Rafræn vöktun
14. júní 2023
Hjá TR er lögð áhersla á persónuvernd í allri starfseminni. Rafræn vöktun byggir á lögmætum hagsmunum stofnunarinnar og til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsfólks.
Vöktunin felur í sér eftirlit með öryggismyndavélum sem eru virkar allan sólarhringinn og hljóðritun símtala. Öryggismyndavélar eru m.a. við innganga í húsið og í þjónustumiðstöð. Þau sem sæta rafrænni vöktun með öryggismyndavélum þurfa að vera þess glögglega vör og því hafa verið settar merkingar á viðeigandi stöðum svo öllum megi vera ljóst að rafræn vöktun sé viðhöfð í húsakynnum TR.
Tilkynnt er um hljóðritun við upphaf símtals.
Nánar má lesa um rafræna vöktun hjá TR hér.