Fara beint í efnið

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að geta fengið löggildingu til fasteigna- og skipasölu?

Til að fá löggildingu þarf viðkomandi að:

  • eiga lögheimili á Íslandi

  • vera lögráða

  • hafa lokið 90 eininga námi sem er ætlað fasteigna- og skipasölum

  • leggja fram tryggingu fyrir greiðslu bóta og kostnaðar vegna tjóns sem viðskiptamenn hans kunna að verða fyrir af völdum hans eða manna sem ráðnir eru til starfa hjá honum

  • hafa starfað í fullu starfi við fasteignasölu hjá fasteignasala í 6 mánuði á síðustu 5 árum áður en sótt er um löggildingu

Viðkomandi má ekki:

  • hafa orðið gjaldþrota eða hafa verið sviptur réttindum til að starfa sem fasteignasali ótímabundið. Víkja má frá skilyrðinu að fenginni umsögn eftirlitsnefndar fasteignasala ef umsækjandi hefur haft forræði á fé sínu í að minnsta kosti 3 undanfarin ár.



Leyfið kostar 11.000 krónur og skal það greitt inn á reikning embættisins: 322-26-0001, kennitala 650914-2520.

Hér má finna nánari upplýsingar um löggildingu til fasteigna- og skipasölu.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?