggjast á búsetu á Íslandi. Þegar verið er að kanna búsetu eru ýmis gögn könnuð sem geta gefið vísbendingu um hvar viðkomandi aðili býr. Ef skýring frá viðkomandi telst eðlileg er málinu lokið og ekkert er frekar aðhafst.