Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Leiðbeiningarit um skjalalestur opið og aðgengilegt

27. janúar 2025

Skjalalestur - sýnishorn ritheimilda, leiðbeiningarit um skjalalestur eftir Kristjönu Kristinsdóttur og Má Jónsson hefur verið gert aðgengilegt í rafrænni útgáfu á miðlunarvef Þjóðskjalasafns Íslands.

Skjalalestur. Sýnishorn ritheimilda. 2012

Leiðbeiningaritið Skjalalestur - sýnishorn ritheimilda var fyrst gefið út árið 2001 þegar Kristjana Kristinsdóttir og Már Jónsson tóku saman valin sýnishorn úr handritum til notkunar í kennslu í námskeiðunum Íslands- og Norðurlandasaga II og Skjalasöfn og skjalavarsla við sagnfræðiskor Háskóla Íslands.

Heftið var hugsað til æfinga við nám í lestri skriftar frá miðri 16. öld til miðrar 19. aldar, til þess að opna heim skjala fyrir þeim sem hafa áhuga á að kynna sér frumheimildir tímabilsins. Eina efnið á íslensku sem þá var til um viðfangsefnið var ritgerð Björns Karels Þórólfssonar „Nokkur orð um íslenzkt skrifletur.“ sem birt var í Árbók Landsbókasafns Íslands 1948-1949.

Skjalalestur var frá upphafi hugsað sem bráðabirgðaútgáfa en hefur verið endurskoðað og endurprentað tvívegis. Nú er loks unnið að gagngerri endurskoðun og nýrri, rafrænni útgáfu sem væntanleg er síðar á árinu, en þar til er útgáfa ritsins frá 2012 gerð opin og aðgengileg á miðlunarvef Þjóðskjalasafns Íslands, heimildir.is.

„Það er von okkar að heftið verði nemendum og öðrum hvatning til að fást við og gleðjast yfir þeim mikla efnivið sem bíður athugana og umfjöllunar í handrita- og skjalasöfnum landsins og annars staðar þar sem íslensk handrit og skjöl eru niður komin.“