Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
19. apríl 2023
Út er komið stutt og gagnlegt fræðslumyndband um tekjuáætlun.
20. febrúar 2023
Tæplega 73 þúsund einstaklingar fengu greitt frá TR í janúar eða 72.865 þar af konur 44.536 (61%) og karlar 28.329 (39%).
3. febrúar 2023
Í dag kynnir Tryggingastofnun nýtt útlit á vörumerki, ásamt nýrri litanotkun í öllu efni stofnunarinnar, en þessi uppfærsla á útliti er hluti stöðugrar umbótavinnu innan TR, með góða þjónustu og gott viðmót að leiðarljósi.
27. janúar 2023
Ef þú ert að huga að töku ellilífeyris frá TR er gagnlegt fyrir þig að horfa á kynningu sem var tekin upp á vel sóttum fundi TR í vikunni.
26. janúar 2023
Vakin er athygli á að aðeins er hægt að breyta tekjuáætlun 2023 á Mínum síðum TR, í þjónustumiðstöð Hlíðasmára 11 eða hjá umboðsmönnum um land allt. Ekki er unnt að taka við tilkynningum um breytingar í síma eða í tölvupósti.
16. janúar 2023
Jóhanna Ósk Baldvinsdóttir hefur tekið við nýju starfi hjá TR sem umboðsmaður viðskiptavina. Meginhlutverk umboðsmanns felst í að leiðbeina viðskiptavinum í meðferð mála hjá stofnuninni og aðstoða þau sem telja sig ekki hafa fengið efnislega umfjöllun eða úrlausnir í samræmi við gildandi lög og reglur.
13. janúar 2023
Miðvikudaginn 25. janúar nk. kl. 16.00 verður opinn fræðslufundur í streymi og í Hlíðasmára 11 fyrir þau sem stefna að töku ellilífeyris hjá TR. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem eru að huga að starfslokum.
9. janúar 2023
Fræðslumyndband um leyninúmer TR hefur verið birt á tr.is. Nauðsynlegt er að gefa upp leyninúmer sem birt er á Mínum síðum TR þegar einstaklingar leita eftir upplýsingum í síma um sín persónulegu mál hjá TR.
5. janúar 2023
Fjöldi viðskiptavina TR sem fékk greiðslur í desember er 74.475 þar af konur 45.407 (61%) og karlar 29.068 (39%).
3. janúar 2023
Búið er að uppfæra upphæðir greiðslna á tr.is í ljósi þeirra breytinga sem urðu um áramót samkvæmt ákvörðun Alþingis.