Sýslumenn: Löggildingar
Hvaða gögn þurfa að fylgja með umsókn til löggildingar fasteigna- og skipasölu?
Með umsókninni þarf að fylgja:
yfirlýsing frá tryggingafélagi um starfsábyrgðartryggingu
búsforræðisvottorð
ljósrit af prófskírteini
Athugið að ekki nægir að skila stafrænu búsforræðisvottorði þar sem það segir ekki til um búforræðissögu viðkomandi. Það þarf því að leita til viðkomandi héraðsdóms til að fá útgefið búsforræðisvottorð.
Leyfið kostar 12.000 krónur og skal það greitt inn á reikning embættis Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu: 322-26-0001, kennitala 650914-2520.
Hér má finna nánari upplýsingar um löggildingu fasteigna- og skipasala.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?