Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Viltu vinna með okkur?

14. febrúar 2025

Þjóðskjalasafn Íslands leitar að nýjum sviðsstjóra rekstrarskrifstofu. Um er ræða spennandi stjórnunarstarf hjá öflugri menningar- og stjórnsýslustofnun sem varðveitir heimildir um sögu þjóðarinnar og leiðir skjalavörslu og skjalastjórn hins opinbera.

Fundur í Þjóðskjalasafni

Um 50 manns starfa hjá Þjóðskjalasafni. Um þessar mundir standa yfir miklar breytingar í starfseminni og því um spennandi tækifæri að ræða fyrir kraftmikinn aðila.

Sviðsstjóri rekstrarskrifstofu á sæti í framkvæmdastjórn safnsins og tekur þátt í stefnumótun og þróunarvinnu. Undir skrifstofu rekstrar falla fjármál og rekstur, mannauðs- og gæðamál, innri vefur, öryggismál, skjala- og upplýsingamál og húsnæðismál.

Frekari upplýsingar um starfið má finna hér.