Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði á vef þess og á lestrarsal. Þjóðskjalasafn varðveitir stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á.
Fréttir og tilkynningar
Breytingar á ráðuneytum 1970-2025
Með nýrri ríkisstjórn mun skipan ráðuneyta breytast með fækkun þeirra um eitt; úr tólf ráðuneytum í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Auk þess munu heiti nokkurra ráðuneyta og verkefni breytast.
Vigdís í Evrópu
Á nýársdag hófst ný sjónvarpsþáttaröð á RÚV um ævi og feril Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands. Á nýliðnu ári var Vigdísar einnig minnst í bók sem gefin var út af Ríkisskjalasafni Ungverjalands í tilefni af árlegum fundi evrópskra ríkisskjalasafna og formennsku Ungverja í Evrópuráðinu.