Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Þjóðskjalasafn er áfram jafnlaunavottaður vinnustaður

4. apríl 2025

Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að Þjóðskjalasafn er áfram jafnlaunavottaður vinnustaður.

Jafnlaunamerki 2025-2028

Jafnlaunaúttekt fór fram í lok síðasta árs og hefur úttektaraðilinn, BSI á Íslandi, staðfest endurútgáfu á skírteini fyrir árin 2025-2028. Þjóðskjalasafn stóðst fyrst jafnlaunavottun árið 2019 og nú eins og í fyrri úttektum er kynbundinn launamunur hverfandi hjá stofnuninni eða 0,2% konum í hag.

Markmiðið með innleiðingu á jafnlaunavottun er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Þjóðskjalasafni og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kynja, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.