Laust starf umsjónarmanns fasteigna og öryggismála
27. janúar 2025
Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna og öryggismála. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan aðila hjá stofnun sem er leiðandi í opinberri skjalavörslu og skjalastjórn.


Í starfinu felst umsjón með húsnæði safnsins, skrifstofuhúsnæði, varðveisluhúsnæði og rekstri þess, ásamt öryggismálum. Safnið er með starfsstöðvar á nokkrum stöðum í borginni.
Þjóðskjalasafn Íslands gegnir hlutverki framkvæmdaaðila opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar og er opinbert skjalasafn. Nú standa yfir mestu breytingar í starfsemi Þjóðskjalasafns um langt skeið, þar sem áhersla er lögð á stafræna umbreytingu, örugga varðveislu, gott aðgengi og sjálfbærni. Starfið tilheyrir rekstrarsviði safnsins.
Frekari upplýsingar um starfið má finna á Starfatorgi hér.