Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
14. febrúar 2025
Þjóðskjalasafn Íslands leitar að nýjum sviðsstjóra rekstrarskrifstofu. Um er ræða spennandi stjórnunarstarf hjá öflugri menningar- og stjórnsýslustofnun sem varðveitir heimildir um sögu þjóðarinnar og leiðir skjalavörslu og skjalastjórn hins opinbera.
10. febrúar 2025
Um 60 gestir heimsóttu Þjóðskjalasafn á Safnanótt föstudaginn 7. febrúar og tóku þátt í dagskrá sem helguð var andófi og pönki í íslensku samfélagi.
6. febrúar 2025
Lokað verður í dag, fimmtudag 6. febrúar, á lestrarsal Þjóðskjalasafns vegna veðurs og tilmæla aðgerðastjórnar höfuðborgarsvæðisins um að fólk haldi sig heima á meðan veður gengur yfir.
4. febrúar 2025
Hvernig birtist pönk og andóf í íslensku samfélagi, hvað er pönk og hvenær eru aðgerðir skilgreindar sem andóf? Andóf og pönk er umfjöllunarefni Þjóðskjalasafns Íslands á Safnanótt þann 7. febrúar næstkomandi.
27. janúar 2025
Skjalalestur - sýnishorn ritheimilda, leiðbeiningarit um skjalalestur eftir Kristjönu Kristinsdóttur og Má Jónsson hefur verið gert aðgengilegt í rafrænni útgáfu á miðlunarvef Þjóðskjalasafns Íslands.
Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna og öryggismála. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan aðila hjá stofnun sem er leiðandi í opinberri skjalavörslu og skjalastjórn.
6. janúar 2025
Með nýrri ríkisstjórn mun skipan ráðuneyta breytast með fækkun þeirra um eitt; úr tólf ráðuneytum í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Auk þess munu heiti nokkurra ráðuneyta og verkefni breytast.
3. janúar 2025
Á nýársdag hófst ný sjónvarpsþáttaröð á RÚV um ævi og feril Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands. Á nýliðnu ári var Vigdísar einnig minnst í bók sem gefin var út af Ríkisskjalasafni Ungverjalands í tilefni af árlegum fundi evrópskra ríkisskjalasafna og formennsku Ungverja í Evrópuráðinu.
19. desember 2024
Þjóðskjalasafn Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
18. desember 2024
Lokað verður á lestrarsal Þjóðskjalasafns jóladagana 24. - 27. desember. Opið á Þorláksmessu og 30. desember.