Sýslumenn: Löggildingar
Þarf ég að endurnýja löggildingu til fasteigna- og skipasölu?
Löggilding fasteignasala er ótímabundin en það er hægt að leggja hana inn og óska eftir endurnýjun löggildingar ef viðkomandi vill hefja aftur störf sem fasteignasali.
Hægt er að skila inn rafrænni umsókn um endurnýjun.
Með umsókn þarf að fylgja sakavottorð, búforræðisvottorð og yfirlýsing frá tryggingafélagi um starfsábyrgðartryggingu.
Endurnýjun leyfis kostar 2.200 krónur og skal það greitt inn á reikning embættis Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu: 322-26-0001, kennitala 650914-2520
Hér má finna nánari upplýsingar um endurnýjun löggildingar fasteigna- og skipasala.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?